Óréttlæti virðisaukaskattslaganna Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Miðað við fjölda mála sem hafa komið upp undanfarið þá virðist sem Ríkisskattstjóri sé nú í átaki við að innheimta virðisaukaskattsskuldir í gegnum þriðja aðila. Árið 2010 var gerð breyting á 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sem gerir það að verkum að krefja má þriðja aðila um virðisaukaskatt aftur í tímann, sem hann hefur innskattað í góðri trú frá rekstraraðila sem var með lokað virðisaukaskattsnúmer þegar viðskiptin áttu sér stað. Á mannamáli þýðir þetta að heiðarlegt fyrirtæki sem telur sig vera að skipta við heiðarlegan rekstraraðila, móttekur reikning með virðisaukaskattsnúmeri og innskattar virðisaukann í góðri trú. Jafnvel yfir lengri tíma. Nokkrum árum seinna á hann á hættu að þurfa að endurgreiða virðisaukann – af því aðilinn sem hann skipti við falsaði reikninga og lét sem hann væri að innheimta útskatt fyrir ríkissjóð. Fyrir utan að þurfa að endurgreiða virðisaukann sem óheiðarlegi rekstraraðilinn þóttist vera að innheimta – þarf heiðarlegi rekstraraðilinn (sem braut ekkert af sér) að greiða háa dráttarvexti aftur í tímann. Breytir þá engu þótt heiðarlegi rekstraraðilinn hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni með því að senda inn verktakamiða ár hvert, með greinargóðum upplýsingum um viðskiptin. Maður skyldi halda að eftirlitsskylda Ríkisskattstjóra væri það sterk að þegar hann fær upplýsingarnar á silfurfati – skuli viðkomandi vera stoppaður af. Ekki síst til að lágmarka skaða heiðarlega rekstraraðilans sem heldur jafnvel áfram að skipta við hann í góðri trú. En nei. Það er ekki þannig. Þriðji aðilinn ber alla eftirlitsskylduna, skaðann og sektina. Það þarf vart að reifa það hér hversu röng skilaboð þetta eru og óréttlát við rekstraraðila sem stunda heiðarleg viðskipti. Hér er þriðji aðilinn látinn bera ábyrgð á öðrum aðila sem gerðist brotlegur við lögin. Brotlegi aðilinn myndar hins vegar enga skuld. Eins ótrúlegt og það virðist! Þetta er því miður ekki eina dæmið um óskiljanleg lög er varða atvinnulífið. Þau lýsa því svo vel að þeir sem semja og samþykkja lögin hafa oft litla sem enga reynslu af því að reka fyrirtæki. En þá er það líka okkar að segja stans. Hingað og ekki lengra. Krefjumst lagabreytinga og rekstrarumhverfis sem refsar þeim sem fremja brotin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við fjölda mála sem hafa komið upp undanfarið þá virðist sem Ríkisskattstjóri sé nú í átaki við að innheimta virðisaukaskattsskuldir í gegnum þriðja aðila. Árið 2010 var gerð breyting á 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sem gerir það að verkum að krefja má þriðja aðila um virðisaukaskatt aftur í tímann, sem hann hefur innskattað í góðri trú frá rekstraraðila sem var með lokað virðisaukaskattsnúmer þegar viðskiptin áttu sér stað. Á mannamáli þýðir þetta að heiðarlegt fyrirtæki sem telur sig vera að skipta við heiðarlegan rekstraraðila, móttekur reikning með virðisaukaskattsnúmeri og innskattar virðisaukann í góðri trú. Jafnvel yfir lengri tíma. Nokkrum árum seinna á hann á hættu að þurfa að endurgreiða virðisaukann – af því aðilinn sem hann skipti við falsaði reikninga og lét sem hann væri að innheimta útskatt fyrir ríkissjóð. Fyrir utan að þurfa að endurgreiða virðisaukann sem óheiðarlegi rekstraraðilinn þóttist vera að innheimta – þarf heiðarlegi rekstraraðilinn (sem braut ekkert af sér) að greiða háa dráttarvexti aftur í tímann. Breytir þá engu þótt heiðarlegi rekstraraðilinn hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni með því að senda inn verktakamiða ár hvert, með greinargóðum upplýsingum um viðskiptin. Maður skyldi halda að eftirlitsskylda Ríkisskattstjóra væri það sterk að þegar hann fær upplýsingarnar á silfurfati – skuli viðkomandi vera stoppaður af. Ekki síst til að lágmarka skaða heiðarlega rekstraraðilans sem heldur jafnvel áfram að skipta við hann í góðri trú. En nei. Það er ekki þannig. Þriðji aðilinn ber alla eftirlitsskylduna, skaðann og sektina. Það þarf vart að reifa það hér hversu röng skilaboð þetta eru og óréttlát við rekstraraðila sem stunda heiðarleg viðskipti. Hér er þriðji aðilinn látinn bera ábyrgð á öðrum aðila sem gerðist brotlegur við lögin. Brotlegi aðilinn myndar hins vegar enga skuld. Eins ótrúlegt og það virðist! Þetta er því miður ekki eina dæmið um óskiljanleg lög er varða atvinnulífið. Þau lýsa því svo vel að þeir sem semja og samþykkja lögin hafa oft litla sem enga reynslu af því að reka fyrirtæki. En þá er það líka okkar að segja stans. Hingað og ekki lengra. Krefjumst lagabreytinga og rekstrarumhverfis sem refsar þeim sem fremja brotin!
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun