Óréttlæti virðisaukaskattslaganna Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Miðað við fjölda mála sem hafa komið upp undanfarið þá virðist sem Ríkisskattstjóri sé nú í átaki við að innheimta virðisaukaskattsskuldir í gegnum þriðja aðila. Árið 2010 var gerð breyting á 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sem gerir það að verkum að krefja má þriðja aðila um virðisaukaskatt aftur í tímann, sem hann hefur innskattað í góðri trú frá rekstraraðila sem var með lokað virðisaukaskattsnúmer þegar viðskiptin áttu sér stað. Á mannamáli þýðir þetta að heiðarlegt fyrirtæki sem telur sig vera að skipta við heiðarlegan rekstraraðila, móttekur reikning með virðisaukaskattsnúmeri og innskattar virðisaukann í góðri trú. Jafnvel yfir lengri tíma. Nokkrum árum seinna á hann á hættu að þurfa að endurgreiða virðisaukann – af því aðilinn sem hann skipti við falsaði reikninga og lét sem hann væri að innheimta útskatt fyrir ríkissjóð. Fyrir utan að þurfa að endurgreiða virðisaukann sem óheiðarlegi rekstraraðilinn þóttist vera að innheimta – þarf heiðarlegi rekstraraðilinn (sem braut ekkert af sér) að greiða háa dráttarvexti aftur í tímann. Breytir þá engu þótt heiðarlegi rekstraraðilinn hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni með því að senda inn verktakamiða ár hvert, með greinargóðum upplýsingum um viðskiptin. Maður skyldi halda að eftirlitsskylda Ríkisskattstjóra væri það sterk að þegar hann fær upplýsingarnar á silfurfati – skuli viðkomandi vera stoppaður af. Ekki síst til að lágmarka skaða heiðarlega rekstraraðilans sem heldur jafnvel áfram að skipta við hann í góðri trú. En nei. Það er ekki þannig. Þriðji aðilinn ber alla eftirlitsskylduna, skaðann og sektina. Það þarf vart að reifa það hér hversu röng skilaboð þetta eru og óréttlát við rekstraraðila sem stunda heiðarleg viðskipti. Hér er þriðji aðilinn látinn bera ábyrgð á öðrum aðila sem gerðist brotlegur við lögin. Brotlegi aðilinn myndar hins vegar enga skuld. Eins ótrúlegt og það virðist! Þetta er því miður ekki eina dæmið um óskiljanleg lög er varða atvinnulífið. Þau lýsa því svo vel að þeir sem semja og samþykkja lögin hafa oft litla sem enga reynslu af því að reka fyrirtæki. En þá er það líka okkar að segja stans. Hingað og ekki lengra. Krefjumst lagabreytinga og rekstrarumhverfis sem refsar þeim sem fremja brotin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Miðað við fjölda mála sem hafa komið upp undanfarið þá virðist sem Ríkisskattstjóri sé nú í átaki við að innheimta virðisaukaskattsskuldir í gegnum þriðja aðila. Árið 2010 var gerð breyting á 16. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt sem gerir það að verkum að krefja má þriðja aðila um virðisaukaskatt aftur í tímann, sem hann hefur innskattað í góðri trú frá rekstraraðila sem var með lokað virðisaukaskattsnúmer þegar viðskiptin áttu sér stað. Á mannamáli þýðir þetta að heiðarlegt fyrirtæki sem telur sig vera að skipta við heiðarlegan rekstraraðila, móttekur reikning með virðisaukaskattsnúmeri og innskattar virðisaukann í góðri trú. Jafnvel yfir lengri tíma. Nokkrum árum seinna á hann á hættu að þurfa að endurgreiða virðisaukann – af því aðilinn sem hann skipti við falsaði reikninga og lét sem hann væri að innheimta útskatt fyrir ríkissjóð. Fyrir utan að þurfa að endurgreiða virðisaukann sem óheiðarlegi rekstraraðilinn þóttist vera að innheimta – þarf heiðarlegi rekstraraðilinn (sem braut ekkert af sér) að greiða háa dráttarvexti aftur í tímann. Breytir þá engu þótt heiðarlegi rekstraraðilinn hafi sinnt upplýsingaskyldu sinni með því að senda inn verktakamiða ár hvert, með greinargóðum upplýsingum um viðskiptin. Maður skyldi halda að eftirlitsskylda Ríkisskattstjóra væri það sterk að þegar hann fær upplýsingarnar á silfurfati – skuli viðkomandi vera stoppaður af. Ekki síst til að lágmarka skaða heiðarlega rekstraraðilans sem heldur jafnvel áfram að skipta við hann í góðri trú. En nei. Það er ekki þannig. Þriðji aðilinn ber alla eftirlitsskylduna, skaðann og sektina. Það þarf vart að reifa það hér hversu röng skilaboð þetta eru og óréttlát við rekstraraðila sem stunda heiðarleg viðskipti. Hér er þriðji aðilinn látinn bera ábyrgð á öðrum aðila sem gerðist brotlegur við lögin. Brotlegi aðilinn myndar hins vegar enga skuld. Eins ótrúlegt og það virðist! Þetta er því miður ekki eina dæmið um óskiljanleg lög er varða atvinnulífið. Þau lýsa því svo vel að þeir sem semja og samþykkja lögin hafa oft litla sem enga reynslu af því að reka fyrirtæki. En þá er það líka okkar að segja stans. Hingað og ekki lengra. Krefjumst lagabreytinga og rekstrarumhverfis sem refsar þeim sem fremja brotin!
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun