Búist við að bankinn verði seldur aftur Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. október 2015 07:00 Bjarni Benediktsson mætti til ríkisstjórnarfundar í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun og svaraði svo spurningum blaðamanna. vísir/gva Hópur kröfuhafa Glitnis hefur boðist til að afsala sér öllu hlutafé í Íslandsbanka til íslenskra stjórnvalda, en eigið fé bankans nemur 185 milljörðum króna. Tilkynning um þetta barst fjölmiðlum á fimmta tímanum í fyrrinótt. Þessi ákvörðun felur í sér breytingar á fyrri tillögunni um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Sú tillaga barst ríkinu 8. júní. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að þessi breyting sé tilkomin vegna þess að menn hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann og taka söluandvirðið úr landi. Eftir breytingarnar er ljóst að ríkið mun fara að fullu með eignarhlut í Íslandsbanka og 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum. Litlar líkur eru þó á því að bankarnir verði sameinaðir. „Í flestöllum öðrum löndum þætti það eðlilegt næsta skref, en það eru ýmis önnur sjónarmið í þessu litla hagkerfi okkar, sem líka þarf að horfa til. Það er ljóst að við þurfum að gæta að samkeppnissjónarmiðum á fjármálamarkaði,“ sagði Bjarni þegar mbl.is spurði hann um málið í gær. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að ákvæði samkeppnislaga kunni að standa samrunanum í mót. „Samkvæmt núgildandi samkeppnislögum myndi þessi samruni sæta mjög ítarlegri skoðun og fyrirfram er mjög ósennilegt að hann yrði samþykktur, að minnsta kosti ekki án ítarlegra skilyrða. Nema að ákvæði sérlaga takmarki áhrif samkeppnislaga varðandi samrunann.“ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að búist sé við því að ríkið muni selja bankann aftur. „Bankinn hefur verið í söluferli og verður það áfram. Við höfum fundið fyrir áhuga frá erlendum aðilum og lítum á eignarhald ríkisins sem tímabundið,“ segir í svari Birnu til Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson segir ekki breytingar í farvatninu á stöðugleikaframlagi Kaupþings banka. Verið sé að útfæra framlagið, hvernig búið ætli að standa við yfirlýsingar sínar frá í júní. Ekki standi til að ríkið eignist Arion banka en slitabú Kaupþings heldur á 87 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verðbréfafyrirtækið Arctica Finance rætt við fjárfesta um kaup á Arion banka. Á meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru lífeyrissjóðir og aðilar tengdir Guðbjörgu Matthíasdóttur, eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Bókfært virði 87 prósent hlutar Kaupþings í Arion er um 145 milljarðar króna. Þess utan er hlutur íslenska ríkisins í bankanum. Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira
Hópur kröfuhafa Glitnis hefur boðist til að afsala sér öllu hlutafé í Íslandsbanka til íslenskra stjórnvalda, en eigið fé bankans nemur 185 milljörðum króna. Tilkynning um þetta barst fjölmiðlum á fimmta tímanum í fyrrinótt. Þessi ákvörðun felur í sér breytingar á fyrri tillögunni um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Sú tillaga barst ríkinu 8. júní. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að þessi breyting sé tilkomin vegna þess að menn hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann og taka söluandvirðið úr landi. Eftir breytingarnar er ljóst að ríkið mun fara að fullu með eignarhlut í Íslandsbanka og 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum. Litlar líkur eru þó á því að bankarnir verði sameinaðir. „Í flestöllum öðrum löndum þætti það eðlilegt næsta skref, en það eru ýmis önnur sjónarmið í þessu litla hagkerfi okkar, sem líka þarf að horfa til. Það er ljóst að við þurfum að gæta að samkeppnissjónarmiðum á fjármálamarkaði,“ sagði Bjarni þegar mbl.is spurði hann um málið í gær. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að ákvæði samkeppnislaga kunni að standa samrunanum í mót. „Samkvæmt núgildandi samkeppnislögum myndi þessi samruni sæta mjög ítarlegri skoðun og fyrirfram er mjög ósennilegt að hann yrði samþykktur, að minnsta kosti ekki án ítarlegra skilyrða. Nema að ákvæði sérlaga takmarki áhrif samkeppnislaga varðandi samrunann.“ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að búist sé við því að ríkið muni selja bankann aftur. „Bankinn hefur verið í söluferli og verður það áfram. Við höfum fundið fyrir áhuga frá erlendum aðilum og lítum á eignarhald ríkisins sem tímabundið,“ segir í svari Birnu til Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson segir ekki breytingar í farvatninu á stöðugleikaframlagi Kaupþings banka. Verið sé að útfæra framlagið, hvernig búið ætli að standa við yfirlýsingar sínar frá í júní. Ekki standi til að ríkið eignist Arion banka en slitabú Kaupþings heldur á 87 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verðbréfafyrirtækið Arctica Finance rætt við fjárfesta um kaup á Arion banka. Á meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru lífeyrissjóðir og aðilar tengdir Guðbjörgu Matthíasdóttur, eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Bókfært virði 87 prósent hlutar Kaupþings í Arion er um 145 milljarðar króna. Þess utan er hlutur íslenska ríkisins í bankanum.
Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Sjá meira