Búist við að bankinn verði seldur aftur Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. október 2015 07:00 Bjarni Benediktsson mætti til ríkisstjórnarfundar í Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun og svaraði svo spurningum blaðamanna. vísir/gva Hópur kröfuhafa Glitnis hefur boðist til að afsala sér öllu hlutafé í Íslandsbanka til íslenskra stjórnvalda, en eigið fé bankans nemur 185 milljörðum króna. Tilkynning um þetta barst fjölmiðlum á fimmta tímanum í fyrrinótt. Þessi ákvörðun felur í sér breytingar á fyrri tillögunni um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Sú tillaga barst ríkinu 8. júní. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að þessi breyting sé tilkomin vegna þess að menn hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann og taka söluandvirðið úr landi. Eftir breytingarnar er ljóst að ríkið mun fara að fullu með eignarhlut í Íslandsbanka og 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum. Litlar líkur eru þó á því að bankarnir verði sameinaðir. „Í flestöllum öðrum löndum þætti það eðlilegt næsta skref, en það eru ýmis önnur sjónarmið í þessu litla hagkerfi okkar, sem líka þarf að horfa til. Það er ljóst að við þurfum að gæta að samkeppnissjónarmiðum á fjármálamarkaði,“ sagði Bjarni þegar mbl.is spurði hann um málið í gær. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að ákvæði samkeppnislaga kunni að standa samrunanum í mót. „Samkvæmt núgildandi samkeppnislögum myndi þessi samruni sæta mjög ítarlegri skoðun og fyrirfram er mjög ósennilegt að hann yrði samþykktur, að minnsta kosti ekki án ítarlegra skilyrða. Nema að ákvæði sérlaga takmarki áhrif samkeppnislaga varðandi samrunann.“ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að búist sé við því að ríkið muni selja bankann aftur. „Bankinn hefur verið í söluferli og verður það áfram. Við höfum fundið fyrir áhuga frá erlendum aðilum og lítum á eignarhald ríkisins sem tímabundið,“ segir í svari Birnu til Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson segir ekki breytingar í farvatninu á stöðugleikaframlagi Kaupþings banka. Verið sé að útfæra framlagið, hvernig búið ætli að standa við yfirlýsingar sínar frá í júní. Ekki standi til að ríkið eignist Arion banka en slitabú Kaupþings heldur á 87 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verðbréfafyrirtækið Arctica Finance rætt við fjárfesta um kaup á Arion banka. Á meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru lífeyrissjóðir og aðilar tengdir Guðbjörgu Matthíasdóttur, eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Bókfært virði 87 prósent hlutar Kaupþings í Arion er um 145 milljarðar króna. Þess utan er hlutur íslenska ríkisins í bankanum. Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Hópur kröfuhafa Glitnis hefur boðist til að afsala sér öllu hlutafé í Íslandsbanka til íslenskra stjórnvalda, en eigið fé bankans nemur 185 milljörðum króna. Tilkynning um þetta barst fjölmiðlum á fimmta tímanum í fyrrinótt. Þessi ákvörðun felur í sér breytingar á fyrri tillögunni um stöðugleikaframlag Glitnis til ríkisins í tengslum við áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Sú tillaga barst ríkinu 8. júní. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að þessi breyting sé tilkomin vegna þess að menn hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann og taka söluandvirðið úr landi. Eftir breytingarnar er ljóst að ríkið mun fara að fullu með eignarhlut í Íslandsbanka og 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum. Litlar líkur eru þó á því að bankarnir verði sameinaðir. „Í flestöllum öðrum löndum þætti það eðlilegt næsta skref, en það eru ýmis önnur sjónarmið í þessu litla hagkerfi okkar, sem líka þarf að horfa til. Það er ljóst að við þurfum að gæta að samkeppnissjónarmiðum á fjármálamarkaði,“ sagði Bjarni þegar mbl.is spurði hann um málið í gær. Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að ákvæði samkeppnislaga kunni að standa samrunanum í mót. „Samkvæmt núgildandi samkeppnislögum myndi þessi samruni sæta mjög ítarlegri skoðun og fyrirfram er mjög ósennilegt að hann yrði samþykktur, að minnsta kosti ekki án ítarlegra skilyrða. Nema að ákvæði sérlaga takmarki áhrif samkeppnislaga varðandi samrunann.“ Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að búist sé við því að ríkið muni selja bankann aftur. „Bankinn hefur verið í söluferli og verður það áfram. Við höfum fundið fyrir áhuga frá erlendum aðilum og lítum á eignarhald ríkisins sem tímabundið,“ segir í svari Birnu til Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson segir ekki breytingar í farvatninu á stöðugleikaframlagi Kaupþings banka. Verið sé að útfæra framlagið, hvernig búið ætli að standa við yfirlýsingar sínar frá í júní. Ekki standi til að ríkið eignist Arion banka en slitabú Kaupþings heldur á 87 prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verðbréfafyrirtækið Arctica Finance rætt við fjárfesta um kaup á Arion banka. Á meðal þeirra sem rætt hefur verið við eru lífeyrissjóðir og aðilar tengdir Guðbjörgu Matthíasdóttur, eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Bókfært virði 87 prósent hlutar Kaupþings í Arion er um 145 milljarðar króna. Þess utan er hlutur íslenska ríkisins í bankanum.
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira