Bjarni: "Bankarnir verða að skilja kall tímans“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. október 2015 19:41 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að sala Arion banka á bréfum í Símanum til vildarviðskiptavina rétt fyrir skráningu sé til þess fallin að rýra traust á fjármálamarkaði. Hann segir að bankarnir verði að skilja kall tímans og skynja þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sú ákvörðun stjórnenda Arion banka að selja stóran hlut í Símanum til vildarviðskiptavina á lægra gengi rétt fyrir skráningu fyrirtækisins á markað þykir umdeild. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Ég held að það sé alveg augljóst að það er ekki svigrúm fyrir það í íslensku samfélagi í dag að ganga fram með þeim hætti að fólk skynji það sem einhverja greiðasemi við útvalinn hóp manna að fá að taka þátt í kaupum á eignarhlutum umfram það sem stendur almennt til boða. Í þessu tilviki er það sláandi hversu mikill verðmunurinn er þegar félagið er skráð á markað,“ segri Bjarni Benediktsson. Bjarni segir að stjórnvöld geti ekki grípi ekki inn í einkaréttarlega gjörninga Arion banka þótt ríkið eigi 13 prósent í bankanum. „En bankarnir verða að skilja kall tímans. Menn verða að ganga fram í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til þeirra,“ segir Bjarni. Í eigendastefnu ríkisins um eignarhald á fjármálafyrirtækjum kemur fram að eitt af meginmarkmiðum stefnunnar sé að byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði.Finnst þér þetta rýra traust á fjármálamarkaði, svona viðskiptahættir? „Já, það gerir það. Það þarf ekkert að velta því mikið fyrir sér.“ Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í dag. 19. október 2015 18:49 Erlend sérþekking? Síminn var formlega skráður á markað í liðinni viku eftir hlutafjárútboð. Nú síðast fór fram almennt útboð þar sem hlutir í félaginu fóru á genginu 3,3. Áður höfðu vildarviðskiptavinir Arion banka fengið að kaupa á genginu 2,8. Í ágúst keypti svo hópur kringum stjórnendur félagsins um fimm prósenta hlut á genginu 2,5. 17. október 2015 07:00 Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. 18. október 2015 22:32 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að sala Arion banka á bréfum í Símanum til vildarviðskiptavina rétt fyrir skráningu sé til þess fallin að rýra traust á fjármálamarkaði. Hann segir að bankarnir verði að skilja kall tímans og skynja þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sú ákvörðun stjórnenda Arion banka að selja stóran hlut í Símanum til vildarviðskiptavina á lægra gengi rétt fyrir skráningu fyrirtækisins á markað þykir umdeild. Salan á hlutabréfunum átti sér stað á sjö vikna tímabili í aðdraganda almenns útboðs á bréfum í Símanum á mun lægra gengi en í almennu útboði. Hluturinn sem fjárfestahópurinn og vildarviðskiptavinirnir keyptu ávaxtaðist um rúmar 720 milljónir króna á þeim vikum sem liðu frá viðskiptum fram að skráningu. Talsverð heift hefur verið í umræðunni um málið. „Ég held að það sé alveg augljóst að það er ekki svigrúm fyrir það í íslensku samfélagi í dag að ganga fram með þeim hætti að fólk skynji það sem einhverja greiðasemi við útvalinn hóp manna að fá að taka þátt í kaupum á eignarhlutum umfram það sem stendur almennt til boða. Í þessu tilviki er það sláandi hversu mikill verðmunurinn er þegar félagið er skráð á markað,“ segri Bjarni Benediktsson. Bjarni segir að stjórnvöld geti ekki grípi ekki inn í einkaréttarlega gjörninga Arion banka þótt ríkið eigi 13 prósent í bankanum. „En bankarnir verða að skilja kall tímans. Menn verða að ganga fram í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til þeirra,“ segir Bjarni. Í eigendastefnu ríkisins um eignarhald á fjármálafyrirtækjum kemur fram að eitt af meginmarkmiðum stefnunnar sé að byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði.Finnst þér þetta rýra traust á fjármálamarkaði, svona viðskiptahættir? „Já, það gerir það. Það þarf ekkert að velta því mikið fyrir sér.“
Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í dag. 19. október 2015 18:49 Erlend sérþekking? Síminn var formlega skráður á markað í liðinni viku eftir hlutafjárútboð. Nú síðast fór fram almennt útboð þar sem hlutir í félaginu fóru á genginu 3,3. Áður höfðu vildarviðskiptavinir Arion banka fengið að kaupa á genginu 2,8. Í ágúst keypti svo hópur kringum stjórnendur félagsins um fimm prósenta hlut á genginu 2,5. 17. október 2015 07:00 Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. 18. október 2015 22:32 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í dag. 19. október 2015 18:49
Erlend sérþekking? Síminn var formlega skráður á markað í liðinni viku eftir hlutafjárútboð. Nú síðast fór fram almennt útboð þar sem hlutir í félaginu fóru á genginu 3,3. Áður höfðu vildarviðskiptavinir Arion banka fengið að kaupa á genginu 2,8. Í ágúst keypti svo hópur kringum stjórnendur félagsins um fimm prósenta hlut á genginu 2,5. 17. október 2015 07:00
Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. 18. október 2015 22:32
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00