Toyota kynnir C-HR í Genf Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 09:21 Toyota C-HR er djarflega teiknaður bíll. Autoblog Heimsbyggðin hefur aldrei verið ginkeyptari fyrir smáum jepplingum og nú og þeir bílaframleiðendur sem ekki nú þegar bjóða slíka bílgerð munu flestir gera það bráðlega. Söluaukning í þessum flokki er gríðarleg á milli ára og vestanhafs nemur hún 90%. Í þennan flokk bíla fellur einmitt nýjasta afurð Toyota, C-HR og mun Toyota sýna þann bíl í endanlegu útliti sínu á bílasýningunni í Genf, sem hefst í mars á næsta ári. Jepplingurinn er svo til óbreyttur frá tilraunaútgáfunni, C-HR Concept. C-HR verður í boði sem tvinnbíll, auk hefðbundinnar brunahreyfilsútgáfu. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Toyota Prius. Þessi nýi bíll Toyota er á stærð við Nissan Juke, Honda HR-V og Mazda CX-3 og er einmitt ætlað að keppa um hylli kaupenda við þá bíla. Sala á bílnum mun hefjast næsta vor. Magnaðar línur í kubbslegum og flottum jepplingi. Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent
Heimsbyggðin hefur aldrei verið ginkeyptari fyrir smáum jepplingum og nú og þeir bílaframleiðendur sem ekki nú þegar bjóða slíka bílgerð munu flestir gera það bráðlega. Söluaukning í þessum flokki er gríðarleg á milli ára og vestanhafs nemur hún 90%. Í þennan flokk bíla fellur einmitt nýjasta afurð Toyota, C-HR og mun Toyota sýna þann bíl í endanlegu útliti sínu á bílasýningunni í Genf, sem hefst í mars á næsta ári. Jepplingurinn er svo til óbreyttur frá tilraunaútgáfunni, C-HR Concept. C-HR verður í boði sem tvinnbíll, auk hefðbundinnar brunahreyfilsútgáfu. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Toyota Prius. Þessi nýi bíll Toyota er á stærð við Nissan Juke, Honda HR-V og Mazda CX-3 og er einmitt ætlað að keppa um hylli kaupenda við þá bíla. Sala á bílnum mun hefjast næsta vor. Magnaðar línur í kubbslegum og flottum jepplingi.
Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent