Toyota innkallar 6,5 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 11:17 Ekki alvarleg bilun en stór innköllun engu að síður hjá Toyota. performance edrive.com Toyota þarf að innkalla 6,5 milljón bíla vegna raftenginga í rúðuupphölurum nokkra gerða bíla fyrirtækisins. Bílgerðirnar eru Yaris, Corolla, Camry, Matrix, RAV4, Tundra, Sequoia og Scion xB. Þessir bílar voru framleiddir á tímabilinu ágúst 2005 til ágúst 2006 og janúar 2009 til desember 2010. Bilunin stafar af ónógri einangrun raftenginga í rúðuupphölurum og hefur það í nokkrum tilfellum orðið til þess að eldur kvikni í rafleiðslum í hurðum bílanna. Ekki hefur þetta leitt til banaslysa en tilkynnt hefur verið um 11 bíla þar sem kviknað hefur í og í einu tilfelli brenndi farþegi sig á hendi. Ekki tekur nema um 45 mínútur að laga þennan galla og verða þessir 6,5 milljónir bíla innkallaðir til þess. Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent
Toyota þarf að innkalla 6,5 milljón bíla vegna raftenginga í rúðuupphölurum nokkra gerða bíla fyrirtækisins. Bílgerðirnar eru Yaris, Corolla, Camry, Matrix, RAV4, Tundra, Sequoia og Scion xB. Þessir bílar voru framleiddir á tímabilinu ágúst 2005 til ágúst 2006 og janúar 2009 til desember 2010. Bilunin stafar af ónógri einangrun raftenginga í rúðuupphölurum og hefur það í nokkrum tilfellum orðið til þess að eldur kvikni í rafleiðslum í hurðum bílanna. Ekki hefur þetta leitt til banaslysa en tilkynnt hefur verið um 11 bíla þar sem kviknað hefur í og í einu tilfelli brenndi farþegi sig á hendi. Ekki tekur nema um 45 mínútur að laga þennan galla og verða þessir 6,5 milljónir bíla innkallaðir til þess.
Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent