Montoya með Porsche í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 13:52 Montoya mættur hjá Porsche liðinu í þolakstri. Autosport Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya ætlar að taka þátt í Le Mans þolakstrinum á næsta ári og keppa þar á Porsche bíl. Montoya er ekki einhamur maður og hann að baki sigra í Formúlu 1 og Indinapolis 500 keppnum og hyggst nú reyna við Le Mans titil að auki. Ef honum tekst það verður hann fyrsti ökumaðurinn síðan 1972 sem unnið hefur “The Triple Crown of Motorsport” en þann heiður hlýtur sá ökumaður sem unnið hefur Formúlu 1 í Mónakó, Indianapolis 500 keppnina og Le Mans þolaksturinn. Svo virðist sem Porsche ætli að hjálpa honum við það á næsta ári. Porsche vann einmitt keppnina í ár og er sigurstranglegasti bílasmiðurinn í næstu keppni. Porsche hefur verið afar sigursæll framleiðandi í þolakstuskeppnum ársins og unnið flestar þær keppnir sem tekið Porsche bílar hafa tekið þátt í. Montoya mun taka þátt í sínum fyrsta þolakstri fyrir Porsche í Bahrain þann 22. nóvember. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya ætlar að taka þátt í Le Mans þolakstrinum á næsta ári og keppa þar á Porsche bíl. Montoya er ekki einhamur maður og hann að baki sigra í Formúlu 1 og Indinapolis 500 keppnum og hyggst nú reyna við Le Mans titil að auki. Ef honum tekst það verður hann fyrsti ökumaðurinn síðan 1972 sem unnið hefur “The Triple Crown of Motorsport” en þann heiður hlýtur sá ökumaður sem unnið hefur Formúlu 1 í Mónakó, Indianapolis 500 keppnina og Le Mans þolaksturinn. Svo virðist sem Porsche ætli að hjálpa honum við það á næsta ári. Porsche vann einmitt keppnina í ár og er sigurstranglegasti bílasmiðurinn í næstu keppni. Porsche hefur verið afar sigursæll framleiðandi í þolakstuskeppnum ársins og unnið flestar þær keppnir sem tekið Porsche bílar hafa tekið þátt í. Montoya mun taka þátt í sínum fyrsta þolakstri fyrir Porsche í Bahrain þann 22. nóvember.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira