Aldraðir hafa skilað sínu vinnuframlagi! Björgvin Guðmundsson skrifar 22. október 2015 07:00 Svo virðist sem Alþingi ætli ekki að taka rögg á sig og afgreiða kjaramál aldraðra og öryrkja með myndarskap. Ég hafði greinilega of mikla trú á Alþingi. Ég vonaði og trúði því, að Alþingi gæti tekið í taumana og leiðrétt þau mistök, sem ríkisstjórn nú og áður hafði gert í málefnum lífeyrisþega. En það var of mikil tilætlunarsemi. Meirihlutinn á Alþingi ræður öllu þar og í raun er það ríkisstjórnin sem stjórnar Alþingi.Bjarni gaf tóninn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið tóninn í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann sagði, að ekki væri rétt að hafa lífeyri eins háan og lágmarkslaun launþega. Ef svo væri misstu lífeyrisþegar hvatann til þess að fara út á vinnumarkaðinn. Samfylkingin vildi bótavæða samfélagið! Flokkurinn vildi hafa alla á bótum! Hvað er maðurinn að tala um? Vill hann reka aldraða, sjötuga og áttræða og þaðan af eldri út á vinnumarkaðinn? Hér er verið að tala um þá eldri borgara, sem búnir eru að ljúka sinni starfsævi. Það er verið að tala um þá, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag.Atvinnulífið neikvætt öryrkjum Fjármálaráðherra mun sjálfsagt svara því til, að hann eigi fyrst og fremst við öryrkja. En hann talaði um lífeyrisþega í einu lagi, öryrkja, aldraða og fleiri. Það er heldur ekki unnt að reka alla öryrkja út á vinnumarkaðinn. Þeir, sem misst hafa heilsuna í slysum eða veikindum, eru ekki fullgildir á vinnumarkaðnum. Og hlutastörf öryrkja hafa ekki til þessa átt upp á pallborðið hjá atvinnulífinu. Atvinnurekendur hafa ekki verið jákvæðir gagnvart öryrkjum. Það þarf mikið að breytast hjá atvinnulífinu eigi öryrkjar að fá hlutastörf hjá íslenskum fyrirtækjum og vera velkomnir til starfa þar.Stjórnvöld áhugalaus um hag aldraðra! Það er eitthvað mikið að hjá íslenskum stjórnmálamönnum, að þeir skuli flestir vera mjög áhugalausir um málefni lífeyrisþega. Það hefur um langt skeið verið þannig, að stjórnvöld, hver sem þau eru, reyna að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri. Það hefur verið níðst á lífeyrisþegum. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur enda þótt laun hafi verið hækkuð. Þó er lífeyrir aldraðra ekkert annað en laun þeirra, eftirlaun. Og því er ekki rétt að tala um bætur til þeirra og fráleitt að tala um bótavæðingu, þegar aldraðir eiga í hlut. Verkalýðshreyfingin og samfélagið allt taldi svo komið, að nauðsynlegt væri að lyfta lágmarkslaunum verkafólks myndarlega upp, þar eð ekki væri unnt að lifa á þessum lágu launum. Nákvæmlega sama máli gegnir um lægsta lífeyri TR og kjör þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir. Þetta hljóta stjórnmálamenn að vita. Þetta hlýtur fjármálaráðherra að vita.Lífeyrir aldraðra hjá TR fari í 300 þúsund á mánuði Af þessum ástæðum verður að hækka lífeyri almannatrygginga í 300 þúsund krónur á mánuði, samhliða hækkun lágmarkslauna. Og það verður að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax um 14,5% eins og lágmarkslaun og gildistíminn á að vera 1. maí sl. Það verður enginn afsláttur gefinn af þessari kröfu aldraðra. Þetta er sanngirnis- og réttlætiskrafa, sem verður að ná fram að ganga. Í síðustu grein minni var sagt, að kjaragliðnun í ár væri álíka og á krepputímanum. En standa átti, að hún væri svipuð 2013-2015 og á krepputímanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Svo virðist sem Alþingi ætli ekki að taka rögg á sig og afgreiða kjaramál aldraðra og öryrkja með myndarskap. Ég hafði greinilega of mikla trú á Alþingi. Ég vonaði og trúði því, að Alþingi gæti tekið í taumana og leiðrétt þau mistök, sem ríkisstjórn nú og áður hafði gert í málefnum lífeyrisþega. En það var of mikil tilætlunarsemi. Meirihlutinn á Alþingi ræður öllu þar og í raun er það ríkisstjórnin sem stjórnar Alþingi.Bjarni gaf tóninn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gefið tóninn í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann sagði, að ekki væri rétt að hafa lífeyri eins háan og lágmarkslaun launþega. Ef svo væri misstu lífeyrisþegar hvatann til þess að fara út á vinnumarkaðinn. Samfylkingin vildi bótavæða samfélagið! Flokkurinn vildi hafa alla á bótum! Hvað er maðurinn að tala um? Vill hann reka aldraða, sjötuga og áttræða og þaðan af eldri út á vinnumarkaðinn? Hér er verið að tala um þá eldri borgara, sem búnir eru að ljúka sinni starfsævi. Það er verið að tala um þá, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag.Atvinnulífið neikvætt öryrkjum Fjármálaráðherra mun sjálfsagt svara því til, að hann eigi fyrst og fremst við öryrkja. En hann talaði um lífeyrisþega í einu lagi, öryrkja, aldraða og fleiri. Það er heldur ekki unnt að reka alla öryrkja út á vinnumarkaðinn. Þeir, sem misst hafa heilsuna í slysum eða veikindum, eru ekki fullgildir á vinnumarkaðnum. Og hlutastörf öryrkja hafa ekki til þessa átt upp á pallborðið hjá atvinnulífinu. Atvinnurekendur hafa ekki verið jákvæðir gagnvart öryrkjum. Það þarf mikið að breytast hjá atvinnulífinu eigi öryrkjar að fá hlutastörf hjá íslenskum fyrirtækjum og vera velkomnir til starfa þar.Stjórnvöld áhugalaus um hag aldraðra! Það er eitthvað mikið að hjá íslenskum stjórnmálamönnum, að þeir skuli flestir vera mjög áhugalausir um málefni lífeyrisþega. Það hefur um langt skeið verið þannig, að stjórnvöld, hver sem þau eru, reyna að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri. Það hefur verið níðst á lífeyrisþegum. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur iðulega verið frystur enda þótt laun hafi verið hækkuð. Þó er lífeyrir aldraðra ekkert annað en laun þeirra, eftirlaun. Og því er ekki rétt að tala um bætur til þeirra og fráleitt að tala um bótavæðingu, þegar aldraðir eiga í hlut. Verkalýðshreyfingin og samfélagið allt taldi svo komið, að nauðsynlegt væri að lyfta lágmarkslaunum verkafólks myndarlega upp, þar eð ekki væri unnt að lifa á þessum lágu launum. Nákvæmlega sama máli gegnir um lægsta lífeyri TR og kjör þeirra eldri borgara, sem verst eru staddir. Þetta hljóta stjórnmálamenn að vita. Þetta hlýtur fjármálaráðherra að vita.Lífeyrir aldraðra hjá TR fari í 300 þúsund á mánuði Af þessum ástæðum verður að hækka lífeyri almannatrygginga í 300 þúsund krónur á mánuði, samhliða hækkun lágmarkslauna. Og það verður að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax um 14,5% eins og lágmarkslaun og gildistíminn á að vera 1. maí sl. Það verður enginn afsláttur gefinn af þessari kröfu aldraðra. Þetta er sanngirnis- og réttlætiskrafa, sem verður að ná fram að ganga. Í síðustu grein minni var sagt, að kjaragliðnun í ár væri álíka og á krepputímanum. En standa átti, að hún væri svipuð 2013-2015 og á krepputímanum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun