Audi RS6 Performance er 605 hestafla úlfur í sauðagæru Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 14:21 Audi RS6 Performance. Jalopnik Það eru ekki margir bílar yfir 600 hestöfl sem líta jafn sakleysislega út og þessi Audi RS6 fjölskyldubíll. Þeir eru heldur ekki margir langbakarnir sem flutt geta fullt af farþegum og farangri sem skarta annarri eins kraftavél og er undir húddinu á þessum kostagrip. Hefðbundinn Audi RS6 er “aðeins” 560 hestöfl, en það fannst Audi mönnum ekki nóg og bætti við 45 hestöflum. Þrátt fyrir það hefur eyðsla bílsins ekki aukist. Þessi Performance-útfærsla verður einnig í boði í Audi RS7. Báðir taka þeir sprettinn í hundraðið á 3,7, sem er 0,2 sekúndum fyrr en hefðbundinn RS6 nær. Hámarkshraðinn er 305 km/klst. Að sjálfsögðu er þessi bíll ekki ódýr og kostar Audi RS6 Performance 117.000 evrur og RS7 127.000 evrur, eða 16,7 milljónir króna og RS7 18,2 milljónir. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent
Það eru ekki margir bílar yfir 600 hestöfl sem líta jafn sakleysislega út og þessi Audi RS6 fjölskyldubíll. Þeir eru heldur ekki margir langbakarnir sem flutt geta fullt af farþegum og farangri sem skarta annarri eins kraftavél og er undir húddinu á þessum kostagrip. Hefðbundinn Audi RS6 er “aðeins” 560 hestöfl, en það fannst Audi mönnum ekki nóg og bætti við 45 hestöflum. Þrátt fyrir það hefur eyðsla bílsins ekki aukist. Þessi Performance-útfærsla verður einnig í boði í Audi RS7. Báðir taka þeir sprettinn í hundraðið á 3,7, sem er 0,2 sekúndum fyrr en hefðbundinn RS6 nær. Hámarkshraðinn er 305 km/klst. Að sjálfsögðu er þessi bíll ekki ódýr og kostar Audi RS6 Performance 117.000 evrur og RS7 127.000 evrur, eða 16,7 milljónir króna og RS7 18,2 milljónir.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent