„Frábærar fréttir sem láta mann fá trú á kerfið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2015 15:35 Gísli Freyr um hjólið umrædda sem fannst þökk sé kænsku Gísla og vinar hans. 29 ára gamall karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir hylmingu með því að hafa í vörslu sinni stolið reiðhjól. Reyndi hann að selja hjólið á Bland en eigandi hjólsins sá við honum og kom honum í opna skjöldu þegar salan átti að fara fram.Vísir fjallaði um endurheimt hjólsins í febrúar 2014 og ræddi við eiganda þess Gísla Frey Sverrisson. Ekki var um neitt venjulegt reiðhjól að ræða heldur fjallahjól af gerðinni Kona Stinky að virði hundruð þúsunda króna.Elti förin í snjónum Gísli Freyr hafði skilið hjólið eftir á sjöundu hæð í blokk við Engihjalla í Kópavogi í október 2013. Nokkru síðar kom faðir hans, Sverrir Gíslason heim, nýbúinn að skutla bróður Gísla Freys á sundæfingu. Bróðir hans er Ólympíuverðlaunahafinn Jón Margeir Sverrisson. Sverrir rak augun í að ekkert hjól var á ganginum.„Ég fór bara beint út að leita að því. Það var snjókoma í gangi þannig að ég gat elt förin eftir hjólið aftur fyrir blokkina. Þaðan lágu þau að Digranesskóla en vegna þess að það var nýbúið að ryðja hurfu förin og ég gat ekki elt þau lengra," sagði Gísli í viðtali við Vísi á sínum tíma.Málið var tilkynnt til lögreglu en ekkert gerðist fyrr en Gísli fékk símtal frá vini sínum sem hafði fengið boð um að kaupa hjól af sömu gerð á Bland. Vinirnir áttuðu sig á því að allt benti til þess að um hjólið hans Gísla var að ræða og mæltu sér mót við seljandann. Höfðu þeir áður rætt við lögreglu sem var með í för og endurheimti Gísli Freyr hjólið sitt.Þekkti ekki eftirnafn þess sem seldi Í dómnum kemur fram að ákærði hafi sagst hafa keypt hjólið af vini sameiginlegs kunningja á þrjátíu þúsund krónur. Hins vegar sagðist hann aðeins vita fornafn kunningja og hvorki eftirnafn né símanúmer. Fyrir dómi sagðist hann hafa keypt hjólið af manni sem hann kynntist á samskiptasíðu á netinu. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að framburður ákærða fyrir dómi þess efnis að hann hafi ekki vitað að hjólið væri stolið sé ótrúverðugur. Töluvert misræmi komi fram í frásögn hans og auk þess dragi úr trúverðugleika að hann viti ekki föðurnafn eða aðrar upplýsingar um seljanda. Verðmæti hjólsins er töluvert en ákærði sagði í auglýsingu á Bland.is hafa keypt það á um 600 þúsund krónur. Því sé hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða var ljóst að um þýfi var að ræða. Verður hann því sakfelldur fyrir hylmingu. Ákærði á að baki sakaferil og var í september 2013 dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára. Hann rauf því skilorð og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi sem þótti ekki ástæða til að skilorðsbinda í ljósi sakaferils hans.Sverrir Gíslason, faðir Gísla, fagnar niðurstöðunni á Facebook-síðu sinni eins og sjá má hér að neðan.Svei mér þá..... fékk símtal rétt í þessu frá þeirri sem sá um málið er hjólið hans Gísla fannst. Við höfum farið 2x í h...Posted by Sverrir Gislason on Wednesday, October 21, 2015 Tengdar fréttir Kona Stinky endurheimt eftir þrjá mánuði Gísli Freyr Sverrisson endurheimti fokdýrt keppnishjól sitt með hjálp lögreglumanna sem biðu í launsátri á meðan hann fór og hitti þjófinn. 1. febrúar 2014 13:26 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
29 ára gamall karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir hylmingu með því að hafa í vörslu sinni stolið reiðhjól. Reyndi hann að selja hjólið á Bland en eigandi hjólsins sá við honum og kom honum í opna skjöldu þegar salan átti að fara fram.Vísir fjallaði um endurheimt hjólsins í febrúar 2014 og ræddi við eiganda þess Gísla Frey Sverrisson. Ekki var um neitt venjulegt reiðhjól að ræða heldur fjallahjól af gerðinni Kona Stinky að virði hundruð þúsunda króna.Elti förin í snjónum Gísli Freyr hafði skilið hjólið eftir á sjöundu hæð í blokk við Engihjalla í Kópavogi í október 2013. Nokkru síðar kom faðir hans, Sverrir Gíslason heim, nýbúinn að skutla bróður Gísla Freys á sundæfingu. Bróðir hans er Ólympíuverðlaunahafinn Jón Margeir Sverrisson. Sverrir rak augun í að ekkert hjól var á ganginum.„Ég fór bara beint út að leita að því. Það var snjókoma í gangi þannig að ég gat elt förin eftir hjólið aftur fyrir blokkina. Þaðan lágu þau að Digranesskóla en vegna þess að það var nýbúið að ryðja hurfu förin og ég gat ekki elt þau lengra," sagði Gísli í viðtali við Vísi á sínum tíma.Málið var tilkynnt til lögreglu en ekkert gerðist fyrr en Gísli fékk símtal frá vini sínum sem hafði fengið boð um að kaupa hjól af sömu gerð á Bland. Vinirnir áttuðu sig á því að allt benti til þess að um hjólið hans Gísla var að ræða og mæltu sér mót við seljandann. Höfðu þeir áður rætt við lögreglu sem var með í för og endurheimti Gísli Freyr hjólið sitt.Þekkti ekki eftirnafn þess sem seldi Í dómnum kemur fram að ákærði hafi sagst hafa keypt hjólið af vini sameiginlegs kunningja á þrjátíu þúsund krónur. Hins vegar sagðist hann aðeins vita fornafn kunningja og hvorki eftirnafn né símanúmer. Fyrir dómi sagðist hann hafa keypt hjólið af manni sem hann kynntist á samskiptasíðu á netinu. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að framburður ákærða fyrir dómi þess efnis að hann hafi ekki vitað að hjólið væri stolið sé ótrúverðugur. Töluvert misræmi komi fram í frásögn hans og auk þess dragi úr trúverðugleika að hann viti ekki föðurnafn eða aðrar upplýsingar um seljanda. Verðmæti hjólsins er töluvert en ákærði sagði í auglýsingu á Bland.is hafa keypt það á um 600 þúsund krónur. Því sé hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða var ljóst að um þýfi var að ræða. Verður hann því sakfelldur fyrir hylmingu. Ákærði á að baki sakaferil og var í september 2013 dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára. Hann rauf því skilorð og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi sem þótti ekki ástæða til að skilorðsbinda í ljósi sakaferils hans.Sverrir Gíslason, faðir Gísla, fagnar niðurstöðunni á Facebook-síðu sinni eins og sjá má hér að neðan.Svei mér þá..... fékk símtal rétt í þessu frá þeirri sem sá um málið er hjólið hans Gísla fannst. Við höfum farið 2x í h...Posted by Sverrir Gislason on Wednesday, October 21, 2015
Tengdar fréttir Kona Stinky endurheimt eftir þrjá mánuði Gísli Freyr Sverrisson endurheimti fokdýrt keppnishjól sitt með hjálp lögreglumanna sem biðu í launsátri á meðan hann fór og hitti þjófinn. 1. febrúar 2014 13:26 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Kona Stinky endurheimt eftir þrjá mánuði Gísli Freyr Sverrisson endurheimti fokdýrt keppnishjól sitt með hjálp lögreglumanna sem biðu í launsátri á meðan hann fór og hitti þjófinn. 1. febrúar 2014 13:26