Metár í ofbeldi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. október 2015 08:00 Átaksverkefni í miðborginni hófst í sumar. Lögreglan er sýnilegri og ofbeldisbrotum hefur fækkað. vísir/tumi Ofbeldisbrotum hefur fjölgað það sem af er ári 2015 miðað við fyrri ár og stefnir í metár í tilkynningum frá árinu 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun brota er rakin til aukningar í tilkynningum um heimilisofbeldi. Nýtt verklag tók gildi í byrjun árs 2015 um viðbrögð við heimilisofbeldismálum. Greining á verkefninu innan lögreglunnar hefur leitt í ljós að heimilisofbeldismálum fjölgaði ekki í sjálfu sér heldur hafi fleiri treyst sér til að tilkynna lögreglu um ofbeldið, sem í sumum tilvikum hafði staðið yfir í lengri tíma.472 heimilisofbeldismál Það sem af er ári hafa verið skráð 58% fleiri heimilisofbeldismál en bárust allt árið 2014, eða 472 mál. Þótt þessi mikla fjölgun í tilkynningum sé á þessu ári má sjá fjölgun heimilisofbeldisbrota í hruninu eða frá árinu 2010. Það sem af er ári greinir lögregla lítillega aukningu í alvarlegum ofbeldisbrotum en nú þegar eru komnar 118 tilkynningar. Árið 2014 voru tilkynningarnar 151, sem er mesti fjöldi sem lögregla hefur séð á þessu tímabili. Aldrei hafa borist eins margar tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglunnar eins og á árinu 2013 þegar tilkynnt var um 408 brot. Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um kynferðisbrot fjölgaði tilkynningum. Það sem af er ári 2015 hafa 183 tilkynningar borist. Þessi níu ár sem tölfræðin nær yfir (2007-2015) hafa að meðaltali um 40% ofbeldisbrota átt sér stað í miðborginni, en það sem af er ári hafa um 30% brota átt sér stað í miðborginni. Síðastliðið sumar hrinti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu af stað verkefni sem sneri að auknum sýnileika lögreglunnar í miðborginni, meðal annars með því að auka viðveru lögreglu aðfaranótt laugardags og sunnu dags. Markmiðið var meðal annars að reyna að auka öryggi almennings og lögreglumanna við störf í miðborginni. Í mati á verkefninu kemur fram að vegna átaksins séu lögreglumenn fljótari til að sinna útköllum í miðborginni. Meðal annars með því að koma inn í slagsmál áður en upp úr sýður og einnig að komast fyrr á vettvang og ná tali af öllum málsaðilum.Ofbeldi og opnunartími Þau svæði þar sem flest ofbeldisbrot eiga sér stað eru helst í kringum þá skemmtistaði sem opnir eru hvað lengst og hafa leyfi fyrir flestum gestum. Eins á stöðum þar sem fólk safnast saman að næturlagi um helgar eftir að skemmtunum lýkur. Lögreglan nefnir sem dæmi Austurstræti, þar sem margir staðir hafa lengri opnunartíma en ofar á Laugaveginum og Lækjartorg í kringum veitingasölu og bið eftir leigubílum. Rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á að lengri opnunartími skemmtistaða fjölgar ofbeldisbrotum og að styttri opnunartími og minna aðgengi að áfengi fækkar ofbeldisbrotum. Rannsókn í 18 borgum í Noregi sýndi til að mynda fram á að fyrir hvern klukkutíma sem opnunartími var lengdur fjölgaði líkamsárásum um 4,8 miðað við 100.000 íbúa. (Rossow og Norström, 2012). Þessi þróun hefur líka orðið hér á landi. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Ofbeldisbrotum hefur fjölgað það sem af er ári 2015 miðað við fyrri ár og stefnir í metár í tilkynningum frá árinu 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun brota er rakin til aukningar í tilkynningum um heimilisofbeldi. Nýtt verklag tók gildi í byrjun árs 2015 um viðbrögð við heimilisofbeldismálum. Greining á verkefninu innan lögreglunnar hefur leitt í ljós að heimilisofbeldismálum fjölgaði ekki í sjálfu sér heldur hafi fleiri treyst sér til að tilkynna lögreglu um ofbeldið, sem í sumum tilvikum hafði staðið yfir í lengri tíma.472 heimilisofbeldismál Það sem af er ári hafa verið skráð 58% fleiri heimilisofbeldismál en bárust allt árið 2014, eða 472 mál. Þótt þessi mikla fjölgun í tilkynningum sé á þessu ári má sjá fjölgun heimilisofbeldisbrota í hruninu eða frá árinu 2010. Það sem af er ári greinir lögregla lítillega aukningu í alvarlegum ofbeldisbrotum en nú þegar eru komnar 118 tilkynningar. Árið 2014 voru tilkynningarnar 151, sem er mesti fjöldi sem lögregla hefur séð á þessu tímabili. Aldrei hafa borist eins margar tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglunnar eins og á árinu 2013 þegar tilkynnt var um 408 brot. Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um kynferðisbrot fjölgaði tilkynningum. Það sem af er ári 2015 hafa 183 tilkynningar borist. Þessi níu ár sem tölfræðin nær yfir (2007-2015) hafa að meðaltali um 40% ofbeldisbrota átt sér stað í miðborginni, en það sem af er ári hafa um 30% brota átt sér stað í miðborginni. Síðastliðið sumar hrinti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu af stað verkefni sem sneri að auknum sýnileika lögreglunnar í miðborginni, meðal annars með því að auka viðveru lögreglu aðfaranótt laugardags og sunnu dags. Markmiðið var meðal annars að reyna að auka öryggi almennings og lögreglumanna við störf í miðborginni. Í mati á verkefninu kemur fram að vegna átaksins séu lögreglumenn fljótari til að sinna útköllum í miðborginni. Meðal annars með því að koma inn í slagsmál áður en upp úr sýður og einnig að komast fyrr á vettvang og ná tali af öllum málsaðilum.Ofbeldi og opnunartími Þau svæði þar sem flest ofbeldisbrot eiga sér stað eru helst í kringum þá skemmtistaði sem opnir eru hvað lengst og hafa leyfi fyrir flestum gestum. Eins á stöðum þar sem fólk safnast saman að næturlagi um helgar eftir að skemmtunum lýkur. Lögreglan nefnir sem dæmi Austurstræti, þar sem margir staðir hafa lengri opnunartíma en ofar á Laugaveginum og Lækjartorg í kringum veitingasölu og bið eftir leigubílum. Rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á að lengri opnunartími skemmtistaða fjölgar ofbeldisbrotum og að styttri opnunartími og minna aðgengi að áfengi fækkar ofbeldisbrotum. Rannsókn í 18 borgum í Noregi sýndi til að mynda fram á að fyrir hvern klukkutíma sem opnunartími var lengdur fjölgaði líkamsárásum um 4,8 miðað við 100.000 íbúa. (Rossow og Norström, 2012). Þessi þróun hefur líka orðið hér á landi.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði