Arion banki: Óheppilegt að selja til valinna viðskiptavina á lægra gengi skömmu fyrir útboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2015 11:08 Höfuðstöðvar Arion banka. Vísir/Pjetur Arion banki segir að sala á 31 prósent hlut sínum í Símanum hafi verið í samræmi við stefnu bankans, verðlagningin hafi verið eðlileg en hægt sé að taka undir gagnrýni á það að valinn hópur viðskiptavina bankans hafi fengið að kaupa hlutabréf í Símanum á lægra gengi en útboðsgengi. Haldinn var starfsmannafundur í Arion banka þar sem afstaða bankans var kynnt starfsmönnum.Ekki heppilegt að selja til valinna viðskiptavinna skömmu fyrir útboð á lægra gengiÍ tilkynningu frá Arion banka segir að það sé í samræmi við stefnu stjórnar bankans að félögum í óskyldum rekstri skuli eftir föngum vera komið í sem breiðast eignarhald og þau skráð í kauphöll. Arion banki telur að salan á hlut sínum í Símanum hafi tekist vel en verklagi varðandi sölu á stærri eignarhlutum verði breytt í kjölfar gagnrýni. „Sú gagnrýni að ekki hafi allir setið við sama borð hefur ekki farið framhjá stjórnendum bankans. Ekki var heppilegt að selja til viðskiptavina bankans svo skömmu fyrir útboðið á gengi sem svo reyndist nokkuð lægra en niðurstaða útboðsins. Bankinn vanmat hina miklu eftirspurn sem raun varð á. Þessi tilhögun er til skoðunar í bankanum og verður tekið mark á gagnrýninni,“ segir í tilkynningunni.Horft framhjá verðþróun á hlutabréfamarkaðiFjárfestahópur og stjórnendur fengu í ágúst að kaupa 5 prósenta hlut í Símanum á genginu 2,5. Þá fékk valinn hópur viðskiptavina bankans að kaupa 5 prósent til viðbótar á genginu 2,8 krónur á hlut skömmu fyrir útboð. Verðin sem hópunum buðust reyndust nokkuð undir útboðsgengi þar sem meðalverð í útboðinu varð 3,33 krónur á hlut. Arion banki telur að þetta verð sem fjárfestar og stjórnendur Símans greiddu eðlilegt þar sem gengið hafi verið frá samkomulaginu í maí. Hins vegar hafi það dregist fram í ágúst að ganga endanlega frá kaupunum.Síminn var tekinn til viðskipta á Aðallista Kauphallarinnar þann 15. október. Vísir/GVA„Í ofanverðum maí gerði bankinn samkomulag við fjárfestahóp* um kaup á um 5% hlut í Símanum á genginu 2,5 kr/hlut. Verðið í þeim viðskiptum (EV/EBITDA 2014 5,5x) var sambærilegt við verðmat á Vodafone (EV/EBITDA 2014 5,7x) á þeim tímapunkti sem samkomulagið var gert. Því var ekki um neinn afslátt að ræða, sérstaklega í ljósi 18 mánaða söluhamla. Frágangur viðskiptanna dróst, m.a. vegna nokkurs fjölda erlendra kaupenda frá ýmsum löndum. Því var ekki tilkynnt um viðskiptin fyrr en í ágúst og var sú töf óheppileg. Bankinn kom ekki að fjármögnun þessara viðskipta.“ „Í framkominni gagnrýni á verð í umræddum viðskiptum hefur verið horft fram hjá þróun hlutabréfamarkaðarins og Vodafone á því tímabili sem um ræðir. Hlutabréfaverð Vodafone hækkaði um 20% og markaðsvísitalan um 23% frá því í lok maí, þegar ákveðið var að selja 5% í Símanum, þar til útboðið hófst 5. október. Verðhækkun í tilviki Símans frá 2,5 kr/hlut, þegar verð til fjárfestahópsins var ákveðið og síðan upp í 3,1 kr./hlut sem voru efri mörk verðbilsins í útboðinu, var 24%. Ekki er rétt að tala um afslátt í þessu sambandi – svona þróaðist markaðurinn og helsta samanburðarfyrirtækið. Þannig myndu fáir halda því fram nú í október að einstaklingur, sem seldi sinn hlut í Vodafone í maí, hefði verið að gefa kaupandanum 20% afslátt.“ Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað nokkuð frá því að viðskipti með bréfin hófust á markaði. Verð á hlut stendur nú í 3,65 krónur á hlut. Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í dag. 19. október 2015 18:49 Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. 18. október 2015 22:32 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Bjarni: "Bankarnir verða að skilja kall tímans“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að sala Arion banka á bréfum í Símanum til vildarviðskiptavina rétt fyrir skráningu sé til þess fallin að rýra traust á fjármálamarkaði. Hann segir að bankarnir verði að skilja kall tímans og skynja þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. 20. október 2015 19:41 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Arion banki segir að sala á 31 prósent hlut sínum í Símanum hafi verið í samræmi við stefnu bankans, verðlagningin hafi verið eðlileg en hægt sé að taka undir gagnrýni á það að valinn hópur viðskiptavina bankans hafi fengið að kaupa hlutabréf í Símanum á lægra gengi en útboðsgengi. Haldinn var starfsmannafundur í Arion banka þar sem afstaða bankans var kynnt starfsmönnum.Ekki heppilegt að selja til valinna viðskiptavinna skömmu fyrir útboð á lægra gengiÍ tilkynningu frá Arion banka segir að það sé í samræmi við stefnu stjórnar bankans að félögum í óskyldum rekstri skuli eftir föngum vera komið í sem breiðast eignarhald og þau skráð í kauphöll. Arion banki telur að salan á hlut sínum í Símanum hafi tekist vel en verklagi varðandi sölu á stærri eignarhlutum verði breytt í kjölfar gagnrýni. „Sú gagnrýni að ekki hafi allir setið við sama borð hefur ekki farið framhjá stjórnendum bankans. Ekki var heppilegt að selja til viðskiptavina bankans svo skömmu fyrir útboðið á gengi sem svo reyndist nokkuð lægra en niðurstaða útboðsins. Bankinn vanmat hina miklu eftirspurn sem raun varð á. Þessi tilhögun er til skoðunar í bankanum og verður tekið mark á gagnrýninni,“ segir í tilkynningunni.Horft framhjá verðþróun á hlutabréfamarkaðiFjárfestahópur og stjórnendur fengu í ágúst að kaupa 5 prósenta hlut í Símanum á genginu 2,5. Þá fékk valinn hópur viðskiptavina bankans að kaupa 5 prósent til viðbótar á genginu 2,8 krónur á hlut skömmu fyrir útboð. Verðin sem hópunum buðust reyndust nokkuð undir útboðsgengi þar sem meðalverð í útboðinu varð 3,33 krónur á hlut. Arion banki telur að þetta verð sem fjárfestar og stjórnendur Símans greiddu eðlilegt þar sem gengið hafi verið frá samkomulaginu í maí. Hins vegar hafi það dregist fram í ágúst að ganga endanlega frá kaupunum.Síminn var tekinn til viðskipta á Aðallista Kauphallarinnar þann 15. október. Vísir/GVA„Í ofanverðum maí gerði bankinn samkomulag við fjárfestahóp* um kaup á um 5% hlut í Símanum á genginu 2,5 kr/hlut. Verðið í þeim viðskiptum (EV/EBITDA 2014 5,5x) var sambærilegt við verðmat á Vodafone (EV/EBITDA 2014 5,7x) á þeim tímapunkti sem samkomulagið var gert. Því var ekki um neinn afslátt að ræða, sérstaklega í ljósi 18 mánaða söluhamla. Frágangur viðskiptanna dróst, m.a. vegna nokkurs fjölda erlendra kaupenda frá ýmsum löndum. Því var ekki tilkynnt um viðskiptin fyrr en í ágúst og var sú töf óheppileg. Bankinn kom ekki að fjármögnun þessara viðskipta.“ „Í framkominni gagnrýni á verð í umræddum viðskiptum hefur verið horft fram hjá þróun hlutabréfamarkaðarins og Vodafone á því tímabili sem um ræðir. Hlutabréfaverð Vodafone hækkaði um 20% og markaðsvísitalan um 23% frá því í lok maí, þegar ákveðið var að selja 5% í Símanum, þar til útboðið hófst 5. október. Verðhækkun í tilviki Símans frá 2,5 kr/hlut, þegar verð til fjárfestahópsins var ákveðið og síðan upp í 3,1 kr./hlut sem voru efri mörk verðbilsins í útboðinu, var 24%. Ekki er rétt að tala um afslátt í þessu sambandi – svona þróaðist markaðurinn og helsta samanburðarfyrirtækið. Þannig myndu fáir halda því fram nú í október að einstaklingur, sem seldi sinn hlut í Vodafone í maí, hefði verið að gefa kaupandanum 20% afslátt.“ Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað nokkuð frá því að viðskipti með bréfin hófust á markaði. Verð á hlut stendur nú í 3,65 krónur á hlut.
Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í dag. 19. október 2015 18:49 Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. 18. október 2015 22:32 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Bjarni: "Bankarnir verða að skilja kall tímans“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að sala Arion banka á bréfum í Símanum til vildarviðskiptavina rétt fyrir skráningu sé til þess fallin að rýra traust á fjármálamarkaði. Hann segir að bankarnir verði að skilja kall tímans og skynja þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. 20. október 2015 19:41 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
Síminn orðinn 1,6 milljörðum verðmætari Hlutabréf í Símanum hækkuðu um 4,57 prósent í dag. 19. október 2015 18:49
Í fjórða sinn sem Arion selur vildarviðskiptavinum fyrir skráningu Arion banki hefur fjórum sinnum selt hlutabréf á lægra gengi stuttu áður en félag er skráð á markað. Bankinn gerði þetta í tilviki Haga, Eikar, Reita og nú í tilviki Símans. 18. október 2015 22:32
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00
Bjarni: "Bankarnir verða að skilja kall tímans“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að sala Arion banka á bréfum í Símanum til vildarviðskiptavina rétt fyrir skráningu sé til þess fallin að rýra traust á fjármálamarkaði. Hann segir að bankarnir verði að skilja kall tímans og skynja þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. 20. október 2015 19:41