Thorsil fær orkuna frá Landsvirkjun og HS Orku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2015 14:55 Thorsil hefur tryggt sér orku í gegnum Landsvirkjun samþykki ESA samningsdrögin. Vísir/GVA Landsvirkjun og Thorsil hafa komist að samkomulagi um drög að rafmagnssamningi milli félaganna um afhendingu á rafmagni til kísilvers Thorsil í Helguvík. Forstjóri Thorsil hafði áður greint frá því að samningar um orku væru í höfn en vildi ekki upplýsa hvaðan orkan kæmi. Thorsil fær allt að 99 MW en 67 MW koma frá Landsvirkjun en áður hafði náðst samkomulag á milli Thorsil og HS Orku upp á 32 MW. Fyrir lá að að Landsnet sæi um orkuflutning.Miklar deilur hafa staðið yfir í Reykjanesbæ vegna nýju verksmiðjunnar og fól bæjarráð bæjarstjóra að skipuleggja íbúðarkosningu vegna málsins. Kosningin mun fara fram en bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir kosninguna ekki munu hafa neina þýðingu þótt hún fari fram í nóvember.Fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun að Landsvirkjun muni senda samningsdrögin í undirbúningsferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og bíða niðurstöðu stofnunarinnar áður en samningurinn verður tekinn til umfjöllunar og endanlegrar afgreiðslu í stjórn Landsvirkjunar.Undirritun sé háð tilteknum skilyrðum, svo sem samþykki stjórna beggja félaga og að samningurinn uppfylli kröfur og skilyrði ESA.Gangsett snemma árs 2018Ráðgert er að kísilver Thorsil verði gangsett á fyrsta ársfjórðungi 2018. Samkvæmt samningsdrögunum mun Landsvirkjun afhenda Thorsil allt að 67 MW gangi áætlanir eftir. Orkan verður afhent í áföngum úr núverandi aflstöðvakerfi Landsvirkjunar ásamt stækkun sem fyrirhuguð er við Búrfellsvirkjun. Þá er gert ráð fyrir að síðasti áfangi orkuafhendingar Landsvirkjunar verði við gangsetningu Hvammsvirkjunar um mitt ár 2020. Samþykki ESA samningsdrögin verður Thorsil þriðji viðskiptavinur Landsvirkjunar í kísilmálmiðnaði „Við höfum átt gott samstarf við Thorsil og vonum að ESA afgreiði samningsdrögin eins fljótt og unnt er. Samningurinn yrði hagstæður fyrir báða aðila og staðfestir enn á ný þá miklu eftirspurn sem er eftir rafmagni á Íslandi í dag á þeim samkeppnishæfu kjörum sem Landsvirkjun býður,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Umhverfisstofnun veitti Thorsil starfsleyfi til reksturs verksmiðjunnar í september. „Með útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi fyrir kísilverið og gerð samninga um kaup á raforku er undirbúningur verkefnisins nú á lokastigi. Í framhaldinu er gert ráð fyrir hægt verði að undirrita fjármögnunarsamninga á næstu mánuðum og að framkvæmdir hefjist á fyrri helmingi næsta árs“ sagði John Fenger stjórnarformaður Thorsil. Tengdar fréttir Kostnaður við tengingu Thorsil um 2,5 milljarðar Forstjóri Landsnets undirritaði í gær samkomulag um raforkuflutninga fyrir kísilver Thorsil í Helguvík. 20. október 2015 07:00 Íbúar funduðu um verksmiðju Íbúar í Reykjanesbæ funduðu í gærkvöldi um verksmiðju Thorsil í Helguvík út frá áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. 7. október 2015 07:00 Fullyrðir að raforkusamningur sé í höfn Forstjóri Thorsil segir samninga liggja fyrir milli Thorsil og heildsala raforku um afhendingu 87 MW raforku. Ekki er gefið upp hvaðan orkan eigi að koma. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur segjast tryggja Thorsil raforku. 16. október 2015 07:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Landsvirkjun og Thorsil hafa komist að samkomulagi um drög að rafmagnssamningi milli félaganna um afhendingu á rafmagni til kísilvers Thorsil í Helguvík. Forstjóri Thorsil hafði áður greint frá því að samningar um orku væru í höfn en vildi ekki upplýsa hvaðan orkan kæmi. Thorsil fær allt að 99 MW en 67 MW koma frá Landsvirkjun en áður hafði náðst samkomulag á milli Thorsil og HS Orku upp á 32 MW. Fyrir lá að að Landsnet sæi um orkuflutning.Miklar deilur hafa staðið yfir í Reykjanesbæ vegna nýju verksmiðjunnar og fól bæjarráð bæjarstjóra að skipuleggja íbúðarkosningu vegna málsins. Kosningin mun fara fram en bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir kosninguna ekki munu hafa neina þýðingu þótt hún fari fram í nóvember.Fram kemur í tilkynningu frá Landsvirkjun að Landsvirkjun muni senda samningsdrögin í undirbúningsferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og bíða niðurstöðu stofnunarinnar áður en samningurinn verður tekinn til umfjöllunar og endanlegrar afgreiðslu í stjórn Landsvirkjunar.Undirritun sé háð tilteknum skilyrðum, svo sem samþykki stjórna beggja félaga og að samningurinn uppfylli kröfur og skilyrði ESA.Gangsett snemma árs 2018Ráðgert er að kísilver Thorsil verði gangsett á fyrsta ársfjórðungi 2018. Samkvæmt samningsdrögunum mun Landsvirkjun afhenda Thorsil allt að 67 MW gangi áætlanir eftir. Orkan verður afhent í áföngum úr núverandi aflstöðvakerfi Landsvirkjunar ásamt stækkun sem fyrirhuguð er við Búrfellsvirkjun. Þá er gert ráð fyrir að síðasti áfangi orkuafhendingar Landsvirkjunar verði við gangsetningu Hvammsvirkjunar um mitt ár 2020. Samþykki ESA samningsdrögin verður Thorsil þriðji viðskiptavinur Landsvirkjunar í kísilmálmiðnaði „Við höfum átt gott samstarf við Thorsil og vonum að ESA afgreiði samningsdrögin eins fljótt og unnt er. Samningurinn yrði hagstæður fyrir báða aðila og staðfestir enn á ný þá miklu eftirspurn sem er eftir rafmagni á Íslandi í dag á þeim samkeppnishæfu kjörum sem Landsvirkjun býður,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Umhverfisstofnun veitti Thorsil starfsleyfi til reksturs verksmiðjunnar í september. „Með útgáfu Umhverfisstofnunar á starfsleyfi fyrir kísilverið og gerð samninga um kaup á raforku er undirbúningur verkefnisins nú á lokastigi. Í framhaldinu er gert ráð fyrir hægt verði að undirrita fjármögnunarsamninga á næstu mánuðum og að framkvæmdir hefjist á fyrri helmingi næsta árs“ sagði John Fenger stjórnarformaður Thorsil.
Tengdar fréttir Kostnaður við tengingu Thorsil um 2,5 milljarðar Forstjóri Landsnets undirritaði í gær samkomulag um raforkuflutninga fyrir kísilver Thorsil í Helguvík. 20. október 2015 07:00 Íbúar funduðu um verksmiðju Íbúar í Reykjanesbæ funduðu í gærkvöldi um verksmiðju Thorsil í Helguvík út frá áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. 7. október 2015 07:00 Fullyrðir að raforkusamningur sé í höfn Forstjóri Thorsil segir samninga liggja fyrir milli Thorsil og heildsala raforku um afhendingu 87 MW raforku. Ekki er gefið upp hvaðan orkan eigi að koma. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur segjast tryggja Thorsil raforku. 16. október 2015 07:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Kostnaður við tengingu Thorsil um 2,5 milljarðar Forstjóri Landsnets undirritaði í gær samkomulag um raforkuflutninga fyrir kísilver Thorsil í Helguvík. 20. október 2015 07:00
Íbúar funduðu um verksmiðju Íbúar í Reykjanesbæ funduðu í gærkvöldi um verksmiðju Thorsil í Helguvík út frá áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. 7. október 2015 07:00
Fullyrðir að raforkusamningur sé í höfn Forstjóri Thorsil segir samninga liggja fyrir milli Thorsil og heildsala raforku um afhendingu 87 MW raforku. Ekki er gefið upp hvaðan orkan eigi að koma. Hvorki Landsvirkjun né Orkuveita Reykjavíkur segjast tryggja Thorsil raforku. 16. október 2015 07:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur