Innlent

Vill efla tengsl VG við verkalýðshreyfinguna

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason Mynd/Baldur
Vinstri grænir þurfa að efla tengsl sín við verkaflýðshreyfinguna og vill Björn Valur Gíslason, sem endurkjörinn var varaformaður flokkins í dag, beita sér fyrir því. Nokkuð óvænt mótframboð kom fram gegn honum í gær.

Björn Valur Gíslason hefur verið varaformaður flokksins í tvö ár eða frá síðasta landsfundi. Hann lýsti því yfir fyrir nokkru síðan að hann sæktist eftir því að gegna embættinu áfram. Framan af kom ekkert mótframboð gegn honum. Í gærkvöldi skömmu áður en framboðsfrestur rann tilkynnti hins vegar Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, að hún byði sig einnig fram. Kosið var á milli þeirra tveggja í dag og fór svo að Björn Valur sigraði. Alls kusu 153 og hlaut Björn Valur 96 atkvæði en Sóley Björk 50. Restin af atkvæðunum voru annað hvort auð eða ógild. 

Björn segir að hann komi til með að leggja áherslu á nokkur mál á meðan að hann gengir varaformennskunni næstu tvö árin. „ Þá held ég að þessi flokkur þurfi að svona sumu leyti að endurskoða áherslur sínar. Það er að segja að ná sterkari rótum inn til launþegahreyfingarinnar, inn í stéttarbaráttuna, inn á landsbyggðina og atvinnulífið heldur en hefur verið. Það hefur svona verið veika hliðin á okkur,“ segir Björn Valur Gíslason




Fleiri fréttir

Sjá meira


×