Innlent

Steig í hver og brenndist

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamenn að störfum.
Björgunarsveitamenn að störfum. Fréttablaðið/Stefán
Björgunarsveitir fyrir austan fjall voru kallaðar út eftir hádegi á laugardag til að sækja erlendan ferðamann í Reykjadal. Maðurinn, sem var á göngu, steig í hver og brenndist á fæti.

Björgunarsveitir fóru á staðinn ásamt sjúkraflutningamönnum. Sá slasaði var búinn undir flutning og borinn niður, um tveggja kílómetra leið, á bílastæðið við Hveragerði þar sem sjúkrabíll beið hans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×