Hómófóbía og hreinlæti drápu kossaflens íslenskra karla Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2015 23:00 Þessar myndir eru fengnar að láni úr bók Johns Ibson: Picturing Men, en þó svo að þær séu ekki af íslenskum körlum eru þær meðal þess sem kveikti áhuga Helga á rannsóknarefninu. Myndir/Picturing Men Ef marka má fjöldann allan af frásögnum samtímamanna slitnaði vart slefið á milli íslenskra karlmanna undir lok nítjándu aldar. Fjölmargar heimildir bendi til að viðtekin venja hafi verið fyrir íslenska karlmenn að kyssast á munninn í kveðjuskyni – svo viðtekin venja að mörgum sem sóttu landið heim þótti full vel í lagt. En af hverju þykja okkur slík atlot svona fjarlæg í dag? Erum við að verða bældari eða voru íslenskir karlmenn bara samkynhneigðir upp til hópa á ofanverðri nítjándu öld? Ekki ef marka má sagnfræðinginn Helga Hrafn Guðmundsson sem kannaði þessa hegðun íslenskra karlmanna, sem og líkamlega nánd þeirra á milli, í ritgerð sinni frá sagnfræðiskor Háskóla Íslands á dögunum. Þvert á móti hafi kossaflensið verið af vinalegum toga en ekki kynferðislegum. Karlar hafi í það minnsta ekki talið sig samkynhneigða, svo er víst, enda hafi samkynhneigð vart „verið til.“ Helgi leiddi blaðamann Vísis í allan sannleikann um vinaþelið. „Þetta byrjaði allt á því að ég sá rosalega margar lýsingar frá Íslendingum sem eru að tala um þessa hegðun karla í blöðum hér á landi undir lok nítjándu aldar – og það ýmist í hálfgerðum skammartón eða í einhvers konar alþýðufræðsluskyni,“ segir Helgi Hrafn þegar Vísir náði tali af honum undir kvöld. Helgi útskýrir fyrir blaðamanni að í þessum heimildum séu menn töluvert að hneykslast á því að karlar, jafnt sem konur, skuli kyssast jafn mikið og raun ber vitni. Þessi hneykslan sé þó ekki af „hómófóbískum toga“ eins og Helgi kemst að orði, heldur hafi einhverjum þótt það einfaldlega ósiðlegt og jafnvel skítugt. Í ritgerðinni, sem áhugasamir geta nálgast á Skemmunni, greinir Helgi frá nokkrum slíkum lýsingum sem margar hverjar eru myndrænar og allt að því spaugilegar.Helgi Hrafn Guðmundsson með útskriftarskírteinið frá Háskólanum í hönd.mynd/helgiTil að mynda birtist eftirfarandi lýsing í blaðinu Dagskrá árið 1897. Hér mundar „Kveldúlfur“ pennann en Helgi segir það vera dulnefni – líklega fyrir engan annan en athafnamanninn Einar Benediktsson.Hvenær ætla karlmenn að hætta að kyssast hjer eins og unnustufólk, á götum og strætum? Að sjá slíkt meðal siðaðra manna nú í aldarlok er svo mikil furða og viðbjóður, að naumast er hægt að nefna það eða hugsa til þess án flökurleika. Þangbrún brennivínsnef, með slorblautum tóbakslufsum flagsandi fyrir vindi og veðrum, leggjast á misvíxl eins og naglbítskjálkar, og svo eru hvoptarnir látnir hafa það. Það smellur í tanngörðunum og gnestur í banakringlunni, svo hrottaleg eru atlot hinna ókyssilegu slánadóna sem einatt sjást vera að nugga hjer saman á sjer snjáldunum. Holdsveiki, lungnatæring og allskonar næmar sóttir fara rjetta boðleið frá manni til manns með þessum andstyggilegu kossakveðjum gesta og gangandi. Þessar lýsingar hins veraldarvana Einars haldast í hendur við það sem margir útlendingar sem hingað komu höfðu að segja í ferðabókum sínum. Atlot íslensku karlanna komu þeim spánskt fyrir sjónir. Danskur læknir sem sendur var hingað til lands til þess að ráða niðurlögum holdsveikinnar beindi þannig þeim tilmælum til Íslendinga af láta af þessu kossaflensi vildu þeir draga úr smithættu. Þessi vitnisburður, ásamt öðrum heimildum líkt og skrifum Jónasar þjóðháttasafnara frá Hrafnagili, leiddu Helga að þeirri niðurstöðu að kossar íslenskra karlmanna hafi verið viðtekin venja.Líkamleg nánd sem þessi milli karlmanna þótti engan veginn óeðlileg langt fram eftir öldum.mynd/Picturing MenEn af hverju breyttist þetta? Hvers vegna teljast kossar karlmanna, sem ekki eru kærustupar, svona ótrúlega skrýtnir í dag? „Það er margt sem breyttist, sérstaklega á þessum tíma undir lok nítjándu aldar, þegar gamli tíminn mætir þeim nýja,“ útskýrir Helgi. „Evrópskum og vestrænum hugmynda- og menningarheimi skolar yfir landið og það verður rosa hröð nútímavæðing á tiltölulega skömmum tíma,“ segir hann ennfremur. Þessum straumum fylgdi meðal annars hugmyndin um samkynhneigð, það er að fólk gæti yfirhöfuð hneigst að sama kyni. Samkynhneigð sem fyrirbæri fór þannig verið að skjóta rótum á Íslandi – og hræðsla og fyrirlitning á henni sömuleiðis. „Fólk vissi einfaldlega ekki hvað þetta var. Karlar hafa auðvitað verið saman frá aldaöðli en það að einhver hafi verið „samkynhneigður“ og standi í einhverri svona „sódómíu“ – það var nýtt fyrir Íslendingum,“ segir Helgi. Áhugasömum um kossaflens íslenskra karla er sem fyrr bent á ritgerð Helga, „Karlmenn faðmast og kyssast eins og unnustufólk.“ Þá hefur hann skrifað áður um efnið, til að mynda hér á vef Lemúrsins. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Ef marka má fjöldann allan af frásögnum samtímamanna slitnaði vart slefið á milli íslenskra karlmanna undir lok nítjándu aldar. Fjölmargar heimildir bendi til að viðtekin venja hafi verið fyrir íslenska karlmenn að kyssast á munninn í kveðjuskyni – svo viðtekin venja að mörgum sem sóttu landið heim þótti full vel í lagt. En af hverju þykja okkur slík atlot svona fjarlæg í dag? Erum við að verða bældari eða voru íslenskir karlmenn bara samkynhneigðir upp til hópa á ofanverðri nítjándu öld? Ekki ef marka má sagnfræðinginn Helga Hrafn Guðmundsson sem kannaði þessa hegðun íslenskra karlmanna, sem og líkamlega nánd þeirra á milli, í ritgerð sinni frá sagnfræðiskor Háskóla Íslands á dögunum. Þvert á móti hafi kossaflensið verið af vinalegum toga en ekki kynferðislegum. Karlar hafi í það minnsta ekki talið sig samkynhneigða, svo er víst, enda hafi samkynhneigð vart „verið til.“ Helgi leiddi blaðamann Vísis í allan sannleikann um vinaþelið. „Þetta byrjaði allt á því að ég sá rosalega margar lýsingar frá Íslendingum sem eru að tala um þessa hegðun karla í blöðum hér á landi undir lok nítjándu aldar – og það ýmist í hálfgerðum skammartón eða í einhvers konar alþýðufræðsluskyni,“ segir Helgi Hrafn þegar Vísir náði tali af honum undir kvöld. Helgi útskýrir fyrir blaðamanni að í þessum heimildum séu menn töluvert að hneykslast á því að karlar, jafnt sem konur, skuli kyssast jafn mikið og raun ber vitni. Þessi hneykslan sé þó ekki af „hómófóbískum toga“ eins og Helgi kemst að orði, heldur hafi einhverjum þótt það einfaldlega ósiðlegt og jafnvel skítugt. Í ritgerðinni, sem áhugasamir geta nálgast á Skemmunni, greinir Helgi frá nokkrum slíkum lýsingum sem margar hverjar eru myndrænar og allt að því spaugilegar.Helgi Hrafn Guðmundsson með útskriftarskírteinið frá Háskólanum í hönd.mynd/helgiTil að mynda birtist eftirfarandi lýsing í blaðinu Dagskrá árið 1897. Hér mundar „Kveldúlfur“ pennann en Helgi segir það vera dulnefni – líklega fyrir engan annan en athafnamanninn Einar Benediktsson.Hvenær ætla karlmenn að hætta að kyssast hjer eins og unnustufólk, á götum og strætum? Að sjá slíkt meðal siðaðra manna nú í aldarlok er svo mikil furða og viðbjóður, að naumast er hægt að nefna það eða hugsa til þess án flökurleika. Þangbrún brennivínsnef, með slorblautum tóbakslufsum flagsandi fyrir vindi og veðrum, leggjast á misvíxl eins og naglbítskjálkar, og svo eru hvoptarnir látnir hafa það. Það smellur í tanngörðunum og gnestur í banakringlunni, svo hrottaleg eru atlot hinna ókyssilegu slánadóna sem einatt sjást vera að nugga hjer saman á sjer snjáldunum. Holdsveiki, lungnatæring og allskonar næmar sóttir fara rjetta boðleið frá manni til manns með þessum andstyggilegu kossakveðjum gesta og gangandi. Þessar lýsingar hins veraldarvana Einars haldast í hendur við það sem margir útlendingar sem hingað komu höfðu að segja í ferðabókum sínum. Atlot íslensku karlanna komu þeim spánskt fyrir sjónir. Danskur læknir sem sendur var hingað til lands til þess að ráða niðurlögum holdsveikinnar beindi þannig þeim tilmælum til Íslendinga af láta af þessu kossaflensi vildu þeir draga úr smithættu. Þessi vitnisburður, ásamt öðrum heimildum líkt og skrifum Jónasar þjóðháttasafnara frá Hrafnagili, leiddu Helga að þeirri niðurstöðu að kossar íslenskra karlmanna hafi verið viðtekin venja.Líkamleg nánd sem þessi milli karlmanna þótti engan veginn óeðlileg langt fram eftir öldum.mynd/Picturing MenEn af hverju breyttist þetta? Hvers vegna teljast kossar karlmanna, sem ekki eru kærustupar, svona ótrúlega skrýtnir í dag? „Það er margt sem breyttist, sérstaklega á þessum tíma undir lok nítjándu aldar, þegar gamli tíminn mætir þeim nýja,“ útskýrir Helgi. „Evrópskum og vestrænum hugmynda- og menningarheimi skolar yfir landið og það verður rosa hröð nútímavæðing á tiltölulega skömmum tíma,“ segir hann ennfremur. Þessum straumum fylgdi meðal annars hugmyndin um samkynhneigð, það er að fólk gæti yfirhöfuð hneigst að sama kyni. Samkynhneigð sem fyrirbæri fór þannig verið að skjóta rótum á Íslandi – og hræðsla og fyrirlitning á henni sömuleiðis. „Fólk vissi einfaldlega ekki hvað þetta var. Karlar hafa auðvitað verið saman frá aldaöðli en það að einhver hafi verið „samkynhneigður“ og standi í einhverri svona „sódómíu“ – það var nýtt fyrir Íslendingum,“ segir Helgi. Áhugasömum um kossaflens íslenskra karla er sem fyrr bent á ritgerð Helga, „Karlmenn faðmast og kyssast eins og unnustufólk.“ Þá hefur hann skrifað áður um efnið, til að mynda hér á vef Lemúrsins.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði