Framtíðin bíður ekki Læknar á Landspítala skrifar 27. október 2015 07:00 Nú þegar fullnaðarhönnun nýs Landspítala er komin á fullt skrið og tæpt ár er liðið frá samþykkt Alþingis um að framtíðaruppbygging Landspítalans skuli vera við Hringbraut skýtur enn upp kollinum umræða um hvort eigi að byggja þjóðarsjúkrahúsið einhvers staðar annars staðar. Umræðan kemur í sjálfu sér ekki á óvart í jafn flóknu máli, en hitt kemur á óvart að margir virðast ekki þekkja þau margvíslegu rök sem liggja að baki núverandi ákvörðun. Staðsetningin við Hringbraut hefur verið skoðuð af fjölda sérfræðinga og nefndir sem hafa lagst yfir málið hafa í öllum tilvikum komist að sömu niðurstöðu; að Hringbraut sé besti valkosturinn. Í flókinni ákvörðun er hin fullkomna lausn ekki til. Staðsetning við Hringbraut er hins vegar mjög góður kostur og mun betri og ódýrari en aðrir kostir sem hafa verið rækilega athugaðir.Hvatning til stjórnvalda Í síðustu viku birtist opnuauglýsing í stærstu dagblöðum landsins, undir fyrirsögninni Hvikum hvergi. Við styðjum tafarlausa uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Þar skora 366 borgarar þessa lands á stjórnvöld að hvika ekki frá fyrri samþykktum. Þarna skrifuðu meðal annarra undir langflestir heilbrigðisráðherrar og borgarstjórar síðustu ára, fyrrverandi forseti Íslands, fyrrverandi forsætisráðherrar, núverandi borgastjóri, rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, fyrrverandi forstjórar Landspítala, forstjórar annarra heilbrigðisstofnana, landlæknir, fjölmargir starfsmenn og stjórnendur Landspítala auk háskólafólks. Undirskriftasöfnunin tók aðeins tvo sólarhringa og margir fleiri hefðu gjarnan viljað vera með.Hringbraut mjög góður kostur Helstu rökin fyrir staðsetningu við Hringbraut eru eftirfarandi:Uppbygging á öðrum stað tefur uppbyggingu Landspítala. Áætlað er að nýtt staðarval, skipulagsferli, hönnun og útboðsferli seinki uppbyggingu að lágmarki um 5-10 ár. Til þess höfum við ekki tíma því núverandi húsnæði er þegar úr sér gengið og er of lítið. Starfsemin er rekin í 100 húsum á 17 stöðum. Enn eru við lýði fjögurra manna stofur og aðeins 7% herbergja hafa einkasalerni. Deildir eru yfirfullar og sjúklingum er fundinn staður á göngum. Á sama tíma fjölgar þjóðinni hratt og hlutfall eldri borgara eykst. Lélegur aðbúnaður er óásættanlegur fyrir sjúklinga, skerðir gæði þjónustunnar og ógnar öryggi. Þetta er ólíðandi staða sem bregðast verður við strax.Uppbygging þekkingarklasa. Háskólasjúkrahús er ekki eyland, umhverfið skiptir máli. Háskólasjúkrahús þrífast best í sambýli við aðra háskólastarfsemi og gæði heilbrigðisþjónustunnar aukast. Þróun og innleiðing nýrrar þekkingar og meðferðar eru meðal hornsteina háskólastarfs á háskólasjúkrahúsi og kennsla og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum er samofin starfi háskólasjúkrahússins. Háskólastarfið bætir ekki aðeins sjúkrahúsið fyrir sjúklinga, heldur er það mikilvægur hlekkur í vísinda- og nýsköpunarstarfi. Svo kallaðir þekkingarklasar eru öflug aðferð til að ýta undir nýsköpun. Slíkir klasar eru tengdir flestum háskólasjúkrahúsum Norðurlanda.Nýtanlegt byggingarmagn er mest við Hringbraut og kostnaður minni en að byggja annars staðar. Hægt verður að nýta nýlega og velheppnaða byggingu Barnaspítala Hringsins, geðdeildar- og kvennadeildarhús, auk Læknagarðs. Samkvæmt nýlegri skýrslu KPMG reiknast núvirtur byggingarkostnaður 21 milljarði króna hærri á nýjum stað. Áætlað er að 5 til 10 ára töf á verkefninu kosti samfélagið 15-30 milljarða til viðbótar vegna óhagkvæms rekstrar við núverandi aðstæður. Mikil vinna hefur verið lögð í að áætla þarfir spítalans til framtíðar og að húsnæðið verði sem hentugast. Samanburður við sambærileg sjúkrahús á Norðurlöndunum sýnir að nýting fyrirhugaðs húsnæðis er góð og áætlanir hóflegar. Fyrir liggja teikningar sem starfsfólk er ánægt með. Ef tefst að bæta þá aðstöðu sem sjúklingum og starfsfólki er nú búin, er hætta á enn frekari atgervisflótta og að heilbrigðisstarfsmenn sem hlotið hafa sérfræðimenntun við betri aðstæður erlendis snúi ekki heim.Spítalinn liggur vel að helstu umferðaræðum og umferð eykst lítið. Borgaryfirvöld og skipulagssérfræðingar líta á staðsetningu Landspítala við Hringbraut sem einn af lykilþáttum í aðalskipulagi Reykjavíkur. Að Hringbrautarlóðinni liggja stórar samgönguæðar og fyrirhuguð samgöngumiðstöð verður við hlið spítalans. Ekki er talin þörf á meiriháttar umferðarmannvirkjum við flutning á starfsemi úr Fossvogi á Hringbraut. Umferð mun aukast lítið samkvæmt úttekt verkfræðistofunnar Eflu enda eru um 70% starfsemi Landspítala þegar rekin við Hringbraut. Í þessu samhengi má einnig benda á að margfalt fleiri sækja nám og vinnu í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík en á Landspítala.Framkvæmdir vega þyngra en orð Ákvörðun um nýja uppbyggingu Landspítala við Hringbraut er vel ígrunduð og rækilega undirbúin. Staðsetning fellur vel að umferð og borgarskipulagi og ber af sem vettvangur nýsköpunar og háskólastarfs. Lokahönnun er hafin og framkvæmdir handan við hornið. Það er hollt að skiptast á skoðunum og vera ósammála en það kemur að því að sættast verður við fengna niðurstöðu í flóknum málum og halda áfram. Framtíðin bíður ekki.Tómas GuðbjartssonMagnús Karl MagnússonEngilbert SigurðssonAlma D. MöllerUnnur A. ValdimarsdóttirGuðmundur Þorgeirssonprófessorar við læknadeild HÍ og/eða yfirlæknar/stjórnendur við Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar fullnaðarhönnun nýs Landspítala er komin á fullt skrið og tæpt ár er liðið frá samþykkt Alþingis um að framtíðaruppbygging Landspítalans skuli vera við Hringbraut skýtur enn upp kollinum umræða um hvort eigi að byggja þjóðarsjúkrahúsið einhvers staðar annars staðar. Umræðan kemur í sjálfu sér ekki á óvart í jafn flóknu máli, en hitt kemur á óvart að margir virðast ekki þekkja þau margvíslegu rök sem liggja að baki núverandi ákvörðun. Staðsetningin við Hringbraut hefur verið skoðuð af fjölda sérfræðinga og nefndir sem hafa lagst yfir málið hafa í öllum tilvikum komist að sömu niðurstöðu; að Hringbraut sé besti valkosturinn. Í flókinni ákvörðun er hin fullkomna lausn ekki til. Staðsetning við Hringbraut er hins vegar mjög góður kostur og mun betri og ódýrari en aðrir kostir sem hafa verið rækilega athugaðir.Hvatning til stjórnvalda Í síðustu viku birtist opnuauglýsing í stærstu dagblöðum landsins, undir fyrirsögninni Hvikum hvergi. Við styðjum tafarlausa uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Þar skora 366 borgarar þessa lands á stjórnvöld að hvika ekki frá fyrri samþykktum. Þarna skrifuðu meðal annarra undir langflestir heilbrigðisráðherrar og borgarstjórar síðustu ára, fyrrverandi forseti Íslands, fyrrverandi forsætisráðherrar, núverandi borgastjóri, rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík, fyrrverandi forstjórar Landspítala, forstjórar annarra heilbrigðisstofnana, landlæknir, fjölmargir starfsmenn og stjórnendur Landspítala auk háskólafólks. Undirskriftasöfnunin tók aðeins tvo sólarhringa og margir fleiri hefðu gjarnan viljað vera með.Hringbraut mjög góður kostur Helstu rökin fyrir staðsetningu við Hringbraut eru eftirfarandi:Uppbygging á öðrum stað tefur uppbyggingu Landspítala. Áætlað er að nýtt staðarval, skipulagsferli, hönnun og útboðsferli seinki uppbyggingu að lágmarki um 5-10 ár. Til þess höfum við ekki tíma því núverandi húsnæði er þegar úr sér gengið og er of lítið. Starfsemin er rekin í 100 húsum á 17 stöðum. Enn eru við lýði fjögurra manna stofur og aðeins 7% herbergja hafa einkasalerni. Deildir eru yfirfullar og sjúklingum er fundinn staður á göngum. Á sama tíma fjölgar þjóðinni hratt og hlutfall eldri borgara eykst. Lélegur aðbúnaður er óásættanlegur fyrir sjúklinga, skerðir gæði þjónustunnar og ógnar öryggi. Þetta er ólíðandi staða sem bregðast verður við strax.Uppbygging þekkingarklasa. Háskólasjúkrahús er ekki eyland, umhverfið skiptir máli. Háskólasjúkrahús þrífast best í sambýli við aðra háskólastarfsemi og gæði heilbrigðisþjónustunnar aukast. Þróun og innleiðing nýrrar þekkingar og meðferðar eru meðal hornsteina háskólastarfs á háskólasjúkrahúsi og kennsla og þjálfun nemenda í heilbrigðisvísindum er samofin starfi háskólasjúkrahússins. Háskólastarfið bætir ekki aðeins sjúkrahúsið fyrir sjúklinga, heldur er það mikilvægur hlekkur í vísinda- og nýsköpunarstarfi. Svo kallaðir þekkingarklasar eru öflug aðferð til að ýta undir nýsköpun. Slíkir klasar eru tengdir flestum háskólasjúkrahúsum Norðurlanda.Nýtanlegt byggingarmagn er mest við Hringbraut og kostnaður minni en að byggja annars staðar. Hægt verður að nýta nýlega og velheppnaða byggingu Barnaspítala Hringsins, geðdeildar- og kvennadeildarhús, auk Læknagarðs. Samkvæmt nýlegri skýrslu KPMG reiknast núvirtur byggingarkostnaður 21 milljarði króna hærri á nýjum stað. Áætlað er að 5 til 10 ára töf á verkefninu kosti samfélagið 15-30 milljarða til viðbótar vegna óhagkvæms rekstrar við núverandi aðstæður. Mikil vinna hefur verið lögð í að áætla þarfir spítalans til framtíðar og að húsnæðið verði sem hentugast. Samanburður við sambærileg sjúkrahús á Norðurlöndunum sýnir að nýting fyrirhugaðs húsnæðis er góð og áætlanir hóflegar. Fyrir liggja teikningar sem starfsfólk er ánægt með. Ef tefst að bæta þá aðstöðu sem sjúklingum og starfsfólki er nú búin, er hætta á enn frekari atgervisflótta og að heilbrigðisstarfsmenn sem hlotið hafa sérfræðimenntun við betri aðstæður erlendis snúi ekki heim.Spítalinn liggur vel að helstu umferðaræðum og umferð eykst lítið. Borgaryfirvöld og skipulagssérfræðingar líta á staðsetningu Landspítala við Hringbraut sem einn af lykilþáttum í aðalskipulagi Reykjavíkur. Að Hringbrautarlóðinni liggja stórar samgönguæðar og fyrirhuguð samgöngumiðstöð verður við hlið spítalans. Ekki er talin þörf á meiriháttar umferðarmannvirkjum við flutning á starfsemi úr Fossvogi á Hringbraut. Umferð mun aukast lítið samkvæmt úttekt verkfræðistofunnar Eflu enda eru um 70% starfsemi Landspítala þegar rekin við Hringbraut. Í þessu samhengi má einnig benda á að margfalt fleiri sækja nám og vinnu í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík en á Landspítala.Framkvæmdir vega þyngra en orð Ákvörðun um nýja uppbyggingu Landspítala við Hringbraut er vel ígrunduð og rækilega undirbúin. Staðsetning fellur vel að umferð og borgarskipulagi og ber af sem vettvangur nýsköpunar og háskólastarfs. Lokahönnun er hafin og framkvæmdir handan við hornið. Það er hollt að skiptast á skoðunum og vera ósammála en það kemur að því að sættast verður við fengna niðurstöðu í flóknum málum og halda áfram. Framtíðin bíður ekki.Tómas GuðbjartssonMagnús Karl MagnússonEngilbert SigurðssonAlma D. MöllerUnnur A. ValdimarsdóttirGuðmundur Þorgeirssonprófessorar við læknadeild HÍ og/eða yfirlæknar/stjórnendur við Landspítala
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun