Acura NSX snýr aftur Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2015 10:38 Acura er undirmerki Honda og fyrirtækið framleiddi hinn goðsagnarkennda Acura NSX sportbíl á árunum 1990 til 2005. Hann hefur því ekki verið í framleiðslu í 10 ár en nú er komið að upprisu hans. Acura NSX fer í sölu næsta vor og þá sem árgerð 2017. Acura NSX er ekkert lamb að leika sér við með sína 573 hestafla drifrás. Hún samanstendur af 500 hestafla, 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum, en auk þess eru 3 rafmótorar sem hleðst inná við akstur, en er þó ekki hægt að stinga í samband. Níu gíra sjálfskipting er í bílnum, en einnig má beinskipta honum með flipaskiptum í stýri. Þyngd bílsins er 1.725 kíló og dreifast 42% þess á framöxulinn og 58% á afturöxulinn. Þessi bíll er einskonar ofurbíll og er aðeins fyrir tvo og með tvær hurðir. Acura NSX er aðallega ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað líkt og aðrir Acura bílar og er framleiddur í Ohio þar í landi. Sjá má reynsluakstur Acura NSX í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Acura er undirmerki Honda og fyrirtækið framleiddi hinn goðsagnarkennda Acura NSX sportbíl á árunum 1990 til 2005. Hann hefur því ekki verið í framleiðslu í 10 ár en nú er komið að upprisu hans. Acura NSX fer í sölu næsta vor og þá sem árgerð 2017. Acura NSX er ekkert lamb að leika sér við með sína 573 hestafla drifrás. Hún samanstendur af 500 hestafla, 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum, en auk þess eru 3 rafmótorar sem hleðst inná við akstur, en er þó ekki hægt að stinga í samband. Níu gíra sjálfskipting er í bílnum, en einnig má beinskipta honum með flipaskiptum í stýri. Þyngd bílsins er 1.725 kíló og dreifast 42% þess á framöxulinn og 58% á afturöxulinn. Þessi bíll er einskonar ofurbíll og er aðeins fyrir tvo og með tvær hurðir. Acura NSX er aðallega ætlaður fyrir Bandaríkjamarkað líkt og aðrir Acura bílar og er framleiddur í Ohio þar í landi. Sjá má reynsluakstur Acura NSX í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira