Viðskipti innlent

Kynnir undanþágur fyrir þingnefnd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson kynnir efni bréfs Seðlabankans fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í dag.
Bjarni Benediktsson kynnir efni bréfs Seðlabankans fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í dag. vísir/pjetur
Á fundi klukkan ellefu kynnir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra efnahags- og viðskiptanefnd undanþágur sem slitabú föllnu bankanna munu fá frá gjaldeyrishöftum vegna slita búanna. Málið verður svo kynnt fjölmiðlum klukkan þrjú.

Eins og fram kom á Vísi í gær fékk ráðherra bréf frá Seðlabanka Íslands í gær.  Bréfunum fylgir greinargerð um áhrif af uppgjöri þessara búa á greiðslujöfnuð og fjármálastöðugleika.

Með bréfunum efndi Seðlabanki Íslands lögboðna skyldu til samráðs um veitingu undanþága á grundvelli laga um gjaldeyrismál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×