Mitsubishi með meiri veltu en minni hagnað Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 14:33 Mitsubishi Outlander PHEV. Það fer ekki alltaf saman aukin velta og aukinn hagnaður og það sannast í tilfelli Mitsubishi á þriðja ársfjórðungi þessa árs, sem lauk 30. september. Hagnaður fyrirtækisns minnkaði um 14% þrátt fyrir 9,2% aukningu í veltu á milli ára. Hagnaðurinn nam 29,2 milljörðum króna en veltan 591,4 milljörðum. Því er hagnaður af veltu nú um 4,9%, sem telst alveg viðunandi í bílageiranum, en er þó ekki viðlíka hár og í tilfelli t.d. Porsche og Audi. Mitsubishi segir að ástæða falls í hagnaði megi rekja til aukins kostnaður tengdum gæðamálum og innköllunum bíla. Sala Mitsubishi jókst á þessum ársfjórðungi í Bandaríkjunum og vesturhluta Evrópu, en minnkaði reyndar í Evrópu allri og Asíu og þar með talið í heimalandinu Japan. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent
Það fer ekki alltaf saman aukin velta og aukinn hagnaður og það sannast í tilfelli Mitsubishi á þriðja ársfjórðungi þessa árs, sem lauk 30. september. Hagnaður fyrirtækisns minnkaði um 14% þrátt fyrir 9,2% aukningu í veltu á milli ára. Hagnaðurinn nam 29,2 milljörðum króna en veltan 591,4 milljörðum. Því er hagnaður af veltu nú um 4,9%, sem telst alveg viðunandi í bílageiranum, en er þó ekki viðlíka hár og í tilfelli t.d. Porsche og Audi. Mitsubishi segir að ástæða falls í hagnaði megi rekja til aukins kostnaður tengdum gæðamálum og innköllunum bíla. Sala Mitsubishi jókst á þessum ársfjórðungi í Bandaríkjunum og vesturhluta Evrópu, en minnkaði reyndar í Evrópu allri og Asíu og þar með talið í heimalandinu Japan.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent