Landspítalinn – Hin sorglega staðreynd málsins Eymundur Sveinn Leifsson skrifar 29. október 2015 07:00 Nýlega uppgötvaðist myglusveppur í enn einni byggingu Landspítalans á Hringbraut. Í þetta skiptið á Eiríksgötu þar sem augnskurðdeild og -göngudeild hefur húsaskjól. Það er því ekki nema von að manni bregði við að sjá á fjórða hundrað manns skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að hvika hvergi frá núverandi áformum um að byggja við Hringbraut. Á listanum voru meðal annars fyrrverandi borgarstjóri, fyrrverandi ráðherrar og margir forystumenn innan Landspítalans. Frú Vigdís skrifaði meira að segja undir! Mér er brugðið vegna þess að í Hringbrautarlausninni felst að byggt verði við núverandi húsakost á Hringbraut. Þá verður sýnilega myglusveppnum mokað út úr gömlu byggingunum og þær gerðar upp enda munu þær flestar standa áfram. Samkvæmt áætlun munu framkvæmdir við viðbyggingar og endurbætur taka næstu 10 árin. Haldi þær áætlanir munum við árið 2025 standa uppi með einn stóran Landspítala sem reyndar verður undir hátt á annan tug húsþaka. Ég er einn þeirra sem finnst þetta galin hugmynd. Það er að segja, hún er galin þegar hún er borin saman við það að byggja nýjan spítala frá grunni á besta mögulega stað. Mér finnst í raun Hringbrautarlausnin ætla að taka alveg ævintýralega langan tíma miðað við umfang og gæði lausnarinnar. Þegar uppi verður staðið mun Íslendingum hafa tekist að eyða 25 árum í skipulagningu og framkvæmd á plástrun Landspítalans. Réttara væri kannski að líkja framkvæmdinni við að setja spítalann á hækjur. Hann mun áfram ganga en þó ekki eins og best verður á kosið. Þetta er einfaldlega ekki ásættanlegt. Hér gæti ég farið að telja saman krónur og aura og bent á að ódýrara sé, bæði til langs og skamms tíma, að byggja nýjan spítala á besta stað. Ég gæti talað um umferðarteppur, þyrlupalla, betri nýtingu á byggingarlóðinni á Hringbraut og þess háttar. Gegn betri sannfæringu ætla ég hins vegar ekki að gera það. Því þetta eru allt saman breytur í reiknistykki. Breytur sem taka gildi út frá ákveðnum forsendum.Búa við hálfgerða ofsahræðslu Í reiknistykkinu er þó einn fasti. Fasti sem oft gleymist í umræðunni en er auðvitað aðalatriðið. Aðbúnaður sjúklinga og starfsmanna spítalans. Mér er það mjög til efs að nokkur maður láti sér detta í hug að Hringbrautarlausnin bjóði upp á jafn góðan aðbúnað fyrir sjúklinga og starfsmenn. Ég efast raunar um að það finnist sá heilbrigðisstarfsmaður sem telur lausnina samanburðarhæfa við það að byggja nýtt þegar kemur að þessum þætti. En þá er eðlilegt að spyrja sig: Hvers vegna í ósköpunum vill allt þetta ágæta fólk hvergi hvika frá núverandi áformum? Undirritaður hefur eins og langflestir Reykvíkingar bein tengsl inn á Landspítalann. Ég á nána vini, ættingja og kunningja sem vinna á spítalanum og ég hef rætt við ansi marga um þetta mál. Þeir sem styðja Hringbraut eiga það allir sameiginlegt að þeim finnst sú leið ekki besta lausnin. Aftur á móti eiga þeir það einnig sameiginlegt að búa við hálfgerða ofsahræðslu um að verði ákveðið að fara í staðarval og byggja nýtt muni það tefja málið um fjölda ára. Þetta er afar skiljanlegt þegar maður talar við einstakling sem starfað hefur á Landspítalanum síðustu tuttugu árin. Á þeim tíma hafa nefnilega loforð um umbætur á húsa- og tækjakosti ekki haldið og maður áttar sig á því að ef ekki væri fyrir Kiwanis og Oddfellow (og önnur slík samtök) þá stæðum við líklega nær þróunarríkjum heldur en nágrannalöndunum þegar kemur að tækjakosti Landspítalans.Knúin til að beygja sig Í mínum huga er þetta afar sorgleg staðreynd. Landspítalinn er eini raunhæfi vinnustaðurinn fyrir þetta fólk og sér það sig knúið til að beygja sig undir þessa lausn. Einfaldlega vegna þess að trúin á að þjóðin nái að fylgja eftir stóru verkefni eins og að byggja nýjan Landspítala innan skikkanlegs tímaramma er akkúrat engin. Fyrir mér er málið í höndum stjórnvalda og þjóðarinnar. Ef vilji er til staðar má auðveldlega reisa nýjan og glæsilegan spítala áður en árið 2023 gengur í garð. Í Kalnes í Noregi tókst þeim að byggja nýjan spítala frá grunni á 5 árum. Spítala sem er töluvert stærri en samanlögð stærð áætlaðra viðbygginga við Landspítalann. Fleiri dæmi mætti hæglega taka til í þessu sambandi. Færum við þá leið af fullri alvöru er ég ekki bara þess fullviss að það muni koma betur við þjóðarbúskapinn heldur muni sú lausn pottþétt veita okkur besta möguleikann á fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu næstu áratugina. Ég get hreinlega ekki sætt mig við að það taki 10 ár héðan í frá að stoppa í götin á Hringbraut. Það er glórulaust miðað við gæði og umfang verkefnisins. Þess vegna skora ég á stjórnvöld að byggja besta spítalann á besta staðnum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýlega uppgötvaðist myglusveppur í enn einni byggingu Landspítalans á Hringbraut. Í þetta skiptið á Eiríksgötu þar sem augnskurðdeild og -göngudeild hefur húsaskjól. Það er því ekki nema von að manni bregði við að sjá á fjórða hundrað manns skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að hvika hvergi frá núverandi áformum um að byggja við Hringbraut. Á listanum voru meðal annars fyrrverandi borgarstjóri, fyrrverandi ráðherrar og margir forystumenn innan Landspítalans. Frú Vigdís skrifaði meira að segja undir! Mér er brugðið vegna þess að í Hringbrautarlausninni felst að byggt verði við núverandi húsakost á Hringbraut. Þá verður sýnilega myglusveppnum mokað út úr gömlu byggingunum og þær gerðar upp enda munu þær flestar standa áfram. Samkvæmt áætlun munu framkvæmdir við viðbyggingar og endurbætur taka næstu 10 árin. Haldi þær áætlanir munum við árið 2025 standa uppi með einn stóran Landspítala sem reyndar verður undir hátt á annan tug húsþaka. Ég er einn þeirra sem finnst þetta galin hugmynd. Það er að segja, hún er galin þegar hún er borin saman við það að byggja nýjan spítala frá grunni á besta mögulega stað. Mér finnst í raun Hringbrautarlausnin ætla að taka alveg ævintýralega langan tíma miðað við umfang og gæði lausnarinnar. Þegar uppi verður staðið mun Íslendingum hafa tekist að eyða 25 árum í skipulagningu og framkvæmd á plástrun Landspítalans. Réttara væri kannski að líkja framkvæmdinni við að setja spítalann á hækjur. Hann mun áfram ganga en þó ekki eins og best verður á kosið. Þetta er einfaldlega ekki ásættanlegt. Hér gæti ég farið að telja saman krónur og aura og bent á að ódýrara sé, bæði til langs og skamms tíma, að byggja nýjan spítala á besta stað. Ég gæti talað um umferðarteppur, þyrlupalla, betri nýtingu á byggingarlóðinni á Hringbraut og þess háttar. Gegn betri sannfæringu ætla ég hins vegar ekki að gera það. Því þetta eru allt saman breytur í reiknistykki. Breytur sem taka gildi út frá ákveðnum forsendum.Búa við hálfgerða ofsahræðslu Í reiknistykkinu er þó einn fasti. Fasti sem oft gleymist í umræðunni en er auðvitað aðalatriðið. Aðbúnaður sjúklinga og starfsmanna spítalans. Mér er það mjög til efs að nokkur maður láti sér detta í hug að Hringbrautarlausnin bjóði upp á jafn góðan aðbúnað fyrir sjúklinga og starfsmenn. Ég efast raunar um að það finnist sá heilbrigðisstarfsmaður sem telur lausnina samanburðarhæfa við það að byggja nýtt þegar kemur að þessum þætti. En þá er eðlilegt að spyrja sig: Hvers vegna í ósköpunum vill allt þetta ágæta fólk hvergi hvika frá núverandi áformum? Undirritaður hefur eins og langflestir Reykvíkingar bein tengsl inn á Landspítalann. Ég á nána vini, ættingja og kunningja sem vinna á spítalanum og ég hef rætt við ansi marga um þetta mál. Þeir sem styðja Hringbraut eiga það allir sameiginlegt að þeim finnst sú leið ekki besta lausnin. Aftur á móti eiga þeir það einnig sameiginlegt að búa við hálfgerða ofsahræðslu um að verði ákveðið að fara í staðarval og byggja nýtt muni það tefja málið um fjölda ára. Þetta er afar skiljanlegt þegar maður talar við einstakling sem starfað hefur á Landspítalanum síðustu tuttugu árin. Á þeim tíma hafa nefnilega loforð um umbætur á húsa- og tækjakosti ekki haldið og maður áttar sig á því að ef ekki væri fyrir Kiwanis og Oddfellow (og önnur slík samtök) þá stæðum við líklega nær þróunarríkjum heldur en nágrannalöndunum þegar kemur að tækjakosti Landspítalans.Knúin til að beygja sig Í mínum huga er þetta afar sorgleg staðreynd. Landspítalinn er eini raunhæfi vinnustaðurinn fyrir þetta fólk og sér það sig knúið til að beygja sig undir þessa lausn. Einfaldlega vegna þess að trúin á að þjóðin nái að fylgja eftir stóru verkefni eins og að byggja nýjan Landspítala innan skikkanlegs tímaramma er akkúrat engin. Fyrir mér er málið í höndum stjórnvalda og þjóðarinnar. Ef vilji er til staðar má auðveldlega reisa nýjan og glæsilegan spítala áður en árið 2023 gengur í garð. Í Kalnes í Noregi tókst þeim að byggja nýjan spítala frá grunni á 5 árum. Spítala sem er töluvert stærri en samanlögð stærð áætlaðra viðbygginga við Landspítalann. Fleiri dæmi mætti hæglega taka til í þessu sambandi. Færum við þá leið af fullri alvöru er ég ekki bara þess fullviss að það muni koma betur við þjóðarbúskapinn heldur muni sú lausn pottþétt veita okkur besta möguleikann á fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu næstu áratugina. Ég get hreinlega ekki sætt mig við að það taki 10 ár héðan í frá að stoppa í götin á Hringbraut. Það er glórulaust miðað við gæði og umfang verkefnisins. Þess vegna skora ég á stjórnvöld að byggja besta spítalann á besta staðnum!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar