Cox og Guð Valgarður Guðjónsson skrifar 29. október 2015 07:00 Þórir Stephensen ritar grein í Fréttablaðið 27. október þar sem hann leggur út af því að prófessor Brian Cox hafi sagt að það sé barnalegt að afneita tilvist guðs. Nú er þetta auðvitað lýsandi dæmi um rökleysuna „tilvitnun í vald“ („Appeal to authority“ / „Ad Verecundiam“) þar sem reynt er að færa rök fyrir einhverju með því að vitna í einhvern einstakling sem þykir merkilegur. Þetta er rökleysa vegna þess að skoðun einhvers er aldrei sönnun fyrir neinu með eða á móti. Rökleysan er svo enn verri þegar vísað er í einhvern sem sérfræðing á allt öðru sviði en hann hefur sérstaka þekkingu á. Skoðun Cox á tilvist guðs, til eða frá, er ekkert merkilegri en skoðun mín eða Þóris. Enginn okkar hefur nokkra minnstu sönnun á tilvist, eða ekki tilvist, guðlegrar veru. Þannig skiptir skoðun Cox engu meira máli en skoðun mín eða Þóris. Og er ekki tilefni til að skrifa blaðagreinar. Það er hins vegar fín hugmynd að vinna heimavinnuna sína áður en rokið er upp til handa og fóta að skrifa blaðagreinar.Nóg af tilvitnunum Ef Þórir leggur svona mikið upp úr skoðunum Cox og telur fullyrðingar hans eitthvað til að taka bókstaflega og til fyrirmyndar, þá tekur Þórir kannski líka mark á Cox í fjölmörgum viðtölum, þáttum og greinum þar sem hann segir að það séu nú engin æðri máttarvöld þarna uppi, talar um mikilvægi aðferða vísindanna í stað trúar og fordæmir yfirgang í nafni trúarbragða. Það er nóg að gúgla „Brian Cox God“. Nóg er af tilvitnunum og auðvitað YouTube-klippum, þar sem Cox kynnir sínar skoðanir afdráttarlaust og milliliðalaust. Ég veit reyndar að dagblaðið Telegraph hafði eitthvað þessu líkt eftir honum, án þess að ég þekki samhengið. En það er auðvitað langur vegur frá því að segjast ekki afneita einhverju yfir í það að segja að eitthvað sé til. Ég er til dæmis trúlaus, hef enga trú á yfirnáttúrulegum verum, hvað þá þeim sem trúarbrögðin hafa verið að reyna að skilgreina. En ég fullyrði auðvitað ekkert um að það geti ekki verið til. Ég afneita því til dæmis ekki að Loch Ness-skrímslið sé til. En mér dettur samt ekki í hug að það sé eitthvert skrímsli í Loch Ness. Það voru nefnilega fréttir um að hann myndi hugsanlega leika guð í sýningu Monty Python. Ætli hann hafi ekki bara verið að tala um hlutverkið sitt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þórir Stephensen ritar grein í Fréttablaðið 27. október þar sem hann leggur út af því að prófessor Brian Cox hafi sagt að það sé barnalegt að afneita tilvist guðs. Nú er þetta auðvitað lýsandi dæmi um rökleysuna „tilvitnun í vald“ („Appeal to authority“ / „Ad Verecundiam“) þar sem reynt er að færa rök fyrir einhverju með því að vitna í einhvern einstakling sem þykir merkilegur. Þetta er rökleysa vegna þess að skoðun einhvers er aldrei sönnun fyrir neinu með eða á móti. Rökleysan er svo enn verri þegar vísað er í einhvern sem sérfræðing á allt öðru sviði en hann hefur sérstaka þekkingu á. Skoðun Cox á tilvist guðs, til eða frá, er ekkert merkilegri en skoðun mín eða Þóris. Enginn okkar hefur nokkra minnstu sönnun á tilvist, eða ekki tilvist, guðlegrar veru. Þannig skiptir skoðun Cox engu meira máli en skoðun mín eða Þóris. Og er ekki tilefni til að skrifa blaðagreinar. Það er hins vegar fín hugmynd að vinna heimavinnuna sína áður en rokið er upp til handa og fóta að skrifa blaðagreinar.Nóg af tilvitnunum Ef Þórir leggur svona mikið upp úr skoðunum Cox og telur fullyrðingar hans eitthvað til að taka bókstaflega og til fyrirmyndar, þá tekur Þórir kannski líka mark á Cox í fjölmörgum viðtölum, þáttum og greinum þar sem hann segir að það séu nú engin æðri máttarvöld þarna uppi, talar um mikilvægi aðferða vísindanna í stað trúar og fordæmir yfirgang í nafni trúarbragða. Það er nóg að gúgla „Brian Cox God“. Nóg er af tilvitnunum og auðvitað YouTube-klippum, þar sem Cox kynnir sínar skoðanir afdráttarlaust og milliliðalaust. Ég veit reyndar að dagblaðið Telegraph hafði eitthvað þessu líkt eftir honum, án þess að ég þekki samhengið. En það er auðvitað langur vegur frá því að segjast ekki afneita einhverju yfir í það að segja að eitthvað sé til. Ég er til dæmis trúlaus, hef enga trú á yfirnáttúrulegum verum, hvað þá þeim sem trúarbrögðin hafa verið að reyna að skilgreina. En ég fullyrði auðvitað ekkert um að það geti ekki verið til. Ég afneita því til dæmis ekki að Loch Ness-skrímslið sé til. En mér dettur samt ekki í hug að það sé eitthvert skrímsli í Loch Ness. Það voru nefnilega fréttir um að hann myndi hugsanlega leika guð í sýningu Monty Python. Ætli hann hafi ekki bara verið að tala um hlutverkið sitt!
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar