Vandanum verður eytt með samningum við kröfuhafana Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2015 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu afstöðu sína til undanþágubeiðna slitabúanna á fundi í Hannesarholti í gær. Fréttablaðið/GVA Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að fallast á undanþágubeiðnir kröfuhafa föllnu viðskiptabankanna þriggja frá gjaldeyrishöftum. Slík undanþága er forsenda þess að hægt sé að slíta búunum. „Seðlabankinn telur að með þessari aðferðarfræði sé vandinn leystur og það er af þeirri ástæðu sem ég hef kynnt efnahags- og viðskiptanefnd að ég styðji það að slitabúum verði gert kleift að ganga til nauðasamninga og leysa málin með stöðugleikaframlaginu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. Á fundinum var kynnt afstaða Seðlabankans og ráðherra kynnt. Már Guðmundsson seðlabankastjóri greindi frá því á blaðamannafundinum að aðgerðir, sem ráðist yrði í til að uppfylla stöðugleikaskilyrðin vegna undanþáganna, næmu hið minnsta 856 milljörðum króna. Þar af er stöðugleikaframlag til stjórnvalda sem mun nema að minnsta kosti rétt tæplega 500 milljörðum króna. Lánafyrirgreiðslur sem stjórnvöld veittu nýju bönkunum árið 2009 eru greiddar til baka og nema þær greiðslur 74 milljörðum króna. Langtímafjárfestingar kröfuhafa í íslenska hagkerfinu nema svo 226 milljörðum. Seðlabankastjóri sagði að með þessum aðgerðum yrði greiðslujafnaðaráhrifum algerlega eytt og rétt rúmlega það því að vandinn væri ekki nema 815 milljarðar króna. Vegna aðgerðanna yrði því 41 milljarðs króna afgangur sem yrði nýttur til að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. Og seðlabankastjóri sagði að aðgerðirnar hefðu fleiri jákvæð áhrif. „Hrein skuldastaða þjóðarbúsins lækkar úr tæplega þriðjungi af landsframleiðslu í ár í undir tíu prósent á næsta ári,“ sagði Már. Hann benti á að það væri þó ekki allt vegna þessa uppgjörs. Gert væri ráð fyrir að landsframleiðslan myndi aukast og búist væri við viðskiptaafgangi. „Þetta er lægsta skuldastaða síðan á síldarárunum á sjöunda áratug síðasta aldar,“ sagði Már. Stöðugleikaskilyrðin fela líka í sér að slitastjórnir, fyrir hönd kröfuhafa, munu samhliða nauðasamningi afhenda yfirlýsingar þar sem íslensk stjórnvöld eru leyst undan allri ábyrgð. Þetta varðar allt sem snertir slitaferlið, tilvist fjármagnshafta, stöðugleikaskilyrðin, undanþáguveitingar og fyrirhugaða nauðasamninga. Þegar stöðugleikaskilyrðin voru kynnt í júní var gert ráð fyrir að nauðasamningar yrðu kláraðir fyrir áramót, ellegar yrði stöðugleikaskattur lagður á. Einungis tveir mánuðir eru eftir af árinu og ólíklegt að sá tímarammi sem áætlaður var muni halda. Eftir að Bjarni Benediktsson hefur tilkynnt Seðlabankanum formlega afstöðu sína munu slitabúin fá málið á sitt borð. Þau munu þá ljúka gerð nauðasamninga og fara með þá fyrir dómstóla til endanlegrar afgreiðslu. „Og því er ekki að neita að við höfum nokkrar áhyggjur af því á þessari stundu að dómstólarnir verði settir í talsverða tímaþröng til að taka til meðferðar og afgreiðslu þessi stærstu slitabú Íslandssögunnar,“ sagði Bjarni. Það væri því eðlilegt að veita viðbótarfresti til þess að ljúka ferlinu. „Þó ekki væri nema til þess að dómstólar fengju sanngjarnan og hæfilegan tíma til að vinna sitt verk eftir að slitabúin hafa komist að sinni niðurstöðu,“ sagði Bjarni. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að fallast á undanþágubeiðnir kröfuhafa föllnu viðskiptabankanna þriggja frá gjaldeyrishöftum. Slík undanþága er forsenda þess að hægt sé að slíta búunum. „Seðlabankinn telur að með þessari aðferðarfræði sé vandinn leystur og það er af þeirri ástæðu sem ég hef kynnt efnahags- og viðskiptanefnd að ég styðji það að slitabúum verði gert kleift að ganga til nauðasamninga og leysa málin með stöðugleikaframlaginu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á fundi með blaðamönnum í gær. Á fundinum var kynnt afstaða Seðlabankans og ráðherra kynnt. Már Guðmundsson seðlabankastjóri greindi frá því á blaðamannafundinum að aðgerðir, sem ráðist yrði í til að uppfylla stöðugleikaskilyrðin vegna undanþáganna, næmu hið minnsta 856 milljörðum króna. Þar af er stöðugleikaframlag til stjórnvalda sem mun nema að minnsta kosti rétt tæplega 500 milljörðum króna. Lánafyrirgreiðslur sem stjórnvöld veittu nýju bönkunum árið 2009 eru greiddar til baka og nema þær greiðslur 74 milljörðum króna. Langtímafjárfestingar kröfuhafa í íslenska hagkerfinu nema svo 226 milljörðum. Seðlabankastjóri sagði að með þessum aðgerðum yrði greiðslujafnaðaráhrifum algerlega eytt og rétt rúmlega það því að vandinn væri ekki nema 815 milljarðar króna. Vegna aðgerðanna yrði því 41 milljarðs króna afgangur sem yrði nýttur til að styrkja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans. Og seðlabankastjóri sagði að aðgerðirnar hefðu fleiri jákvæð áhrif. „Hrein skuldastaða þjóðarbúsins lækkar úr tæplega þriðjungi af landsframleiðslu í ár í undir tíu prósent á næsta ári,“ sagði Már. Hann benti á að það væri þó ekki allt vegna þessa uppgjörs. Gert væri ráð fyrir að landsframleiðslan myndi aukast og búist væri við viðskiptaafgangi. „Þetta er lægsta skuldastaða síðan á síldarárunum á sjöunda áratug síðasta aldar,“ sagði Már. Stöðugleikaskilyrðin fela líka í sér að slitastjórnir, fyrir hönd kröfuhafa, munu samhliða nauðasamningi afhenda yfirlýsingar þar sem íslensk stjórnvöld eru leyst undan allri ábyrgð. Þetta varðar allt sem snertir slitaferlið, tilvist fjármagnshafta, stöðugleikaskilyrðin, undanþáguveitingar og fyrirhugaða nauðasamninga. Þegar stöðugleikaskilyrðin voru kynnt í júní var gert ráð fyrir að nauðasamningar yrðu kláraðir fyrir áramót, ellegar yrði stöðugleikaskattur lagður á. Einungis tveir mánuðir eru eftir af árinu og ólíklegt að sá tímarammi sem áætlaður var muni halda. Eftir að Bjarni Benediktsson hefur tilkynnt Seðlabankanum formlega afstöðu sína munu slitabúin fá málið á sitt borð. Þau munu þá ljúka gerð nauðasamninga og fara með þá fyrir dómstóla til endanlegrar afgreiðslu. „Og því er ekki að neita að við höfum nokkrar áhyggjur af því á þessari stundu að dómstólarnir verði settir í talsverða tímaþröng til að taka til meðferðar og afgreiðslu þessi stærstu slitabú Íslandssögunnar,“ sagði Bjarni. Það væri því eðlilegt að veita viðbótarfresti til þess að ljúka ferlinu. „Þó ekki væri nema til þess að dómstólar fengju sanngjarnan og hæfilegan tíma til að vinna sitt verk eftir að slitabúin hafa komist að sinni niðurstöðu,“ sagði Bjarni.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði