Methagnaður Skoda Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2015 11:22 Svona gæti 7 sæta jeppi Skoda litið út. carwow Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hagnaðist tékkneski bílaframleiðandinn Skoda meira en fyrirtækið hefur áður gert á sama tíma. Hagnaður Skoda nam 104 milljörðum króna og jókst hann um 12,7% frá síðasta ári. Skoda seldi 791.500 bíla á þessum 9 mánuðum og jókst salan um 2,2%. Rekstrartekjur jukust um 5,7% og því hefur hver seldur bíll verið nokkru dýrari í ár en í fyrra. Skoda velti 1.325 milljörðum króna á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Skoda hóf sölu á nýrri kynslóð Superb, stærsta fólksbíls fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hefur honum verið tekið með kostum og á hann þátt í góðri sölu Skoda þetta árið. Uppfærð útgáfa Octavia kemur á markað árið 2017 og líklega líka 7 sæta jeppi sem mun fást með hefðbundnum brunavélum en einnig sem Plug-In-Hybrid bíll. Skoda mun selja yfir 1 milljón bíla í ár en stefnir að því að selja 1,5 milljón bíla innan nokkurra ára. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hagnaðist tékkneski bílaframleiðandinn Skoda meira en fyrirtækið hefur áður gert á sama tíma. Hagnaður Skoda nam 104 milljörðum króna og jókst hann um 12,7% frá síðasta ári. Skoda seldi 791.500 bíla á þessum 9 mánuðum og jókst salan um 2,2%. Rekstrartekjur jukust um 5,7% og því hefur hver seldur bíll verið nokkru dýrari í ár en í fyrra. Skoda velti 1.325 milljörðum króna á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Skoda hóf sölu á nýrri kynslóð Superb, stærsta fólksbíls fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hefur honum verið tekið með kostum og á hann þátt í góðri sölu Skoda þetta árið. Uppfærð útgáfa Octavia kemur á markað árið 2017 og líklega líka 7 sæta jeppi sem mun fást með hefðbundnum brunavélum en einnig sem Plug-In-Hybrid bíll. Skoda mun selja yfir 1 milljón bíla í ár en stefnir að því að selja 1,5 milljón bíla innan nokkurra ára.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira