Pirelli dekk í Formúlu 1 til 2019 Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 13:38 Formúlu 1 dekk Pirelli. Tilkynnt var um framhaldssamning við Pirelli dekkjaframleiðandann í Formúlu 1 samhliða kappakstrinum í Sochi í Rússlandi um helgina. Mun ítalski framleiðandinn útvega dekk fyrir alla keppnisbíla akstursraðarinnar til ársins 2019. Pirelli hefur útvegað dekkin undir Formúlu 1 bílana frá árinu 2011, en þá leysti Pirelli Bridgestone af sem eini framleiðandi dekkja fyrir Formúlu 1. Allt eins hafði verið búist við því að Michelin tæki við af Pirelli, en svo fór ekki að lokum. Helsta spurningin er nú hvort Pirelli mun breyta dekkjum sínum í samráði við keppnisliðin í Formúlu 1 eða útvega sömu dekk og áður. Pirelli dekkin hafa verið gagnrýnd af sumum keppnisliðunum fyrir áherslu á að endast vel á kostnað grips. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Tilkynnt var um framhaldssamning við Pirelli dekkjaframleiðandann í Formúlu 1 samhliða kappakstrinum í Sochi í Rússlandi um helgina. Mun ítalski framleiðandinn útvega dekk fyrir alla keppnisbíla akstursraðarinnar til ársins 2019. Pirelli hefur útvegað dekkin undir Formúlu 1 bílana frá árinu 2011, en þá leysti Pirelli Bridgestone af sem eini framleiðandi dekkja fyrir Formúlu 1. Allt eins hafði verið búist við því að Michelin tæki við af Pirelli, en svo fór ekki að lokum. Helsta spurningin er nú hvort Pirelli mun breyta dekkjum sínum í samráði við keppnisliðin í Formúlu 1 eða útvega sömu dekk og áður. Pirelli dekkin hafa verið gagnrýnd af sumum keppnisliðunum fyrir áherslu á að endast vel á kostnað grips.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent