Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Jón Hákon Haldórsson skrifar 14. október 2015 09:00 Elín Þorsteinsdóttir segir að hver B-hluthafi geti skráð sig fyrir að minnsta kosti 100 þúsund króna hlut. Fréttablaðið/Pjetur Fyrsta húðvörulínan frá TARAMAR kemur á markað í næstu viku. Eigendur fyrirtækisins fjármagna framleiðslu og markaðssetningu með hópfjármögnun. Þátttakendur í þeirri fjármögnun geta gerst B-hluthafar í fyrirtækinu og skrá sig fyrir hlut að lágmarki 100 þúsund krónur. „Þessi leið hefur gert okkur kleift að koma vörunni á markað án þess að vera með stóran ráðandi fjárfesti sem myndi vilja hafa mikil áhrif á það sem er að gerast á þessu stigi. Við erum að fara mjög óvanalegar leiðir í rannsóknum og þróun og mikilvægt að þær leiðir fái að sanna sig áður en fagfjárfestar koma að fyrirtækinu,“ segir Elín Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins, um hópfjármögnunina. Elín segir að þessi leið til að fjármagna rekstur fyrirtækisins sé mikilvæg til þess að fylgja gildum fyrirtækisins og hugmyndafræði. Hún segir að nú þegar sé kominn stór hópur af hluthöfum, en stefnt er að því að stækka hann enn frekar og horft er til þess að B-hluthafar verði í kringum 240. „En síðan þegar við ætlum að stíga næstu skref og förum inn á erlenda markaði þá munum við þurfa stærri fjárfesta,“ segir hún. Elín segir að B-hluthafar njóti allra sömu hagsmuna og venjulegir hluthafar en þeir beri ekki fjárhagslega né stjórnunarlega ábyrgð. Þeir fá gjafasett frá fyrirtækinu og fá aðgang að vörunum til að prófa áður en þær fara á markað sem og möguleika á að kaupa þær á lægra verði en á markaði. Elín segir að níu ár séu liðin frá því að Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiskifræði, byrjaði að þróa húðvörurnar. Byrjað verði að markaðssetja þær hér heima „Við byrjum með hefðbundnum hætti inn í þessum meginverslunum; Hagkaup og völdum apótekum og Fríhöfninni. Svo verðum við með vefverslun fyrir þá sem eru ekki á þessu svæði,“ segir Elín. Síðan sé stefnt á markaðssetningu í öðrum löndum. „Ísland er markaður fyrir prófun og við þurfum að læra og besta okkar framleiðslu, sölu og þróunarferli núna í þessum fasa. Við verðum að byrja að læra að ganga áður en við förum að hlaupa. En það eru aðilar erlendis sem eru að sýna þessu mikinn áhuga,“ segir Elín. Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Fyrsta húðvörulínan frá TARAMAR kemur á markað í næstu viku. Eigendur fyrirtækisins fjármagna framleiðslu og markaðssetningu með hópfjármögnun. Þátttakendur í þeirri fjármögnun geta gerst B-hluthafar í fyrirtækinu og skrá sig fyrir hlut að lágmarki 100 þúsund krónur. „Þessi leið hefur gert okkur kleift að koma vörunni á markað án þess að vera með stóran ráðandi fjárfesti sem myndi vilja hafa mikil áhrif á það sem er að gerast á þessu stigi. Við erum að fara mjög óvanalegar leiðir í rannsóknum og þróun og mikilvægt að þær leiðir fái að sanna sig áður en fagfjárfestar koma að fyrirtækinu,“ segir Elín Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins, um hópfjármögnunina. Elín segir að þessi leið til að fjármagna rekstur fyrirtækisins sé mikilvæg til þess að fylgja gildum fyrirtækisins og hugmyndafræði. Hún segir að nú þegar sé kominn stór hópur af hluthöfum, en stefnt er að því að stækka hann enn frekar og horft er til þess að B-hluthafar verði í kringum 240. „En síðan þegar við ætlum að stíga næstu skref og förum inn á erlenda markaði þá munum við þurfa stærri fjárfesta,“ segir hún. Elín segir að B-hluthafar njóti allra sömu hagsmuna og venjulegir hluthafar en þeir beri ekki fjárhagslega né stjórnunarlega ábyrgð. Þeir fá gjafasett frá fyrirtækinu og fá aðgang að vörunum til að prófa áður en þær fara á markað sem og möguleika á að kaupa þær á lægra verði en á markaði. Elín segir að níu ár séu liðin frá því að Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiskifræði, byrjaði að þróa húðvörurnar. Byrjað verði að markaðssetja þær hér heima „Við byrjum með hefðbundnum hætti inn í þessum meginverslunum; Hagkaup og völdum apótekum og Fríhöfninni. Svo verðum við með vefverslun fyrir þá sem eru ekki á þessu svæði,“ segir Elín. Síðan sé stefnt á markaðssetningu í öðrum löndum. „Ísland er markaður fyrir prófun og við þurfum að læra og besta okkar framleiðslu, sölu og þróunarferli núna í þessum fasa. Við verðum að byrja að læra að ganga áður en við förum að hlaupa. En það eru aðilar erlendis sem eru að sýna þessu mikinn áhuga,“ segir Elín.
Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira