Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Jón Hákon Haldórsson skrifar 14. október 2015 09:00 Elín Þorsteinsdóttir segir að hver B-hluthafi geti skráð sig fyrir að minnsta kosti 100 þúsund króna hlut. Fréttablaðið/Pjetur Fyrsta húðvörulínan frá TARAMAR kemur á markað í næstu viku. Eigendur fyrirtækisins fjármagna framleiðslu og markaðssetningu með hópfjármögnun. Þátttakendur í þeirri fjármögnun geta gerst B-hluthafar í fyrirtækinu og skrá sig fyrir hlut að lágmarki 100 þúsund krónur. „Þessi leið hefur gert okkur kleift að koma vörunni á markað án þess að vera með stóran ráðandi fjárfesti sem myndi vilja hafa mikil áhrif á það sem er að gerast á þessu stigi. Við erum að fara mjög óvanalegar leiðir í rannsóknum og þróun og mikilvægt að þær leiðir fái að sanna sig áður en fagfjárfestar koma að fyrirtækinu,“ segir Elín Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins, um hópfjármögnunina. Elín segir að þessi leið til að fjármagna rekstur fyrirtækisins sé mikilvæg til þess að fylgja gildum fyrirtækisins og hugmyndafræði. Hún segir að nú þegar sé kominn stór hópur af hluthöfum, en stefnt er að því að stækka hann enn frekar og horft er til þess að B-hluthafar verði í kringum 240. „En síðan þegar við ætlum að stíga næstu skref og förum inn á erlenda markaði þá munum við þurfa stærri fjárfesta,“ segir hún. Elín segir að B-hluthafar njóti allra sömu hagsmuna og venjulegir hluthafar en þeir beri ekki fjárhagslega né stjórnunarlega ábyrgð. Þeir fá gjafasett frá fyrirtækinu og fá aðgang að vörunum til að prófa áður en þær fara á markað sem og möguleika á að kaupa þær á lægra verði en á markaði. Elín segir að níu ár séu liðin frá því að Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiskifræði, byrjaði að þróa húðvörurnar. Byrjað verði að markaðssetja þær hér heima „Við byrjum með hefðbundnum hætti inn í þessum meginverslunum; Hagkaup og völdum apótekum og Fríhöfninni. Svo verðum við með vefverslun fyrir þá sem eru ekki á þessu svæði,“ segir Elín. Síðan sé stefnt á markaðssetningu í öðrum löndum. „Ísland er markaður fyrir prófun og við þurfum að læra og besta okkar framleiðslu, sölu og þróunarferli núna í þessum fasa. Við verðum að byrja að læra að ganga áður en við förum að hlaupa. En það eru aðilar erlendis sem eru að sýna þessu mikinn áhuga,“ segir Elín. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Fyrsta húðvörulínan frá TARAMAR kemur á markað í næstu viku. Eigendur fyrirtækisins fjármagna framleiðslu og markaðssetningu með hópfjármögnun. Þátttakendur í þeirri fjármögnun geta gerst B-hluthafar í fyrirtækinu og skrá sig fyrir hlut að lágmarki 100 þúsund krónur. „Þessi leið hefur gert okkur kleift að koma vörunni á markað án þess að vera með stóran ráðandi fjárfesti sem myndi vilja hafa mikil áhrif á það sem er að gerast á þessu stigi. Við erum að fara mjög óvanalegar leiðir í rannsóknum og þróun og mikilvægt að þær leiðir fái að sanna sig áður en fagfjárfestar koma að fyrirtækinu,“ segir Elín Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins, um hópfjármögnunina. Elín segir að þessi leið til að fjármagna rekstur fyrirtækisins sé mikilvæg til þess að fylgja gildum fyrirtækisins og hugmyndafræði. Hún segir að nú þegar sé kominn stór hópur af hluthöfum, en stefnt er að því að stækka hann enn frekar og horft er til þess að B-hluthafar verði í kringum 240. „En síðan þegar við ætlum að stíga næstu skref og förum inn á erlenda markaði þá munum við þurfa stærri fjárfesta,“ segir hún. Elín segir að B-hluthafar njóti allra sömu hagsmuna og venjulegir hluthafar en þeir beri ekki fjárhagslega né stjórnunarlega ábyrgð. Þeir fá gjafasett frá fyrirtækinu og fá aðgang að vörunum til að prófa áður en þær fara á markað sem og möguleika á að kaupa þær á lægra verði en á markaði. Elín segir að níu ár séu liðin frá því að Guðrún Marteinsdóttir, prófessor í fiskifræði, byrjaði að þróa húðvörurnar. Byrjað verði að markaðssetja þær hér heima „Við byrjum með hefðbundnum hætti inn í þessum meginverslunum; Hagkaup og völdum apótekum og Fríhöfninni. Svo verðum við með vefverslun fyrir þá sem eru ekki á þessu svæði,“ segir Elín. Síðan sé stefnt á markaðssetningu í öðrum löndum. „Ísland er markaður fyrir prófun og við þurfum að læra og besta okkar framleiðslu, sölu og þróunarferli núna í þessum fasa. Við verðum að byrja að læra að ganga áður en við förum að hlaupa. En það eru aðilar erlendis sem eru að sýna þessu mikinn áhuga,“ segir Elín.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent