Nýr BMW M2 fer Nürburgring á 7:58 Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 10:14 Nýjasta afurð þýska bílaframleiðandans BMW er M2 sportbíllinn. M-lína BMW er stór og mjög margar af bílgerðum BMW eru til í þeirri kraftaútfærslu. BMW er í mun að sýna hve hæfur M2 bíllinn er til hraðaksturs og í því augnamiði var farinn hringur á kappakstursbrautinni Nürburgring og þar mældist bíllinn klára brautina á 7 mínútum og 58 sekúndum, en það er betri tími en BMW M3 bíllinn hefur náð en ekki jafn góður tími og enn öflugri M4 bíll BMW náði. BMW M2 er með 365 hestafla og sex strokka vél með forþjöppu. Það er mikil afl fyrir ekki stærri bíl svo það er von að hann sé snöggur. BMW hefur sagt að hann sé sneggri en Porsche 911 Carrera. Hann er 4,2 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og þyngd á hvern öxul bílsins er jafnskipt. BMW M2 fer í sölu á næsta ári og mun kosta í kringum 50.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 6,2 milljónir króna. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent
Nýjasta afurð þýska bílaframleiðandans BMW er M2 sportbíllinn. M-lína BMW er stór og mjög margar af bílgerðum BMW eru til í þeirri kraftaútfærslu. BMW er í mun að sýna hve hæfur M2 bíllinn er til hraðaksturs og í því augnamiði var farinn hringur á kappakstursbrautinni Nürburgring og þar mældist bíllinn klára brautina á 7 mínútum og 58 sekúndum, en það er betri tími en BMW M3 bíllinn hefur náð en ekki jafn góður tími og enn öflugri M4 bíll BMW náði. BMW M2 er með 365 hestafla og sex strokka vél með forþjöppu. Það er mikil afl fyrir ekki stærri bíl svo það er von að hann sé snöggur. BMW hefur sagt að hann sé sneggri en Porsche 911 Carrera. Hann er 4,2 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og þyngd á hvern öxul bílsins er jafnskipt. BMW M2 fer í sölu á næsta ári og mun kosta í kringum 50.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 6,2 milljónir króna.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent