Bílasala í Evrópu jókst um 10% í september Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 14:00 Sala nýrra bíla nam 1,39 milljón í september í Evrópu. Econews Vel gengur að selja nýja bíla í Evrópu um þessar mundir og sala bíla þar jókst um 9,8% í síðasta mánuði og meðal þeirra bílaframleiðenda var Volkswagen, sem í mánuðinum glímdi við dísilvélavandræði sín. Sala Volkswagen bíla jókst í takt við aðra, eða um 8,3%, en vöxturinn var 10% hjá bæði Audi og Skoda sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Sala bíla Porsche jókst hinsvegar stórvægilega, eða um 51%, en Porsche tilheyrir einnig Volkswagen. Í mörgum löndum álfunnar er mikill hvati að skipta út gömlum bílum fyrir nýja þar sem kaupendum er greitt fyrir að skipta eyðslufrekum og gömlum bílum út fyrir nýja. Sala bíla í Evrópu nam 1,39 milljónum bíla í september. Af einstökum bílaframleiðendum jókst sala Jeep bíla mest, eða um 133% og hjá Fiat, eiganda Jeep og Chysler jókst salan um 16%. Sala BMW jókst um 17%, en 30% hjá undirmerkinu Mini. Sala Mercedes Benz jókst um 19%, en undirmerkisins Smart um heil 131%. Af einstökum löndum álfunnar var mest aukning á Spáni, eða um 23% og á Ítalíu var um 17% vöxt að ræða. Það er til marks um aukna sölu í áfunni að undanförnu að september var 25. mánuðurinn í röð þar sem bílasala í Evrópu vex frá fyrra ári. Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent
Vel gengur að selja nýja bíla í Evrópu um þessar mundir og sala bíla þar jókst um 9,8% í síðasta mánuði og meðal þeirra bílaframleiðenda var Volkswagen, sem í mánuðinum glímdi við dísilvélavandræði sín. Sala Volkswagen bíla jókst í takt við aðra, eða um 8,3%, en vöxturinn var 10% hjá bæði Audi og Skoda sem tilheyra Volkswagen bílafjölskyldunni. Sala bíla Porsche jókst hinsvegar stórvægilega, eða um 51%, en Porsche tilheyrir einnig Volkswagen. Í mörgum löndum álfunnar er mikill hvati að skipta út gömlum bílum fyrir nýja þar sem kaupendum er greitt fyrir að skipta eyðslufrekum og gömlum bílum út fyrir nýja. Sala bíla í Evrópu nam 1,39 milljónum bíla í september. Af einstökum bílaframleiðendum jókst sala Jeep bíla mest, eða um 133% og hjá Fiat, eiganda Jeep og Chysler jókst salan um 16%. Sala BMW jókst um 17%, en 30% hjá undirmerkinu Mini. Sala Mercedes Benz jókst um 19%, en undirmerkisins Smart um heil 131%. Af einstökum löndum álfunnar var mest aukning á Spáni, eða um 23% og á Ítalíu var um 17% vöxt að ræða. Það er til marks um aukna sölu í áfunni að undanförnu að september var 25. mánuðurinn í röð þar sem bílasala í Evrópu vex frá fyrra ári.
Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent