Hrafn: Ekki draumabyrjun en mjög góð byrjun Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 16. október 2015 22:00 Hrafn Kristjánsson bleikur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/vilhelm Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki tilbúinn að taka undir þau orð blaðamanns Vísis að Garðbæingar hefðu fengið draumabyrjun á tímabilinu með fjögurra stiga sigri, 80-76, á Íslandsmeisturum KR í kvöld. "Draumabyrjun? Gerum bara deildinni greiða og hættum að tala um að þetta sé bara formsatriði fyrir KR sem eigi að vera ósnertanlegir," sagði Hrafn eftir leikinn í Ásgarði í kvöld. "Þá er ég ekki að segja að þeir séu ekki með besta liðið, því á pappírunum eru þeir með það. En það er fullt af liðum sem langar að taka þetta og hafa trú á þessu. "Þetta var ekki draumabyrjun en mjög góð byrjun á tímabilinu engu að síður." Stjarnan byrjaði leikinn vel og komst fljótlega í 11-2. KR-ingar voru þó fljótir að ná áttum og leikurinn var gríðarlega jafn það sem eftir var. "Mér fannst þetta vera ofboðslega fagur fyrri hálfleikur þótt það væri ekki mikið skorað," sagði Hrafn. "Mér fannst bæði lið spila hörkuvörn og það var frábært að horfa á (Michael) Craion og Zo (Al'lonzo Coleman) spila vörn á hvorn annan. Þeir eru greinilega að stúdera hvorn annan," bætti Hrafn við en Coleman fór heldur betur í gang í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 14 af 23 stigum sínum. "Hann er ekki mesti íþróttamaðurinn en þetta er leikmaður sem ætlar sér að verða þjálfari þegar hann hættir að spila. Hann skilur leikinn mjög vel og vegur það sem hann vantar upp á í sprengikrafti með leikskilningi. "Hann kann á kerfið okkar og það er kannski ekki vandamál þótt hann sé ekki að skora löngum stundum," sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Haukar | Barist um sæti á úrslitahelginni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki tilbúinn að taka undir þau orð blaðamanns Vísis að Garðbæingar hefðu fengið draumabyrjun á tímabilinu með fjögurra stiga sigri, 80-76, á Íslandsmeisturum KR í kvöld. "Draumabyrjun? Gerum bara deildinni greiða og hættum að tala um að þetta sé bara formsatriði fyrir KR sem eigi að vera ósnertanlegir," sagði Hrafn eftir leikinn í Ásgarði í kvöld. "Þá er ég ekki að segja að þeir séu ekki með besta liðið, því á pappírunum eru þeir með það. En það er fullt af liðum sem langar að taka þetta og hafa trú á þessu. "Þetta var ekki draumabyrjun en mjög góð byrjun á tímabilinu engu að síður." Stjarnan byrjaði leikinn vel og komst fljótlega í 11-2. KR-ingar voru þó fljótir að ná áttum og leikurinn var gríðarlega jafn það sem eftir var. "Mér fannst þetta vera ofboðslega fagur fyrri hálfleikur þótt það væri ekki mikið skorað," sagði Hrafn. "Mér fannst bæði lið spila hörkuvörn og það var frábært að horfa á (Michael) Craion og Zo (Al'lonzo Coleman) spila vörn á hvorn annan. Þeir eru greinilega að stúdera hvorn annan," bætti Hrafn við en Coleman fór heldur betur í gang í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 14 af 23 stigum sínum. "Hann er ekki mesti íþróttamaðurinn en þetta er leikmaður sem ætlar sér að verða þjálfari þegar hann hættir að spila. Hann skilur leikinn mjög vel og vegur það sem hann vantar upp á í sprengikrafti með leikskilningi. "Hann kann á kerfið okkar og það er kannski ekki vandamál þótt hann sé ekki að skora löngum stundum," sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Haukar | Barist um sæti á úrslitahelginni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira