Körfubolti

Krzyzewski að hætta með bandaríska landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Coach K er hér með Stephen Curry.
Coach K er hér með Stephen Curry. vísir/getty
Körfuboltaþjálfarinn Mike Krzyzewski mun stýra bandaríska landsliðinu á ÓL í Ríó næsta sumar og síðan hætta sem þjálfari liðsins.

Þessi tíðindi koma ekkert sérstaklega á óvart þar sem þessi magnaði þjálfari Duke-háskólans verður þá orðinn 69 ára gamall.

„Það er kominn tími til að halda áfram. Það verður að vera endurnýjun í þessu og það þarf að plana hana svo hægt sé að halda áfram að gera góða hluti," sagði Krzyzewski.

Krzyzewski er einn merkilegasti körfuboltaþjálfari síðari tíma. Hann hefur gert ótrúlega hluti með Duke og árangur hans með landsliðið er einnig magnaður.

Er hann tók við stjórnartaumunum var landsliðið á niðurlægingarskeiði og að tapa leikjum gegn þjóðum sem Bandaríkin áttu ekki að geta tapað fyrir.

Undir stjórn Krzyzewski nældi bandaríska liðið í gull á ÓL 2008 sem og 2012. Liðið varð einnig heimsmeistari 2010 og 2014.

Það er óljóst hver muni taka við af Krzyzewski.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×