Subaru slær við öllum bílaframleiðendum í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2015 15:01 Subaru Outback. Enginn bílaframleiðandi í heiminum hefur náð viðlíka söluaukningu í Bandaríkjunum og Subaru á síðustu árum. Sala Subaru bíla hefur aukist þar í meira en 60 mánuði í röð borið saman við sama mánuð árið áður. Sala Subaru var til dæmis 28% meiri í nýliðnum september en í sama mánuði í fyrra og seldust 53.070 bílar. Sú sala er þó ekki í líkingu við 162.595 bíla sölu Toyota né 119.046 bíla sölu Honda í sama mánuði, en Subaru heldur þó stöðugt áfram að draga á hina japönsku framleiðendurna. Í mjög langan tíma hefur Subaru verið með miklu meiri vöxt í sölu en hin japönsku merkin. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum, en í ár stefnir í hátt í 600.000 bíla sölu og því fer nærri að fyrirtækið tvöfaldi sölu sína þar á aðeins 3 árum. Það hefur enginn annar bílframleiðandi leikið eftir. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Enginn bílaframleiðandi í heiminum hefur náð viðlíka söluaukningu í Bandaríkjunum og Subaru á síðustu árum. Sala Subaru bíla hefur aukist þar í meira en 60 mánuði í röð borið saman við sama mánuð árið áður. Sala Subaru var til dæmis 28% meiri í nýliðnum september en í sama mánuði í fyrra og seldust 53.070 bílar. Sú sala er þó ekki í líkingu við 162.595 bíla sölu Toyota né 119.046 bíla sölu Honda í sama mánuði, en Subaru heldur þó stöðugt áfram að draga á hina japönsku framleiðendurna. Í mjög langan tíma hefur Subaru verið með miklu meiri vöxt í sölu en hin japönsku merkin. Árið 2012 seldi Subaru 336.441 bíl í Bandaríkjunum, en í ár stefnir í hátt í 600.000 bíla sölu og því fer nærri að fyrirtækið tvöfaldi sölu sína þar á aðeins 3 árum. Það hefur enginn annar bílframleiðandi leikið eftir.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira