Porsche Cayman GT4 Clubsport á LA Auto Show Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2015 14:50 Porsche Cayman GT4. Porsche ætlar að sýna nýjan Cayman GT4 Clubsport bíl á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 17. nóvember. Þessi bíll er keppnisfær á akstursbrautum og í honum er veltigrind. Bíllinn er 50 kílóum léttari en götuútgáfan af Cayman GT4. Þessi Clubsport útgáfa er með 3,8 lítra og 385 hestafla vél, eins og hefbundinn Cayman GT4, en DCT sjálfskipting bílsins er öðruvísi og bíllinn er með læst mismunadrif. Fjöðrun bílsins er fengin frá Porsche 911 GT3 Cup og bremsurnar eru stærri og öflugri en í götubílnum. Körfusæti er í bílnum eins og sæmir keppnisbíl. Myndin hér að ofan er af Porsche Cayman GT4 götuhæfum bíl, en Porsche hefur ekki enn sent frá sér myndir af Clubsport útgáfunni og þarf líklega að bíða að sýningunni í LA eftir þeim. Porsche hefur ekki heldur gefið upp verð bílsins. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent
Porsche ætlar að sýna nýjan Cayman GT4 Clubsport bíl á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst 17. nóvember. Þessi bíll er keppnisfær á akstursbrautum og í honum er veltigrind. Bíllinn er 50 kílóum léttari en götuútgáfan af Cayman GT4. Þessi Clubsport útgáfa er með 3,8 lítra og 385 hestafla vél, eins og hefbundinn Cayman GT4, en DCT sjálfskipting bílsins er öðruvísi og bíllinn er með læst mismunadrif. Fjöðrun bílsins er fengin frá Porsche 911 GT3 Cup og bremsurnar eru stærri og öflugri en í götubílnum. Körfusæti er í bílnum eins og sæmir keppnisbíl. Myndin hér að ofan er af Porsche Cayman GT4 götuhæfum bíl, en Porsche hefur ekki enn sent frá sér myndir af Clubsport útgáfunni og þarf líklega að bíða að sýningunni í LA eftir þeim. Porsche hefur ekki heldur gefið upp verð bílsins.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent