Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun Eiríkur Hjálmarsson skrifar 9. október 2015 07:00 Allt frá því orkan fór að streyma frá Hellisheiðarvirkjun, haustið 2006, hefur fólk getað sótt hana heim og séð með eigin augum hvernig jarðhitanýtingin fer fram og í hvað þessi mikla orka undir niðri nýtist okkur. Jarðhitasýning þar sem þessum upplýsingum og þekkingu er miðlað var nefnilega hluti af virkjuninni frá upphafi. Þessi vinsæla sýning, sem kostaði talsvert fé að setja upp, var til umfjöllunar hér í blaðinu í gær og það er rétt að halda nokkrum atriðum til haga í umræðu um hana. Þegar eigum fyrirtækis í opinberri eigu er ráðstafað til einkaaðila þarf að vanda sig og ljóst þarf að vera að afnotin eru tímabundin. Eftir fjögur ár í rekstri OR var leiga á sýningarrýminu og því sem í því var boðið út til tiltekins tíma með hugsanlegri tímabundinni framlengingu. Í framhaldinu var samið við hæstbjóðanda og framlengingarákvæðið var nýtt. OR hefur kostað endurbætur á sýningunni á leigutímanum og bætt við hana upplýsingum, einkum sem snúa að hitaveitunni og heitavatnsframleiðslunni í Hellisheiðarvirkjun. Frá upphafi leigutímans var ljóst að hann tæki enda og hvenær það yrði. Leigjendum var því ekki sagt upp þegar Orka náttúrunnar tók við rekstrinum nú á dögunum heldur rann leigutíminn út á tilsettum, umsömdum tíma, sem var löngu fyrirséður. Gert var samkomulag milli leigjenda og leigusala um uppgjör vegna loka leigusamningsins. Það mátti skilja af greininni hér í blaðinu í gær að svo væri ekki og að réttur leigjandans hafi verið meiri en kveðið var á um í samningum. Það er ekki rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Allt frá því orkan fór að streyma frá Hellisheiðarvirkjun, haustið 2006, hefur fólk getað sótt hana heim og séð með eigin augum hvernig jarðhitanýtingin fer fram og í hvað þessi mikla orka undir niðri nýtist okkur. Jarðhitasýning þar sem þessum upplýsingum og þekkingu er miðlað var nefnilega hluti af virkjuninni frá upphafi. Þessi vinsæla sýning, sem kostaði talsvert fé að setja upp, var til umfjöllunar hér í blaðinu í gær og það er rétt að halda nokkrum atriðum til haga í umræðu um hana. Þegar eigum fyrirtækis í opinberri eigu er ráðstafað til einkaaðila þarf að vanda sig og ljóst þarf að vera að afnotin eru tímabundin. Eftir fjögur ár í rekstri OR var leiga á sýningarrýminu og því sem í því var boðið út til tiltekins tíma með hugsanlegri tímabundinni framlengingu. Í framhaldinu var samið við hæstbjóðanda og framlengingarákvæðið var nýtt. OR hefur kostað endurbætur á sýningunni á leigutímanum og bætt við hana upplýsingum, einkum sem snúa að hitaveitunni og heitavatnsframleiðslunni í Hellisheiðarvirkjun. Frá upphafi leigutímans var ljóst að hann tæki enda og hvenær það yrði. Leigjendum var því ekki sagt upp þegar Orka náttúrunnar tók við rekstrinum nú á dögunum heldur rann leigutíminn út á tilsettum, umsömdum tíma, sem var löngu fyrirséður. Gert var samkomulag milli leigjenda og leigusala um uppgjör vegna loka leigusamningsins. Það mátti skilja af greininni hér í blaðinu í gær að svo væri ekki og að réttur leigjandans hafi verið meiri en kveðið var á um í samningum. Það er ekki rétt.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar