Mesta umferðarstappa í heimi Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 09:38 Flest er stærst í Kína og það á einnig við umferðarteppur. Dróni náði þessum ótrúlegu myndum af svo stórri umferðarteppu að ólíklegt má telja að þær hafi myndast stærri. Teppan myndaðist þegar milljónir Kínverja voru á heimleið eftir langa hátíð þar í landi, gullnu vikuna, en þá er gefið vikulangt frí. Hraðbraut þessi liggur á milli Peking annarsvegar og Hong Kong og Macau hinsvegar og um hana fer mikið af fólki sem haldið hafði gullnu vikuna hátíðlega í sveitum Kína. Hraðbrautin er alls 2.272 km löng, liggur frá suðri til norðurs og er sá vegur sem mest er notaður til að komast til dreifðari byggða landsins. Helmingur þjóðarinnar var á faraldsfæti þessa viku, eða um 750 milljónir manns og því kannski hætt við því að einhversstaðar mynduðust teppur. Allar lestir voru að auki troðfullar, flugvellir sem hafsjór af fólki og eins og sést hér urðu hraðbrautir landsins sem bílastæði. Umferðarteppur í Kína eru orðnar mjög algengar og samkvæmt síðustu mælingum þá eyða kínverjar að meðaltali 9 heilum dögum á ári fastir í umferðarteppu. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent
Flest er stærst í Kína og það á einnig við umferðarteppur. Dróni náði þessum ótrúlegu myndum af svo stórri umferðarteppu að ólíklegt má telja að þær hafi myndast stærri. Teppan myndaðist þegar milljónir Kínverja voru á heimleið eftir langa hátíð þar í landi, gullnu vikuna, en þá er gefið vikulangt frí. Hraðbraut þessi liggur á milli Peking annarsvegar og Hong Kong og Macau hinsvegar og um hana fer mikið af fólki sem haldið hafði gullnu vikuna hátíðlega í sveitum Kína. Hraðbrautin er alls 2.272 km löng, liggur frá suðri til norðurs og er sá vegur sem mest er notaður til að komast til dreifðari byggða landsins. Helmingur þjóðarinnar var á faraldsfæti þessa viku, eða um 750 milljónir manns og því kannski hætt við því að einhversstaðar mynduðust teppur. Allar lestir voru að auki troðfullar, flugvellir sem hafsjór af fólki og eins og sést hér urðu hraðbrautir landsins sem bílastæði. Umferðarteppur í Kína eru orðnar mjög algengar og samkvæmt síðustu mælingum þá eyða kínverjar að meðaltali 9 heilum dögum á ári fastir í umferðarteppu.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent