Sjálfakandi Actros flutningabíll Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 14:27 Mercedes Benz Actros flutningabíllinn á A8 hraðbrautinni. Mercedes-Benz Actros fltningabíl var á dögunum prófaður á A8 hraðbrautinni milli Denkendorf og Stuttgart í Þýskalandi með Highway Pilot sjálfstýringarbúnaði. Actros er fyrsti fjöldaframleiddi atvinnubíllinn sem prófaður hefur með Highway Pilot sjálfstýringu á vegum fyrir almenna umferð. Á þessu ári hefur Mercedes-Benz staðið fyrir fjölmörgum prófunum á sjálfakandi atvinnubílum á lokuðum vegum og æfingabrautum. Þessi sjálfvirki búnaður er talinn sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Bíllinn er búinn fjölda myndavéla og nema sem greina umferð og stórt svæði fyrir framan og í kringum bílinn. Ökumaður getur valið um hvort hann vill aka bílnum sjálfur eða hvort hann vill slappa af og láta bílinn um aksturinn. Sjálfstýringin passar m.a. upp á að halda bílnum á réttri akrein og í öruggri akstursfjarlægð frá bílnum á undan. Ef fjarlægðin á milli bíla minnkar þá bremsar bíllinn sjálfkrafa með þessum búnaði. Þannig getur ökumaður slakað á og þarf ekki að hafa áhyggjur á meðan sjálfstýringin er í gangi. „Þessi reynsluakstur með hinum nýja Highway Pilot búnaði er enn eitt mikilvægt skrefið í átt að auknum sjálfvirkum akstri atvinnubíla og öruggum, sjálfbærum vegaflutningum framtíðarinnar,“ segir Dr Wolfgang Bernhard, stjórnarmaður hjá Daimler AG. Hann sat sjálfur í ökumannsætinu á Actros bílnum í þessum tiltekna reynsluakstri sem heppnaðist mjög vel. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Mercedes-Benz Actros fltningabíl var á dögunum prófaður á A8 hraðbrautinni milli Denkendorf og Stuttgart í Þýskalandi með Highway Pilot sjálfstýringarbúnaði. Actros er fyrsti fjöldaframleiddi atvinnubíllinn sem prófaður hefur með Highway Pilot sjálfstýringu á vegum fyrir almenna umferð. Á þessu ári hefur Mercedes-Benz staðið fyrir fjölmörgum prófunum á sjálfakandi atvinnubílum á lokuðum vegum og æfingabrautum. Þessi sjálfvirki búnaður er talinn sýna betra viðbragð og eftirtekt í akstri en venjulegur ökumaður myndi gera. Bíllinn er búinn fjölda myndavéla og nema sem greina umferð og stórt svæði fyrir framan og í kringum bílinn. Ökumaður getur valið um hvort hann vill aka bílnum sjálfur eða hvort hann vill slappa af og láta bílinn um aksturinn. Sjálfstýringin passar m.a. upp á að halda bílnum á réttri akrein og í öruggri akstursfjarlægð frá bílnum á undan. Ef fjarlægðin á milli bíla minnkar þá bremsar bíllinn sjálfkrafa með þessum búnaði. Þannig getur ökumaður slakað á og þarf ekki að hafa áhyggjur á meðan sjálfstýringin er í gangi. „Þessi reynsluakstur með hinum nýja Highway Pilot búnaði er enn eitt mikilvægt skrefið í átt að auknum sjálfvirkum akstri atvinnubíla og öruggum, sjálfbærum vegaflutningum framtíðarinnar,“ segir Dr Wolfgang Bernhard, stjórnarmaður hjá Daimler AG. Hann sat sjálfur í ökumannsætinu á Actros bílnum í þessum tiltekna reynsluakstri sem heppnaðist mjög vel.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent