Mitsubishi kynnir nýjan rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 16:16 Mitsubishi eX Concept. Flestir japönsku bílaframleiðendanna munu kynna nýja bíla á komandi bílasýningu í Tokyo. Þar verður Mitshubishi enginn eftirbátur annarra og mun sýna nýjan rafmagnsjeppling, eX Concept, sem komast mun 400 kílómetra á hverri hleðslu. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, mun geta ekið sjálfur, verður afar vel nettengdur og með sjálfvirkum öryggisbúnaði sem stöðvar bílinn við aðsteðjandi hættu. Eins og títt er með tilraunabíla er hann á mjög stórum felgum og hjólum og með einkar litla glugga, en það þýðir alls ekki að endanleg útgáfa bílsins, það er ef hann fer í framleiðslu, verði nákvæmlega svona. Mitsubishi segir að það séu um 5 ár í komu þessa bíls á markað. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent
Flestir japönsku bílaframleiðendanna munu kynna nýja bíla á komandi bílasýningu í Tokyo. Þar verður Mitshubishi enginn eftirbátur annarra og mun sýna nýjan rafmagnsjeppling, eX Concept, sem komast mun 400 kílómetra á hverri hleðslu. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, mun geta ekið sjálfur, verður afar vel nettengdur og með sjálfvirkum öryggisbúnaði sem stöðvar bílinn við aðsteðjandi hættu. Eins og títt er með tilraunabíla er hann á mjög stórum felgum og hjólum og með einkar litla glugga, en það þýðir alls ekki að endanleg útgáfa bílsins, það er ef hann fer í framleiðslu, verði nákvæmlega svona. Mitsubishi segir að það séu um 5 ár í komu þessa bíls á markað.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent