Enski boltinn

Van Gaal: Martial hefur verið frábær

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Martial fagnar hér öðru af mörkum sínum um helgina.
Martial fagnar hér öðru af mörkum sínum um helgina. Vísir/Getty
Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum sáttur með Anthony Martial, nýjustu stjörnu liðsins, eftir sigur liðsins gegn Southampton um helgina.

Martial skoraði tvö af mörkum Manchester United sem vann 3-2 sigur á Dýrlingunum en með sigrinum skaust Manchester United upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir nágrönnunum í Manchester City.

„Ég verð að segja að hann hefur verið frábær í fyrstu leikjunum, hann hefur hæfileikana til þess að gera hluti eins og þessa. Hann getur bætt sig  en hann hefur sannað hversu góður hann er undir pressu í fyrstu tveimur leikjunum.“

Þá nýtti hann tímann til að hrósa leikmönnum liðsins fyrir þriðja mark leiksins í gær en eftir 45 sendingar innan liðsins kláraði Juan Mata sóknina með marki.

„Það var ánægjulegt að sjá, þegar þú ert að gefa jafn margar sendingar í einni sókn, þá ertu að stjórna leiknum. Þetta var í takt við markmið okkar, þegar andstæðingurinn fær ekki boltann getur hann ekki skorað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×