Enski boltinn

Carragher: Ólíklegt að Rodgers verði rekinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool.
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísri/getty
Fyrrum varnarmaður Liverpool, Jamie Carragher, á ekki von á öðru en að félagið muni standa við bakið á Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra liðsins, eftir að liðið náði aðeins jafntefli í leik liðsins gegn Norwich um helgina.

Liverpool sem hóf tímabilið á tveimur sigrum í röð hefur aðeins nælt í tvö stig í síðustu fjórum leikjum og er skyndilega dottið niður í 13. sæti. Kom síðasti sigur liðsins fyrir rúmlega mánuði síðan.

Fyrir vikið eru spjótin farin að beinast að knattspyrnustjóra liðsins sem styrkti liðið hressilega í sumar, annað árið í röð.

„Stjórn Liverpool ákváð að styðja við bakið á honum í sumar. Eftir að hafa leyft honum að eyða öllum þessum pening í sumar eru þeir varla að fara að skipta strax eftir átta leiki,“ sagði Carragher og bætti við:

„Vandamálið er að Liverpool gengur illa að skora og það er stórt vandamál þegar þú ert með þjálfara sem er jafn sóknarsinnaður og Rodgers.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×