Skaðsemi stera misnotkunar Helga María Guðmundsdóttir skrifar 21. september 2015 17:00 Flestir hafa heyrt um stera og steranotkun. Sterar eru lípíð eða fituefni og eiga það sameiginlegt að vera vatnsfælin. Það eru til margar tegundir af sterum sem hafa mjög ólík áhrif á líkamann. Ein tegund af sterum eru anabólískir sterar. Anabólískir sterar innihalda hormónið testósterón og hafa meðal annars vefjaaukandi áhrif á líkamann, eykur magn blóðrauða og eykur vellíðunar tilfinningu. Inntaka á anabólískum sterum er ýmist tengd við lækningar eða íþróttaiðkun. Í lækningaskyni er gefið svipað magn til inntöku og líkaminn framleiðir, en við misnotkun er verið að taka allt að hundrað falt meira en líkaminn framleiðir. Einnig er verið að blanda saman mismunandi tegundum í mismunandi formi.Hinn almenni borgari Það er þekkt að atvinnuíþróttamenn hafa tekið inn stera til að ná betri árangri. Innan flestra íþróttahreyfinga er ólöglegt að taka inn stera. Ef upp kemst um misnotkun lyfja meðal íþróttafólks eiga þeir hættu á ógildingu árangurs eða fá keppnisbann. Þessar hömlur eru ekki á almenning og er það löngu orðið áhyggjuefni innan heilbrigðisgeirans hversu algeng steranotkun er orðin. Markhópurinn er orðinn hinn almenni borgari. Bæði strákar og stelpur eru farin að taka inn stera til þess að stækka vöðva á skemmri tíma. Það er í raun verið að taka inn stera til útlitsfegrunar. Rannsóknir sýna að steranotkun hefur færst í aukana síðastliðin ár. Ef almennur borgari nær að nálgast efnið þá er ekkert sem hindrar sá sama til að taka það inn fyrir utan almenna skynsemi.Afleiðingar Það hefur reynst erfitt fyrir okkur heilbrigðisstarfsmenn að benda á langtíma afleiðingar steranotkunar. Ástæðan er sú að ekki er komin mikil reynsla á steranotkun og langtímaáhrif eru fyrst að koma fram núna. Framleiðsla stera hófst um 1930 og það var ekki fyrr en 1950 að íþróttamenn uppgvötuðu áhrif stera á vöðvauppbyggingu. Það var síðan fyrir aðeins tæpum 50 árum síðan að alþjóðlega ólympíusambandið setti bann á notkun efna sem tekin eru til að bæta árangur. Á Íslandi voru alþjóða lyfjareglurnar fyrst samþykktar árið 2003 og tóku í gildi 2004. Við höfum því ekki mörg ár til að líta til baka en það litla sem við höfum vekur upp mjög sterkar grunsemdir. Hjarta- og lungnasjúkdómar, afbrigðileg ónæmisviðbrögð, æðakölkun, þunglyndi, lifrar- og nýrnabilun eru dæmi um afleiðingar steranotkunar sem enn er verið að rannsaka. Það er einnig þekkt að fylgikvillar stera misnotkunar hefur leitt fólk til dauða.Boðefnið testósterón Það sem við vitum er að flestir anabólískir sterar til inntöku eru eftirherma af testósterón sem búið er til á tilraunsastofu. Til eru mismunandi tegundir af anabólískum sterum og eru enn að finnast nýjar tegundir. Þrátt fyrir að líkaminn búi til testósterón þá er ekki þar með sagt að það sé í lagi að innbirgða auka magn þar sem þeir eru nú þegar til staðar í líkamanum. Þvert á móti. Hormón eru boðefni. Hormón eru ekki í líkamanum í það miklu magni að það þarf ekki mikið til að raska jafnvæginu. Flestir hafa heyrt um hormónin insúlín, dópamín og serótónín og vita hversu mikilvæg þau eru og að það getur haft lífshættulegar afleiðingar að raska með jafnvæi hormóna. Það sama á við um testósterón.Þunglyndi og fíkn Þegar steranotkun á sér stað sendir heilinn skilaboð um að ekki þurfi að framleiða testósterón þar sem nóg er af því í blóðrásinni. Þegar einstaklingur ákveður að hætta steranotkun þá tekur tíma fyrir líkamann að jafnvægisstilla sig og fá hann til að hefja aftur framleiðslu á hormóninu. Á þessu tímabili þar sem engin inntaka stera á sér stað og framleiðslan er ekki komin upp er mikil hætta á breytingu á skapferli einstalinga, einnig eykst hættan á þunglyndi og hættan á sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígum. Margir hefja aftur notkun á sterum til þess að vinna gegn þeirri vanlíðan sem fylgir fráhvörfum. Rannsóknir á dýrum benda á sterka tengingu steranotkunar við ávanabindingu, rannsókn sem gerð var á hömstrum sýndi að 30% þeirra þróuðu með sér fíkn og sumir þeirra héldu áfram að borða stera þar til þeir dóu.Hvað á að gera? Við æfingu þar sem mikil áreynsla er á vöðvana verður niðurbrot á þeim. Við þetta aukna álag gengur líkaminn á orkubirgðir og næringarefni líkamans. Vatn, kolvetni, steinefni og prótein glatast úr líkamanum og því er nauðsynlegt fyrir líkamann að nærast eftir æfingar svo að fyllt sé á búskapinn sem fyrst. Þetta nægir til þess að vöðvarnir stækki, ekki taka inn ólögleg lyf. Ekki bjóða þig fram sem tilraunadýr til að athuga hversu slæmar afleiðingar geta orðið af steranotkun því við vitum með vissu að áhrifin eru ekki góð en bara ekki hversu alvarleg. Þetta er heilsufarslottó sem ég mæli ekki með að taka þátt í.HeimildirÍþrótta- og ólympíusamband Íslands. Lög ÍSÍ um lyfjamál. Sótt 12. september af http://www.isi.is/library/Skrar/Lyfjamal/Log-iSi-um-lyfjamal/Lög%20ÍSÍ-%20um%20lyfjamál2015Eftirþing.pdfKanyama, G., Hudson, J. I. og Pope Jr, H. G. (2008). Long-term psychiatric and medical consequences of anabolic-androgenic steroid abuse: A looming public health concern? Drug and Alcohol Dependence. 98, 1-12.Kanayama, G., Brower, K. J., Wood, R. J., Hudson, J. I. og Pope Jr., H. G. (2010). Anabolic-Androgenic Steroid Dependence: An Emerging Disorder. Addiction. 104(12), 1966-1978.Lood, Y., Eklund, A., Garle, M. og Ahlner, J. (2012). Anabolic androgenic steroids in police cases in Sweden. Forensic Science International. 219(1-3), 199-204.Thiblin, I. Lindquist, O og Rajs, J. (2000). Cause and manner of death among users of anabolic androgenic steroids. Journal of Forensic Sciensic Sciences. 45(1), 16–23. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Flestir hafa heyrt um stera og steranotkun. Sterar eru lípíð eða fituefni og eiga það sameiginlegt að vera vatnsfælin. Það eru til margar tegundir af sterum sem hafa mjög ólík áhrif á líkamann. Ein tegund af sterum eru anabólískir sterar. Anabólískir sterar innihalda hormónið testósterón og hafa meðal annars vefjaaukandi áhrif á líkamann, eykur magn blóðrauða og eykur vellíðunar tilfinningu. Inntaka á anabólískum sterum er ýmist tengd við lækningar eða íþróttaiðkun. Í lækningaskyni er gefið svipað magn til inntöku og líkaminn framleiðir, en við misnotkun er verið að taka allt að hundrað falt meira en líkaminn framleiðir. Einnig er verið að blanda saman mismunandi tegundum í mismunandi formi.Hinn almenni borgari Það er þekkt að atvinnuíþróttamenn hafa tekið inn stera til að ná betri árangri. Innan flestra íþróttahreyfinga er ólöglegt að taka inn stera. Ef upp kemst um misnotkun lyfja meðal íþróttafólks eiga þeir hættu á ógildingu árangurs eða fá keppnisbann. Þessar hömlur eru ekki á almenning og er það löngu orðið áhyggjuefni innan heilbrigðisgeirans hversu algeng steranotkun er orðin. Markhópurinn er orðinn hinn almenni borgari. Bæði strákar og stelpur eru farin að taka inn stera til þess að stækka vöðva á skemmri tíma. Það er í raun verið að taka inn stera til útlitsfegrunar. Rannsóknir sýna að steranotkun hefur færst í aukana síðastliðin ár. Ef almennur borgari nær að nálgast efnið þá er ekkert sem hindrar sá sama til að taka það inn fyrir utan almenna skynsemi.Afleiðingar Það hefur reynst erfitt fyrir okkur heilbrigðisstarfsmenn að benda á langtíma afleiðingar steranotkunar. Ástæðan er sú að ekki er komin mikil reynsla á steranotkun og langtímaáhrif eru fyrst að koma fram núna. Framleiðsla stera hófst um 1930 og það var ekki fyrr en 1950 að íþróttamenn uppgvötuðu áhrif stera á vöðvauppbyggingu. Það var síðan fyrir aðeins tæpum 50 árum síðan að alþjóðlega ólympíusambandið setti bann á notkun efna sem tekin eru til að bæta árangur. Á Íslandi voru alþjóða lyfjareglurnar fyrst samþykktar árið 2003 og tóku í gildi 2004. Við höfum því ekki mörg ár til að líta til baka en það litla sem við höfum vekur upp mjög sterkar grunsemdir. Hjarta- og lungnasjúkdómar, afbrigðileg ónæmisviðbrögð, æðakölkun, þunglyndi, lifrar- og nýrnabilun eru dæmi um afleiðingar steranotkunar sem enn er verið að rannsaka. Það er einnig þekkt að fylgikvillar stera misnotkunar hefur leitt fólk til dauða.Boðefnið testósterón Það sem við vitum er að flestir anabólískir sterar til inntöku eru eftirherma af testósterón sem búið er til á tilraunsastofu. Til eru mismunandi tegundir af anabólískum sterum og eru enn að finnast nýjar tegundir. Þrátt fyrir að líkaminn búi til testósterón þá er ekki þar með sagt að það sé í lagi að innbirgða auka magn þar sem þeir eru nú þegar til staðar í líkamanum. Þvert á móti. Hormón eru boðefni. Hormón eru ekki í líkamanum í það miklu magni að það þarf ekki mikið til að raska jafnvæginu. Flestir hafa heyrt um hormónin insúlín, dópamín og serótónín og vita hversu mikilvæg þau eru og að það getur haft lífshættulegar afleiðingar að raska með jafnvæi hormóna. Það sama á við um testósterón.Þunglyndi og fíkn Þegar steranotkun á sér stað sendir heilinn skilaboð um að ekki þurfi að framleiða testósterón þar sem nóg er af því í blóðrásinni. Þegar einstaklingur ákveður að hætta steranotkun þá tekur tíma fyrir líkamann að jafnvægisstilla sig og fá hann til að hefja aftur framleiðslu á hormóninu. Á þessu tímabili þar sem engin inntaka stera á sér stað og framleiðslan er ekki komin upp er mikil hætta á breytingu á skapferli einstalinga, einnig eykst hættan á þunglyndi og hættan á sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígum. Margir hefja aftur notkun á sterum til þess að vinna gegn þeirri vanlíðan sem fylgir fráhvörfum. Rannsóknir á dýrum benda á sterka tengingu steranotkunar við ávanabindingu, rannsókn sem gerð var á hömstrum sýndi að 30% þeirra þróuðu með sér fíkn og sumir þeirra héldu áfram að borða stera þar til þeir dóu.Hvað á að gera? Við æfingu þar sem mikil áreynsla er á vöðvana verður niðurbrot á þeim. Við þetta aukna álag gengur líkaminn á orkubirgðir og næringarefni líkamans. Vatn, kolvetni, steinefni og prótein glatast úr líkamanum og því er nauðsynlegt fyrir líkamann að nærast eftir æfingar svo að fyllt sé á búskapinn sem fyrst. Þetta nægir til þess að vöðvarnir stækki, ekki taka inn ólögleg lyf. Ekki bjóða þig fram sem tilraunadýr til að athuga hversu slæmar afleiðingar geta orðið af steranotkun því við vitum með vissu að áhrifin eru ekki góð en bara ekki hversu alvarleg. Þetta er heilsufarslottó sem ég mæli ekki með að taka þátt í.HeimildirÍþrótta- og ólympíusamband Íslands. Lög ÍSÍ um lyfjamál. Sótt 12. september af http://www.isi.is/library/Skrar/Lyfjamal/Log-iSi-um-lyfjamal/Lög%20ÍSÍ-%20um%20lyfjamál2015Eftirþing.pdfKanyama, G., Hudson, J. I. og Pope Jr, H. G. (2008). Long-term psychiatric and medical consequences of anabolic-androgenic steroid abuse: A looming public health concern? Drug and Alcohol Dependence. 98, 1-12.Kanayama, G., Brower, K. J., Wood, R. J., Hudson, J. I. og Pope Jr., H. G. (2010). Anabolic-Androgenic Steroid Dependence: An Emerging Disorder. Addiction. 104(12), 1966-1978.Lood, Y., Eklund, A., Garle, M. og Ahlner, J. (2012). Anabolic androgenic steroids in police cases in Sweden. Forensic Science International. 219(1-3), 199-204.Thiblin, I. Lindquist, O og Rajs, J. (2000). Cause and manner of death among users of anabolic androgenic steroids. Journal of Forensic Sciensic Sciences. 45(1), 16–23.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar