Hvað skerðir örorkugreiðslur? Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 22. september 2015 07:00 Hún Hallgerður fékk fullt örorkumat við 26 ára aldur. Hún býr ein ásamt syni sínum, honum Snorra. Þar sem Hallgerður var í námi, hefur hún aldrei verið á vinnumarkaði og á því ekki rétt á greiðslum úr lífeyrissjóði. Hennar einu tekjur eru örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og þær nema 218.884 krónum á mánuði eftir skatt. Meðlag er ekki reiknað inn í þessa upphæð. Dag einn fer Hallgerður í sambúð með Þorgrími. Við það skerðast tekjur hennar, því hún missir heimilisuppbót og fær kr. 199.379 útborgaðar. Sonur hennar vex úr grasi og þegar Snorri verður 18 ára skerðast örorkugreiðslur hennar enn frekar, þar sem hún missir barnalífeyrinn og nú fær hún 172.516 kr. útborgaðar frá TR. Sonurinn býr þó enn þá heima og er á framfæri móður sinnar. Hallgerður fékk arf eftir frænku sína sem hún geymir á bankabók. Vextirnir af þeirri fjárhæð nema 3.000 kr. á mánuði. Við það lækka greiðslurnar frá TR enn frekar og eru nú 171.576 kr. Hallgerður gerði tilraun til að fara á vinnumarkaðinn og fékk hlutastarf við afleysingar í sjoppu. Mánaðarlaun hennar voru kr. 50.000 (með skatti) og við það lækkuðu greiðslur TR enn á ný og fóru niður í 167.151 kr. Með tilkomu fjármagns- og atvinnutekna missti hún út framfærsluuppbót. Örorkugreiðslur TR til Hallgerðar hafa alls lækkað um 51.733 kr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og kjaramál öryrkjaÍ 28. grein samningsins er fjallað um viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Samkvæmt henni viðurkenna aðildarríkin m.a. rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi og sífellt batnandi lífskjara. Bannað er að mismuna fólki vegna fötlunar. Raunveruleiki íslensks samfélags er hins vegar sá að bætur almannatrygginga hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn verulegur. Eins og við sjáum á dæminu um Hallgerði, þá eru upphæðir örorkugreiðslna mjög lágar og þær lækka við það að hún fari í sambúð, þegar barnið hennar verður 18 ára og þegar hún fær einhverjar aðrar tekjur. Hallgerði er því haldið í fátækt, gert að vera á framfæri maka síns og eiga enn erfiðara með að framfleyta syni sínum eftir að hann nær 18 ára aldri. Hallgerði er haldið í fátæktargildru af ríkinu. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þau undirrituðu árið 2007. Ísland er ein fimm Evrópuþjóða sem ekki hafa enn fullgilt samninginn. Á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is, getur almenningur skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning nú á haustþingi 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hún Hallgerður fékk fullt örorkumat við 26 ára aldur. Hún býr ein ásamt syni sínum, honum Snorra. Þar sem Hallgerður var í námi, hefur hún aldrei verið á vinnumarkaði og á því ekki rétt á greiðslum úr lífeyrissjóði. Hennar einu tekjur eru örorkugreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og þær nema 218.884 krónum á mánuði eftir skatt. Meðlag er ekki reiknað inn í þessa upphæð. Dag einn fer Hallgerður í sambúð með Þorgrími. Við það skerðast tekjur hennar, því hún missir heimilisuppbót og fær kr. 199.379 útborgaðar. Sonur hennar vex úr grasi og þegar Snorri verður 18 ára skerðast örorkugreiðslur hennar enn frekar, þar sem hún missir barnalífeyrinn og nú fær hún 172.516 kr. útborgaðar frá TR. Sonurinn býr þó enn þá heima og er á framfæri móður sinnar. Hallgerður fékk arf eftir frænku sína sem hún geymir á bankabók. Vextirnir af þeirri fjárhæð nema 3.000 kr. á mánuði. Við það lækka greiðslurnar frá TR enn frekar og eru nú 171.576 kr. Hallgerður gerði tilraun til að fara á vinnumarkaðinn og fékk hlutastarf við afleysingar í sjoppu. Mánaðarlaun hennar voru kr. 50.000 (með skatti) og við það lækkuðu greiðslur TR enn á ný og fóru niður í 167.151 kr. Með tilkomu fjármagns- og atvinnutekna missti hún út framfærsluuppbót. Örorkugreiðslur TR til Hallgerðar hafa alls lækkað um 51.733 kr. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og kjaramál öryrkjaÍ 28. grein samningsins er fjallað um viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Samkvæmt henni viðurkenna aðildarríkin m.a. rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi og sífellt batnandi lífskjara. Bannað er að mismuna fólki vegna fötlunar. Raunveruleiki íslensks samfélags er hins vegar sá að bætur almannatrygginga hafa hvorki náð að halda í við verðlagshækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er munurinn verulegur. Eins og við sjáum á dæminu um Hallgerði, þá eru upphæðir örorkugreiðslna mjög lágar og þær lækka við það að hún fari í sambúð, þegar barnið hennar verður 18 ára og þegar hún fær einhverjar aðrar tekjur. Hallgerði er því haldið í fátækt, gert að vera á framfæri maka síns og eiga enn erfiðara með að framfleyta syni sínum eftir að hann nær 18 ára aldri. Hallgerði er haldið í fátæktargildru af ríkinu. Það er því brýnt að íslensk stjórnvöld fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem þau undirrituðu árið 2007. Ísland er ein fimm Evrópuþjóða sem ekki hafa enn fullgilt samninginn. Á heimasíðu ÖBÍ, www.obi.is, getur almenningur skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að fullgilda þennan mikilvæga mannréttindasamning nú á haustþingi 2015.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun