Formúla 1

Button íhugar að hætta eftir keppnistímabilið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Button hér í belgíska kappakstrinum.
Button hér í belgíska kappakstrinum. Vísir/Getty
Jenson Button, breski ökuþórinn sem ekur fyrir McLaren í Formúlu-1 kappakstrinum mun samkvæmt breskum miðlum tilkynna eftir kappaksturinn í Japan um helgina að þetta verði hans síðasta keppnistímabil í Formúlunni.

Button sem er á sínu 16. tímabili hefur aðeins einu sinni orðið heimsmeistari ökumanna árið 2009 þegar hann ók undir merkjum Brawn-Mercedes en ári síðar var hann kominn í McLaren þar sem hann er enn þann dag í dag.

Button var í viðræðum við McLaren um endurnýjun á samningi sínum í upphafi tímabilsins en hefur ákveðið að leggja bílnum í bílskúrinn og sagði hann að engin fjárhæð gæti fengið hann til að snúa aftur tæki hann ákvörðunina að hætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×