Fjárlögin og fólkið Páll Valur Björnsson skrifar 24. september 2015 08:00 Á vordögum skrifaði ég greinar hér í Fréttablaðið sem fjölluðu um samfélag án aðgreiningar og jöfn tækifæri fólks og um ýmislegt sem þarf að gera til að það megi verða í verki en ekki bara í orði. Greinar þessar skrifaði ég eftir að ég hafði heimsótt samtök og stofnanir sem vinna að málefnum barna, fatlaðs fólks og einnig fanga. Til að varpa ljósi á stöðu þessara mála lagði ég einnig fyrirspurnir fyrir innanríkisráðherra og heilbrigðisráðherra um þessi mál. Það er skemmst frá því að segja að þær upplýsingar sem ég fékk í þessum heimsóknum og þau svör sem ég fékk frá hæstvirtum ráðherrum sýna svo ekki verður um villst að við stöndum okkur illa í að byggja hér upp samfélag án aðgreiningar. Það er því miður alls ekki að tilefnislausu að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna taldi óhjákvæmilegt árið 2011 að gera alvarlegar athugasemdir við íslensk stjórnvöld vegna allt of langra biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) og skyldar raskanir. Þrátt fyrir það er staðan þannig í dag að um 400 börn bíða greiningar og biðtíminn bara lengist og er kominn upp í 12-16 mánuði en greining á vanda hvers og eins barns er forsenda þess að það fái viðeigandi stuðning og þjálfun. Eitt ár er langur tími í lífi barns og það er algerlega ólíðandi og óásættanlegt að íslensk börn þurfi að bíða svo lengi sem raun ber vitni þar sem hver dagur, svo ekki sé talað um hver mánuður, sem líður skerðir mjög tækifæri barns til náms og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem því fylgir sem og lífsgæði barnsins og aðstandenda þess afar mikið. Það er því brýn nauðsyn að börnin fái úrlausn sinna mála eins fljótt og kostur er. Svör innanríkisráherra við fyrirspurn minni sem varðaði m.a. það hvað ætla mætti að margir þeirra sem afplána refsingu í fangelsi séu með ofvirkni og athyglisbrest eða skyldar raskanir benda til þess að þeir einstaklingar sem ekki fá fullnægjandi greiningar og aðstoð strax á unga aldri séu í mun meiri áhættu en aðrir að lenda í fangelsi. Í svari ráðherrans kemur fram að rannsóknir sýna að helmingur (50%) fanga uppfyllti skimunarviðmið fyrir athyglisbrest og ofvirkni í æsku og rúmur helmingur af þeim hópi, eða 60%, sýndi enn slík einkenni þegar þeir tóku þátt í rannsókn. Einnig kom í ljós að marktækt fleiri fangar sem uppfylltu þau skimunarviðmið greindust með félagskvíða, vímuefnavanda og andfélagslega persónuleikaröskun en hinir sem ekki uppfylltu skimunarviðmið. Það er ekki síður athyglisvert og raunar furðulegt að til þess að sinna öllum þessum einstaklingum sem lenda út af sporinu og enda í fangelsi og þurfa svo sannarlega á hjálp að halda til þess að bæta líf sitt eru tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, 1 námsráðgjafi og tveir sérfræðingar á meðferðargangi. Sjö sérfræðingar sem sinna 600 manneskjum!! Ríkisstjórnin stærir sig nú af betri ríkisbúskap og að fjárhagslegt svigrúm til að þjóna fólkinu í landinu hafi aukist og að aldrei hafi meiru verið varið til velferðarmála en einmitt nú. Það má hugsanlega til sanns vegar færa en það eru gífurleg vonbrigði fyrir alla þá sem að þessum málflokkum starfa að ekki sé nú, þegar svigrúm eykst, lagt til það fé sem þarf til þess að vinna á þessum skammarlegu biðlistum. Það er alveg borðleggjandi að með því að taka á þessum vanda á fyrstu stigum og leggja það fjármagn í þessa málaflokka sem til þarf erum við að fjárfesta til framtíðar. Og eru virkilega mörg verkefni mikilvægari nú ef svigrúm skapast en að stuðla að því að börn og ungmenni fái þá þjónustu sem við getum veitt þeim og stuðning til að þau geti stundað nám og notið þeirra tækifæra sem lífið býður upp á? Með því að gera það sem okkur ber í þessum málum erum við ekki eingöngu að auka lífsgæði þessara mörgu einstaklinga sem á þessari þjónustu þurfa að halda heldur allra aðstandenda þeirra og samfélagsins alls. Þannig búum við til samfélag án aðgreiningar í verki en ekki bara í orði og þannig fjárfestum við í ungu fólki, lífsgæðum þess og jöfnum tækifærum í nútíð og í framtíð. Ávinningurinn er svo augljós og svo mikill fyrir okkur öll. Betra samfélag og bættur efnahagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á vordögum skrifaði ég greinar hér í Fréttablaðið sem fjölluðu um samfélag án aðgreiningar og jöfn tækifæri fólks og um ýmislegt sem þarf að gera til að það megi verða í verki en ekki bara í orði. Greinar þessar skrifaði ég eftir að ég hafði heimsótt samtök og stofnanir sem vinna að málefnum barna, fatlaðs fólks og einnig fanga. Til að varpa ljósi á stöðu þessara mála lagði ég einnig fyrirspurnir fyrir innanríkisráðherra og heilbrigðisráðherra um þessi mál. Það er skemmst frá því að segja að þær upplýsingar sem ég fékk í þessum heimsóknum og þau svör sem ég fékk frá hæstvirtum ráðherrum sýna svo ekki verður um villst að við stöndum okkur illa í að byggja hér upp samfélag án aðgreiningar. Það er því miður alls ekki að tilefnislausu að barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna taldi óhjákvæmilegt árið 2011 að gera alvarlegar athugasemdir við íslensk stjórnvöld vegna allt of langra biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) og skyldar raskanir. Þrátt fyrir það er staðan þannig í dag að um 400 börn bíða greiningar og biðtíminn bara lengist og er kominn upp í 12-16 mánuði en greining á vanda hvers og eins barns er forsenda þess að það fái viðeigandi stuðning og þjálfun. Eitt ár er langur tími í lífi barns og það er algerlega ólíðandi og óásættanlegt að íslensk börn þurfi að bíða svo lengi sem raun ber vitni þar sem hver dagur, svo ekki sé talað um hver mánuður, sem líður skerðir mjög tækifæri barns til náms og félagslegrar þátttöku og þess þroska sem því fylgir sem og lífsgæði barnsins og aðstandenda þess afar mikið. Það er því brýn nauðsyn að börnin fái úrlausn sinna mála eins fljótt og kostur er. Svör innanríkisráherra við fyrirspurn minni sem varðaði m.a. það hvað ætla mætti að margir þeirra sem afplána refsingu í fangelsi séu með ofvirkni og athyglisbrest eða skyldar raskanir benda til þess að þeir einstaklingar sem ekki fá fullnægjandi greiningar og aðstoð strax á unga aldri séu í mun meiri áhættu en aðrir að lenda í fangelsi. Í svari ráðherrans kemur fram að rannsóknir sýna að helmingur (50%) fanga uppfyllti skimunarviðmið fyrir athyglisbrest og ofvirkni í æsku og rúmur helmingur af þeim hópi, eða 60%, sýndi enn slík einkenni þegar þeir tóku þátt í rannsókn. Einnig kom í ljós að marktækt fleiri fangar sem uppfylltu þau skimunarviðmið greindust með félagskvíða, vímuefnavanda og andfélagslega persónuleikaröskun en hinir sem ekki uppfylltu skimunarviðmið. Það er ekki síður athyglisvert og raunar furðulegt að til þess að sinna öllum þessum einstaklingum sem lenda út af sporinu og enda í fangelsi og þurfa svo sannarlega á hjálp að halda til þess að bæta líf sitt eru tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, 1 námsráðgjafi og tveir sérfræðingar á meðferðargangi. Sjö sérfræðingar sem sinna 600 manneskjum!! Ríkisstjórnin stærir sig nú af betri ríkisbúskap og að fjárhagslegt svigrúm til að þjóna fólkinu í landinu hafi aukist og að aldrei hafi meiru verið varið til velferðarmála en einmitt nú. Það má hugsanlega til sanns vegar færa en það eru gífurleg vonbrigði fyrir alla þá sem að þessum málflokkum starfa að ekki sé nú, þegar svigrúm eykst, lagt til það fé sem þarf til þess að vinna á þessum skammarlegu biðlistum. Það er alveg borðleggjandi að með því að taka á þessum vanda á fyrstu stigum og leggja það fjármagn í þessa málaflokka sem til þarf erum við að fjárfesta til framtíðar. Og eru virkilega mörg verkefni mikilvægari nú ef svigrúm skapast en að stuðla að því að börn og ungmenni fái þá þjónustu sem við getum veitt þeim og stuðning til að þau geti stundað nám og notið þeirra tækifæra sem lífið býður upp á? Með því að gera það sem okkur ber í þessum málum erum við ekki eingöngu að auka lífsgæði þessara mörgu einstaklinga sem á þessari þjónustu þurfa að halda heldur allra aðstandenda þeirra og samfélagsins alls. Þannig búum við til samfélag án aðgreiningar í verki en ekki bara í orði og þannig fjárfestum við í ungu fólki, lífsgæðum þess og jöfnum tækifærum í nútíð og í framtíð. Ávinningurinn er svo augljós og svo mikill fyrir okkur öll. Betra samfélag og bættur efnahagur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun