Dómur er fallinn Áslaug Agnarsdóttir skrifar 24. september 2015 08:00 Dómur er fallinn. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á Fanney Björk Ásbjörnsdóttir ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu-C. Þar með hafa mannréttindi verið fótum troðin á Íslandi. Héraðsdómur hefur orðið sér til skammar. Í dag skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur. Einu sinni áttum við gott heilbrigðiskerfi. Sjúklingum var ekki mismunað og allir fengu þá meðferð sem þeir þurftu á að halda. Svona mál hefði ekki þurft að fara fyrir dómstóla og það hefði þótt sjálfsagt að Fanney fengi þau lyf sem hún þyrfti, óháð kostnaði. Lifrarbólga-C er ekkert grín. Samkvæmt upplýsingum á síðu landlæknisembættisins fá um það bil 80% þeirra sem smitast af lifrarbólgu-C viðvarandi lifrarbólgu og hluti þeirra fær eftir mörg ár skorpulifur og lifrarkrabbamein. Sjúklingurinn getur smitað aðra á meðan veiran er til staðar. Þetta er alvarlegur sjúkdómur og það er því allra hagur, sjúklingsins og samfélagsins, að þeir sem hafa smitast af lifrarbólgu-C fái að fara í meðferð. Nú er komið nýtt lyf til sögunnar, lyf sem Fanney óskar eftir að fá. Þetta lyf heitir Harvoni og er ætlað til inntöku í 12 vikur. Það hefur sáralitlar aukaverkanir og batalíkur eftir meðferð eru yfir 90%. Gamla meðferðin sem íslenskum sjúklingum hefur boðist til þessa hefur falist í 24 eða 48 vikna meðferð með sprautum og pillum, miklum aukaverkunum og mun minni líkum á bata. Fanney hefur prófað þessa aðferð og hún heppnaðist ekki. Ég fékk að fara tvisvar í slíka meðferð sem varði í 48 vikur í bæði skiptin. Aukaverkanir voru miklar og um tíma meðan á meðferðinni stóð var ég óvinnufær. Í fyrra skiptið voru batalíkur um 50% og lyfin dugðu ekki til að drepa veiruna. Í seinna skiptið bættist annað lyf við og batalíkur færðust upp í um 70% og þá var ég heppin því í lok meðferðar mældist veiran ekki lengur. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna sjúklingi er neitað um mun mannúðlegri og styttri meðferð, sem er jafnframt mun líklegra að leiði til bata. Sagt er að lyfið sé of dýrt til að hægt sé að láta Fanneyju hafa það. Meðferðin mun kosta 9-10 milljónir. Mér reiknaðist svo til að mín meðferð hafi kostað um 6 milljónir og þar sem ég þurfti að fara tvisvar í meðferð var kostnaðurinn alls um 12 milljónir þegar upp er staðið. Er heil brú í þessu? Þeir sem smitast af lifrarbólgu-C verða fyrir miklum fordómum. Þessi sjúkdómur er algengur meðal fíkla og þeir smitast gjarnan með því að nota sprautur hver annars. En hægt er að smitast eftir öðrum leiðum, næstalgengasta smitleiðin er við blóðgjöf. Er það einmitt þannig sem Fanney smitaðist. Hún fékk blóðgjöf eftir barnsburð á sjúkrahúsi hérlendis. En það er ekki það sem skiptir höfuðmáli. Að mínu mati á ekki að skipta máli hvernig menn smitast. Allir ættu að eiga rétt á þeirri meðferð sem er tiltæk, já, allir, óháð kostnaði. Sjúku fólki á ekki að mismuna. Íslenskt samfélag hlýtur að geta séð um sína sjúku. Ef það er ekki hægt getum við ekki verið stolt af að tilheyra því. Ef það er ekki hægt erum við augljóslega ekki að forgangsraða rétt. Ef það er ekki hægt getum við ekki talið okkur til þjóða þar sem mannréttindi eru virt. Baráttukveðjur til Fanneyjar og allra þeirra sem bíða eftir nýja lyfinu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Dómur er fallinn. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á Fanney Björk Ásbjörnsdóttir ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu-C. Þar með hafa mannréttindi verið fótum troðin á Íslandi. Héraðsdómur hefur orðið sér til skammar. Í dag skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur. Einu sinni áttum við gott heilbrigðiskerfi. Sjúklingum var ekki mismunað og allir fengu þá meðferð sem þeir þurftu á að halda. Svona mál hefði ekki þurft að fara fyrir dómstóla og það hefði þótt sjálfsagt að Fanney fengi þau lyf sem hún þyrfti, óháð kostnaði. Lifrarbólga-C er ekkert grín. Samkvæmt upplýsingum á síðu landlæknisembættisins fá um það bil 80% þeirra sem smitast af lifrarbólgu-C viðvarandi lifrarbólgu og hluti þeirra fær eftir mörg ár skorpulifur og lifrarkrabbamein. Sjúklingurinn getur smitað aðra á meðan veiran er til staðar. Þetta er alvarlegur sjúkdómur og það er því allra hagur, sjúklingsins og samfélagsins, að þeir sem hafa smitast af lifrarbólgu-C fái að fara í meðferð. Nú er komið nýtt lyf til sögunnar, lyf sem Fanney óskar eftir að fá. Þetta lyf heitir Harvoni og er ætlað til inntöku í 12 vikur. Það hefur sáralitlar aukaverkanir og batalíkur eftir meðferð eru yfir 90%. Gamla meðferðin sem íslenskum sjúklingum hefur boðist til þessa hefur falist í 24 eða 48 vikna meðferð með sprautum og pillum, miklum aukaverkunum og mun minni líkum á bata. Fanney hefur prófað þessa aðferð og hún heppnaðist ekki. Ég fékk að fara tvisvar í slíka meðferð sem varði í 48 vikur í bæði skiptin. Aukaverkanir voru miklar og um tíma meðan á meðferðinni stóð var ég óvinnufær. Í fyrra skiptið voru batalíkur um 50% og lyfin dugðu ekki til að drepa veiruna. Í seinna skiptið bættist annað lyf við og batalíkur færðust upp í um 70% og þá var ég heppin því í lok meðferðar mældist veiran ekki lengur. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna sjúklingi er neitað um mun mannúðlegri og styttri meðferð, sem er jafnframt mun líklegra að leiði til bata. Sagt er að lyfið sé of dýrt til að hægt sé að láta Fanneyju hafa það. Meðferðin mun kosta 9-10 milljónir. Mér reiknaðist svo til að mín meðferð hafi kostað um 6 milljónir og þar sem ég þurfti að fara tvisvar í meðferð var kostnaðurinn alls um 12 milljónir þegar upp er staðið. Er heil brú í þessu? Þeir sem smitast af lifrarbólgu-C verða fyrir miklum fordómum. Þessi sjúkdómur er algengur meðal fíkla og þeir smitast gjarnan með því að nota sprautur hver annars. En hægt er að smitast eftir öðrum leiðum, næstalgengasta smitleiðin er við blóðgjöf. Er það einmitt þannig sem Fanney smitaðist. Hún fékk blóðgjöf eftir barnsburð á sjúkrahúsi hérlendis. En það er ekki það sem skiptir höfuðmáli. Að mínu mati á ekki að skipta máli hvernig menn smitast. Allir ættu að eiga rétt á þeirri meðferð sem er tiltæk, já, allir, óháð kostnaði. Sjúku fólki á ekki að mismuna. Íslenskt samfélag hlýtur að geta séð um sína sjúku. Ef það er ekki hægt getum við ekki verið stolt af að tilheyra því. Ef það er ekki hægt erum við augljóslega ekki að forgangsraða rétt. Ef það er ekki hægt getum við ekki talið okkur til þjóða þar sem mannréttindi eru virt. Baráttukveðjur til Fanneyjar og allra þeirra sem bíða eftir nýja lyfinu!
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun