Dómur er fallinn Áslaug Agnarsdóttir skrifar 24. september 2015 08:00 Dómur er fallinn. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á Fanney Björk Ásbjörnsdóttir ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu-C. Þar með hafa mannréttindi verið fótum troðin á Íslandi. Héraðsdómur hefur orðið sér til skammar. Í dag skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur. Einu sinni áttum við gott heilbrigðiskerfi. Sjúklingum var ekki mismunað og allir fengu þá meðferð sem þeir þurftu á að halda. Svona mál hefði ekki þurft að fara fyrir dómstóla og það hefði þótt sjálfsagt að Fanney fengi þau lyf sem hún þyrfti, óháð kostnaði. Lifrarbólga-C er ekkert grín. Samkvæmt upplýsingum á síðu landlæknisembættisins fá um það bil 80% þeirra sem smitast af lifrarbólgu-C viðvarandi lifrarbólgu og hluti þeirra fær eftir mörg ár skorpulifur og lifrarkrabbamein. Sjúklingurinn getur smitað aðra á meðan veiran er til staðar. Þetta er alvarlegur sjúkdómur og það er því allra hagur, sjúklingsins og samfélagsins, að þeir sem hafa smitast af lifrarbólgu-C fái að fara í meðferð. Nú er komið nýtt lyf til sögunnar, lyf sem Fanney óskar eftir að fá. Þetta lyf heitir Harvoni og er ætlað til inntöku í 12 vikur. Það hefur sáralitlar aukaverkanir og batalíkur eftir meðferð eru yfir 90%. Gamla meðferðin sem íslenskum sjúklingum hefur boðist til þessa hefur falist í 24 eða 48 vikna meðferð með sprautum og pillum, miklum aukaverkunum og mun minni líkum á bata. Fanney hefur prófað þessa aðferð og hún heppnaðist ekki. Ég fékk að fara tvisvar í slíka meðferð sem varði í 48 vikur í bæði skiptin. Aukaverkanir voru miklar og um tíma meðan á meðferðinni stóð var ég óvinnufær. Í fyrra skiptið voru batalíkur um 50% og lyfin dugðu ekki til að drepa veiruna. Í seinna skiptið bættist annað lyf við og batalíkur færðust upp í um 70% og þá var ég heppin því í lok meðferðar mældist veiran ekki lengur. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna sjúklingi er neitað um mun mannúðlegri og styttri meðferð, sem er jafnframt mun líklegra að leiði til bata. Sagt er að lyfið sé of dýrt til að hægt sé að láta Fanneyju hafa það. Meðferðin mun kosta 9-10 milljónir. Mér reiknaðist svo til að mín meðferð hafi kostað um 6 milljónir og þar sem ég þurfti að fara tvisvar í meðferð var kostnaðurinn alls um 12 milljónir þegar upp er staðið. Er heil brú í þessu? Þeir sem smitast af lifrarbólgu-C verða fyrir miklum fordómum. Þessi sjúkdómur er algengur meðal fíkla og þeir smitast gjarnan með því að nota sprautur hver annars. En hægt er að smitast eftir öðrum leiðum, næstalgengasta smitleiðin er við blóðgjöf. Er það einmitt þannig sem Fanney smitaðist. Hún fékk blóðgjöf eftir barnsburð á sjúkrahúsi hérlendis. En það er ekki það sem skiptir höfuðmáli. Að mínu mati á ekki að skipta máli hvernig menn smitast. Allir ættu að eiga rétt á þeirri meðferð sem er tiltæk, já, allir, óháð kostnaði. Sjúku fólki á ekki að mismuna. Íslenskt samfélag hlýtur að geta séð um sína sjúku. Ef það er ekki hægt getum við ekki verið stolt af að tilheyra því. Ef það er ekki hægt erum við augljóslega ekki að forgangsraða rétt. Ef það er ekki hægt getum við ekki talið okkur til þjóða þar sem mannréttindi eru virt. Baráttukveðjur til Fanneyjar og allra þeirra sem bíða eftir nýja lyfinu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Dómur er fallinn. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á Fanney Björk Ásbjörnsdóttir ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu-C. Þar með hafa mannréttindi verið fótum troðin á Íslandi. Héraðsdómur hefur orðið sér til skammar. Í dag skammast ég mín fyrir að vera Íslendingur. Einu sinni áttum við gott heilbrigðiskerfi. Sjúklingum var ekki mismunað og allir fengu þá meðferð sem þeir þurftu á að halda. Svona mál hefði ekki þurft að fara fyrir dómstóla og það hefði þótt sjálfsagt að Fanney fengi þau lyf sem hún þyrfti, óháð kostnaði. Lifrarbólga-C er ekkert grín. Samkvæmt upplýsingum á síðu landlæknisembættisins fá um það bil 80% þeirra sem smitast af lifrarbólgu-C viðvarandi lifrarbólgu og hluti þeirra fær eftir mörg ár skorpulifur og lifrarkrabbamein. Sjúklingurinn getur smitað aðra á meðan veiran er til staðar. Þetta er alvarlegur sjúkdómur og það er því allra hagur, sjúklingsins og samfélagsins, að þeir sem hafa smitast af lifrarbólgu-C fái að fara í meðferð. Nú er komið nýtt lyf til sögunnar, lyf sem Fanney óskar eftir að fá. Þetta lyf heitir Harvoni og er ætlað til inntöku í 12 vikur. Það hefur sáralitlar aukaverkanir og batalíkur eftir meðferð eru yfir 90%. Gamla meðferðin sem íslenskum sjúklingum hefur boðist til þessa hefur falist í 24 eða 48 vikna meðferð með sprautum og pillum, miklum aukaverkunum og mun minni líkum á bata. Fanney hefur prófað þessa aðferð og hún heppnaðist ekki. Ég fékk að fara tvisvar í slíka meðferð sem varði í 48 vikur í bæði skiptin. Aukaverkanir voru miklar og um tíma meðan á meðferðinni stóð var ég óvinnufær. Í fyrra skiptið voru batalíkur um 50% og lyfin dugðu ekki til að drepa veiruna. Í seinna skiptið bættist annað lyf við og batalíkur færðust upp í um 70% og þá var ég heppin því í lok meðferðar mældist veiran ekki lengur. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna sjúklingi er neitað um mun mannúðlegri og styttri meðferð, sem er jafnframt mun líklegra að leiði til bata. Sagt er að lyfið sé of dýrt til að hægt sé að láta Fanneyju hafa það. Meðferðin mun kosta 9-10 milljónir. Mér reiknaðist svo til að mín meðferð hafi kostað um 6 milljónir og þar sem ég þurfti að fara tvisvar í meðferð var kostnaðurinn alls um 12 milljónir þegar upp er staðið. Er heil brú í þessu? Þeir sem smitast af lifrarbólgu-C verða fyrir miklum fordómum. Þessi sjúkdómur er algengur meðal fíkla og þeir smitast gjarnan með því að nota sprautur hver annars. En hægt er að smitast eftir öðrum leiðum, næstalgengasta smitleiðin er við blóðgjöf. Er það einmitt þannig sem Fanney smitaðist. Hún fékk blóðgjöf eftir barnsburð á sjúkrahúsi hérlendis. En það er ekki það sem skiptir höfuðmáli. Að mínu mati á ekki að skipta máli hvernig menn smitast. Allir ættu að eiga rétt á þeirri meðferð sem er tiltæk, já, allir, óháð kostnaði. Sjúku fólki á ekki að mismuna. Íslenskt samfélag hlýtur að geta séð um sína sjúku. Ef það er ekki hægt getum við ekki verið stolt af að tilheyra því. Ef það er ekki hægt erum við augljóslega ekki að forgangsraða rétt. Ef það er ekki hægt getum við ekki talið okkur til þjóða þar sem mannréttindi eru virt. Baráttukveðjur til Fanneyjar og allra þeirra sem bíða eftir nýja lyfinu!
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun