Vinsamlegast hættið þessari vitleysu Birgir Örn Guðjónsson skrifar 24. september 2015 14:45 Dóttir mín sem er í fjórða bekk er að fara í samræmd próf í dag og á morgun. Ég skal viðurkenna að ég er pínu pirraður yfir því. Sérstaklega eftir að ég rak augun í eitt eldra próf sem hún var að æfa sig á. Þar las ég meðal annars eftirfarandi texta. Ég minni aftur á að þetta er fyrir fjórða bekk; „Sagan sagði að í fyrndinni hafi prestssetrið og kirkjan verið handa fjarðarins, á Hánefsstaðaeyrum, og þá var þar í grenndinni stór steinn, sem almennt var trúað að dvergar byggju í, þess vegna var hann kallaður Dvergasteinn. Þegar fram liðu tímar, þótti staðurinn og kirkjan einhverra hluta vegna óhaganlega sett þeim megin fjarðarins. Var því hvort tveggja flutt yfir fjörðinn. Steinninn var eins og nærri má geta skilinn eftir.“ Þetta er bara smá partur af lengri texta. Fyrirgefið en með hvaða týnda kaupskipi koma þessi próf eiginlega? Er tilgangurinn með þeim að láta börn fá það á tilfinninguna að þau séu vitlaus? Mikið hlýtur þessum fjórðu bekkingum að líða vel þegar þau sitja í þrúgandi prófa andrúmslofti og horfa skelkuð á þessi orð sem fyrir þeim flestum líta út sem útlenska. Þetta er heldur betur hvetjandi fyrir þessi grey. Þó ég sé fæddur upp úr miðri síðustu öld þá dó ég næstum því úr leiðindum við að lesa þennan texta. Við erum sko að tala um börn sem eru fædd árið 2006. Ég veit að mjög margir ef ekki flestir kennarar eru á móti þessu. Af hverju þarf að taka þessa umræðu á hverju ári? Hvernig í ósköpunum passa þessi samræmdu próf inn í eitthvað sem á að heita einstaklingsmiðað nám? Fyrir mér er þetta lítið annað en pissukeppni milli skóla sem segir manni ekkert um alla snillingana sem þar eru. Þegar ég var sjálfur í grunnskóla komst ég fljótlega að því að það væri ekki mikið spunnið í mig sem námsmann. Ég veit svo sem ekki hvað varð til þess nákvæmlega en væntanlega hefur eilífur samanburður við næsta mann verið partur af því. Það dró úr manni kjarkinn og manni fannst þetta ekki vera þess virði. Áhuginn á náminu hvarf hægt og rólega. Ég fékk kannski ekkert lélegar einkunnir en ekki heldur neitt góðar. Samkvæmt fyrir fram gefnum stöðum var ég meðalmennskan uppmáluð. Hver hefur gaman af því? Skólagangan hjálpaði mér því að moka yfir það sem ég hafði með moldinni sem kom upp úr holunni sem ég var látinn grafa í leitinni af því sem ég átti að vera. Ég var sennilega kominn yfir þrítugt þegar ég þorði loksins að gægjast upp úr þessari mold. Kannski er ég bara einn um að hafa upplifað þetta. Ég efast samt um það. Ég held meira að segja að því miður séu allt of margir grafnir í óöryggi og sannfæringu um eigin heimsku alla ævi vegna þess að þeir náðu ekki niðurskurði í prófakeppni skólakerfisins. Ég vona svo sannarlega að þessi samræmdu próf í dag og á morgun verði ekki til þess að draga kjarkinn úr þessum flottu krökkum. Ég bið þau ykkar sem eiga börn sem taka þessi próf að uppörva börnin ykkar og gera sem minnst úr þessum sirkus. Hjálpið þeim að vera örugg með það sem þau eru og hjálpið þeim að grafa eftir styrkleikum sínum. Þau ykkar sem stjórna þessu öllu vil ég vinsamlegast biðja um að hætta þessari vitleysu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín sem er í fjórða bekk er að fara í samræmd próf í dag og á morgun. Ég skal viðurkenna að ég er pínu pirraður yfir því. Sérstaklega eftir að ég rak augun í eitt eldra próf sem hún var að æfa sig á. Þar las ég meðal annars eftirfarandi texta. Ég minni aftur á að þetta er fyrir fjórða bekk; „Sagan sagði að í fyrndinni hafi prestssetrið og kirkjan verið handa fjarðarins, á Hánefsstaðaeyrum, og þá var þar í grenndinni stór steinn, sem almennt var trúað að dvergar byggju í, þess vegna var hann kallaður Dvergasteinn. Þegar fram liðu tímar, þótti staðurinn og kirkjan einhverra hluta vegna óhaganlega sett þeim megin fjarðarins. Var því hvort tveggja flutt yfir fjörðinn. Steinninn var eins og nærri má geta skilinn eftir.“ Þetta er bara smá partur af lengri texta. Fyrirgefið en með hvaða týnda kaupskipi koma þessi próf eiginlega? Er tilgangurinn með þeim að láta börn fá það á tilfinninguna að þau séu vitlaus? Mikið hlýtur þessum fjórðu bekkingum að líða vel þegar þau sitja í þrúgandi prófa andrúmslofti og horfa skelkuð á þessi orð sem fyrir þeim flestum líta út sem útlenska. Þetta er heldur betur hvetjandi fyrir þessi grey. Þó ég sé fæddur upp úr miðri síðustu öld þá dó ég næstum því úr leiðindum við að lesa þennan texta. Við erum sko að tala um börn sem eru fædd árið 2006. Ég veit að mjög margir ef ekki flestir kennarar eru á móti þessu. Af hverju þarf að taka þessa umræðu á hverju ári? Hvernig í ósköpunum passa þessi samræmdu próf inn í eitthvað sem á að heita einstaklingsmiðað nám? Fyrir mér er þetta lítið annað en pissukeppni milli skóla sem segir manni ekkert um alla snillingana sem þar eru. Þegar ég var sjálfur í grunnskóla komst ég fljótlega að því að það væri ekki mikið spunnið í mig sem námsmann. Ég veit svo sem ekki hvað varð til þess nákvæmlega en væntanlega hefur eilífur samanburður við næsta mann verið partur af því. Það dró úr manni kjarkinn og manni fannst þetta ekki vera þess virði. Áhuginn á náminu hvarf hægt og rólega. Ég fékk kannski ekkert lélegar einkunnir en ekki heldur neitt góðar. Samkvæmt fyrir fram gefnum stöðum var ég meðalmennskan uppmáluð. Hver hefur gaman af því? Skólagangan hjálpaði mér því að moka yfir það sem ég hafði með moldinni sem kom upp úr holunni sem ég var látinn grafa í leitinni af því sem ég átti að vera. Ég var sennilega kominn yfir þrítugt þegar ég þorði loksins að gægjast upp úr þessari mold. Kannski er ég bara einn um að hafa upplifað þetta. Ég efast samt um það. Ég held meira að segja að því miður séu allt of margir grafnir í óöryggi og sannfæringu um eigin heimsku alla ævi vegna þess að þeir náðu ekki niðurskurði í prófakeppni skólakerfisins. Ég vona svo sannarlega að þessi samræmdu próf í dag og á morgun verði ekki til þess að draga kjarkinn úr þessum flottu krökkum. Ég bið þau ykkar sem eiga börn sem taka þessi próf að uppörva börnin ykkar og gera sem minnst úr þessum sirkus. Hjálpið þeim að vera örugg með það sem þau eru og hjálpið þeim að grafa eftir styrkleikum sínum. Þau ykkar sem stjórna þessu öllu vil ég vinsamlegast biðja um að hætta þessari vitleysu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun