Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 16:24 Matthias Müller fyrir framan Porsche 918 Spyder. Líkt og gert hefur verið ráð fyrir svo til alla þessa viku fullyrða margir vefmiðlar sem fjalla um bíla að eftirmaður Martin Winterkorn í forstjórastóli Volkswagen verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller. Winterkorn sagði af sér í gær þrátt fyrir að í leiðinni hafi hann greint frá því að hann vissi ekkert um dísilvélasvindl Volkswagen. Endanlega greinir Volkswagen þó ekki frá ráðningunni fyrr en á morgun. Einn af ráðherrum í ríkisstjórn Þýskalands, Sigmar Gabriel, lét hafa eftir sér að ákvörðunin um dísilvélasvindlið hafi verið tekin áður en Martin Winterkorn var ráðinn forstjóri árið 2007 og að á þeim tíma hafi hann unnið fyrir Audi. Þrátt fyrir það hafi hann sagt af sér og axlað með því þá miklu ábyrgð sem nú hvílir á fyrirtækinu. Gabriel segist bera mikla virðingu fyrir Winterkorn með ákvörðun sinni en hann hafi ekki á nokkurn hátt borið beina ábyrgð á svindlinu. Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent
Líkt og gert hefur verið ráð fyrir svo til alla þessa viku fullyrða margir vefmiðlar sem fjalla um bíla að eftirmaður Martin Winterkorn í forstjórastóli Volkswagen verði núverandi forstjóri Porsche, Matthias Müller. Winterkorn sagði af sér í gær þrátt fyrir að í leiðinni hafi hann greint frá því að hann vissi ekkert um dísilvélasvindl Volkswagen. Endanlega greinir Volkswagen þó ekki frá ráðningunni fyrr en á morgun. Einn af ráðherrum í ríkisstjórn Þýskalands, Sigmar Gabriel, lét hafa eftir sér að ákvörðunin um dísilvélasvindlið hafi verið tekin áður en Martin Winterkorn var ráðinn forstjóri árið 2007 og að á þeim tíma hafi hann unnið fyrir Audi. Þrátt fyrir það hafi hann sagt af sér og axlað með því þá miklu ábyrgð sem nú hvílir á fyrirtækinu. Gabriel segist bera mikla virðingu fyrir Winterkorn með ákvörðun sinni en hann hafi ekki á nokkurn hátt borið beina ábyrgð á svindlinu. Fullyrt að forstjóri Porsche taki við Volkswagen
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent