Gæfumunurinn: 30 eða 300 milljónir? Guðrún Nordal skrifar 26. september 2015 07:00 Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga, ef við ætlum að gera íslenskunni kleift að spjara sig í þeirri tæknibyltingu sem við nú lifum. Úlfar Erlingsson frá Google talaði skorinort að þessu leyti í viðtali á Rás 2 í Helgarútgáfunni þann 13. september. Það gerðu einnig margir frummælendur um málið á ársfundi Árnastofnunar í maí síðastliðnum, eins og m.a. Ólafur Sólimann hjá Apple, og nú nýverið heyrði ég Orra Hauksson, forstjóra Símans, lýsa því yfir að breytingarnar gerðust á slíkum ógnarhraða að glugginn sem enn væri opinn fyrir íslenskuna til að smokra sér inn í framtíðina og nettengdu heimilistækin myndi einfaldlega lokast eftir um fimm ár. Þegar við ræðum íslenska tungu örlar stundum á verndarhyggju og oflæti. En ekkert er jafn fjarri sjálfu móðurmálinu. Íslenskan hefur aldrei dafnað innan verndarmúra; hún hefur breyst með okkur sjálfum og í samræðu við önnur tungumál. Hún er einfaldlega okkar daglega mál, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti svo vel í mánudagsgrein sinni þann 21. september. Þegar við lesum og notum orðin sem hafa slípast í okkar eigin munni tengjumst við sögu og minningu kynslóðanna, landinu sjálfu, veðrinu, gleði og sút – en hún flytur okkur ekki síður til annarra landa. Hún var í farangri vesturfaranna og á hverjum degi fangar hún sköpun okkar og reynslu. Nú lifum við hinsvegar alveg nýja tíma. Íslensk tunga þarf vængi til að fljúga inn í heim tækninnar. Sá heimur krefst þess að við tölum við snjallsímana, bílana okkar, ísskápa og kaffivélar – ekki síður en við hvert annað í tölvunum sjálfum; en hann opnar málinu líka ónumin lönd. Viljum við þá tala íslensku? Eða verður til ný stéttaskipting í þessu landi þegar þeir sem kunna ensku ekki nægilega vel verða málstola frammi fyrir heimilistækjunum sínum?Við höfum fimm ár Verkefnið sem við nú stöndum frammi fyrir snýst ekki um málvernd, það snýst um landnám. Aðrar þjóðir hafa staðið í svipuðum sporum og brugðist við á einn veg; með því að fjárfesta í eigin móðurmáli, í þróaðri máltækni, talgervlum og alls kyns þýðingatólum sem opna móðurmál þeirra jafnt fyrir ensku sem og öðrum tungum. Það er í hendi okkar kynslóðar, þeirra sem nú sitja á þingi og bera ábyrgð á fé almennings, hvort okkur takist að gera íslenska tungu fleyga um himinhvolf tækninnar. Við höfum fimm ár. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera. Nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni skilaði mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð í lok síðasta árs sem birt er á vef ráðuneytisins. Þar eru verkefnin rakin, hve langan tíma þau taka ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Við þurfum að fjárfesta um hálfan annan milljarð til að gera íslenskuna fullfleyga í þessum nýja heimi. Það svarar um 300 milljónum á ári næstu fimm árin. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er lagt til að 30 milljónum verði varið í svokölluð máltækniverkefni. Nú spyr ég okkar ágætu þingmenn og ráðherra: höfum við efni á því gera ekki betur? Tíminn er að renna frá okkur. Höfum við efni á því að glata tungunni og þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún geymir? Það getur verið gæfumunur á 30 og 300 milljónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga, ef við ætlum að gera íslenskunni kleift að spjara sig í þeirri tæknibyltingu sem við nú lifum. Úlfar Erlingsson frá Google talaði skorinort að þessu leyti í viðtali á Rás 2 í Helgarútgáfunni þann 13. september. Það gerðu einnig margir frummælendur um málið á ársfundi Árnastofnunar í maí síðastliðnum, eins og m.a. Ólafur Sólimann hjá Apple, og nú nýverið heyrði ég Orra Hauksson, forstjóra Símans, lýsa því yfir að breytingarnar gerðust á slíkum ógnarhraða að glugginn sem enn væri opinn fyrir íslenskuna til að smokra sér inn í framtíðina og nettengdu heimilistækin myndi einfaldlega lokast eftir um fimm ár. Þegar við ræðum íslenska tungu örlar stundum á verndarhyggju og oflæti. En ekkert er jafn fjarri sjálfu móðurmálinu. Íslenskan hefur aldrei dafnað innan verndarmúra; hún hefur breyst með okkur sjálfum og í samræðu við önnur tungumál. Hún er einfaldlega okkar daglega mál, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti svo vel í mánudagsgrein sinni þann 21. september. Þegar við lesum og notum orðin sem hafa slípast í okkar eigin munni tengjumst við sögu og minningu kynslóðanna, landinu sjálfu, veðrinu, gleði og sút – en hún flytur okkur ekki síður til annarra landa. Hún var í farangri vesturfaranna og á hverjum degi fangar hún sköpun okkar og reynslu. Nú lifum við hinsvegar alveg nýja tíma. Íslensk tunga þarf vængi til að fljúga inn í heim tækninnar. Sá heimur krefst þess að við tölum við snjallsímana, bílana okkar, ísskápa og kaffivélar – ekki síður en við hvert annað í tölvunum sjálfum; en hann opnar málinu líka ónumin lönd. Viljum við þá tala íslensku? Eða verður til ný stéttaskipting í þessu landi þegar þeir sem kunna ensku ekki nægilega vel verða málstola frammi fyrir heimilistækjunum sínum?Við höfum fimm ár Verkefnið sem við nú stöndum frammi fyrir snýst ekki um málvernd, það snýst um landnám. Aðrar þjóðir hafa staðið í svipuðum sporum og brugðist við á einn veg; með því að fjárfesta í eigin móðurmáli, í þróaðri máltækni, talgervlum og alls kyns þýðingatólum sem opna móðurmál þeirra jafnt fyrir ensku sem og öðrum tungum. Það er í hendi okkar kynslóðar, þeirra sem nú sitja á þingi og bera ábyrgð á fé almennings, hvort okkur takist að gera íslenska tungu fleyga um himinhvolf tækninnar. Við höfum fimm ár. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera. Nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni skilaði mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð í lok síðasta árs sem birt er á vef ráðuneytisins. Þar eru verkefnin rakin, hve langan tíma þau taka ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Við þurfum að fjárfesta um hálfan annan milljarð til að gera íslenskuna fullfleyga í þessum nýja heimi. Það svarar um 300 milljónum á ári næstu fimm árin. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er lagt til að 30 milljónum verði varið í svokölluð máltækniverkefni. Nú spyr ég okkar ágætu þingmenn og ráðherra: höfum við efni á því gera ekki betur? Tíminn er að renna frá okkur. Höfum við efni á því að glata tungunni og þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún geymir? Það getur verið gæfumunur á 30 og 300 milljónum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar