Gæfumunurinn: 30 eða 300 milljónir? Guðrún Nordal skrifar 26. september 2015 07:00 Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga, ef við ætlum að gera íslenskunni kleift að spjara sig í þeirri tæknibyltingu sem við nú lifum. Úlfar Erlingsson frá Google talaði skorinort að þessu leyti í viðtali á Rás 2 í Helgarútgáfunni þann 13. september. Það gerðu einnig margir frummælendur um málið á ársfundi Árnastofnunar í maí síðastliðnum, eins og m.a. Ólafur Sólimann hjá Apple, og nú nýverið heyrði ég Orra Hauksson, forstjóra Símans, lýsa því yfir að breytingarnar gerðust á slíkum ógnarhraða að glugginn sem enn væri opinn fyrir íslenskuna til að smokra sér inn í framtíðina og nettengdu heimilistækin myndi einfaldlega lokast eftir um fimm ár. Þegar við ræðum íslenska tungu örlar stundum á verndarhyggju og oflæti. En ekkert er jafn fjarri sjálfu móðurmálinu. Íslenskan hefur aldrei dafnað innan verndarmúra; hún hefur breyst með okkur sjálfum og í samræðu við önnur tungumál. Hún er einfaldlega okkar daglega mál, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti svo vel í mánudagsgrein sinni þann 21. september. Þegar við lesum og notum orðin sem hafa slípast í okkar eigin munni tengjumst við sögu og minningu kynslóðanna, landinu sjálfu, veðrinu, gleði og sút – en hún flytur okkur ekki síður til annarra landa. Hún var í farangri vesturfaranna og á hverjum degi fangar hún sköpun okkar og reynslu. Nú lifum við hinsvegar alveg nýja tíma. Íslensk tunga þarf vængi til að fljúga inn í heim tækninnar. Sá heimur krefst þess að við tölum við snjallsímana, bílana okkar, ísskápa og kaffivélar – ekki síður en við hvert annað í tölvunum sjálfum; en hann opnar málinu líka ónumin lönd. Viljum við þá tala íslensku? Eða verður til ný stéttaskipting í þessu landi þegar þeir sem kunna ensku ekki nægilega vel verða málstola frammi fyrir heimilistækjunum sínum?Við höfum fimm ár Verkefnið sem við nú stöndum frammi fyrir snýst ekki um málvernd, það snýst um landnám. Aðrar þjóðir hafa staðið í svipuðum sporum og brugðist við á einn veg; með því að fjárfesta í eigin móðurmáli, í þróaðri máltækni, talgervlum og alls kyns þýðingatólum sem opna móðurmál þeirra jafnt fyrir ensku sem og öðrum tungum. Það er í hendi okkar kynslóðar, þeirra sem nú sitja á þingi og bera ábyrgð á fé almennings, hvort okkur takist að gera íslenska tungu fleyga um himinhvolf tækninnar. Við höfum fimm ár. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera. Nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni skilaði mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð í lok síðasta árs sem birt er á vef ráðuneytisins. Þar eru verkefnin rakin, hve langan tíma þau taka ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Við þurfum að fjárfesta um hálfan annan milljarð til að gera íslenskuna fullfleyga í þessum nýja heimi. Það svarar um 300 milljónum á ári næstu fimm árin. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er lagt til að 30 milljónum verði varið í svokölluð máltækniverkefni. Nú spyr ég okkar ágætu þingmenn og ráðherra: höfum við efni á því gera ekki betur? Tíminn er að renna frá okkur. Höfum við efni á því að glata tungunni og þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún geymir? Það getur verið gæfumunur á 30 og 300 milljónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga, ef við ætlum að gera íslenskunni kleift að spjara sig í þeirri tæknibyltingu sem við nú lifum. Úlfar Erlingsson frá Google talaði skorinort að þessu leyti í viðtali á Rás 2 í Helgarútgáfunni þann 13. september. Það gerðu einnig margir frummælendur um málið á ársfundi Árnastofnunar í maí síðastliðnum, eins og m.a. Ólafur Sólimann hjá Apple, og nú nýverið heyrði ég Orra Hauksson, forstjóra Símans, lýsa því yfir að breytingarnar gerðust á slíkum ógnarhraða að glugginn sem enn væri opinn fyrir íslenskuna til að smokra sér inn í framtíðina og nettengdu heimilistækin myndi einfaldlega lokast eftir um fimm ár. Þegar við ræðum íslenska tungu örlar stundum á verndarhyggju og oflæti. En ekkert er jafn fjarri sjálfu móðurmálinu. Íslenskan hefur aldrei dafnað innan verndarmúra; hún hefur breyst með okkur sjálfum og í samræðu við önnur tungumál. Hún er einfaldlega okkar daglega mál, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti svo vel í mánudagsgrein sinni þann 21. september. Þegar við lesum og notum orðin sem hafa slípast í okkar eigin munni tengjumst við sögu og minningu kynslóðanna, landinu sjálfu, veðrinu, gleði og sút – en hún flytur okkur ekki síður til annarra landa. Hún var í farangri vesturfaranna og á hverjum degi fangar hún sköpun okkar og reynslu. Nú lifum við hinsvegar alveg nýja tíma. Íslensk tunga þarf vængi til að fljúga inn í heim tækninnar. Sá heimur krefst þess að við tölum við snjallsímana, bílana okkar, ísskápa og kaffivélar – ekki síður en við hvert annað í tölvunum sjálfum; en hann opnar málinu líka ónumin lönd. Viljum við þá tala íslensku? Eða verður til ný stéttaskipting í þessu landi þegar þeir sem kunna ensku ekki nægilega vel verða málstola frammi fyrir heimilistækjunum sínum?Við höfum fimm ár Verkefnið sem við nú stöndum frammi fyrir snýst ekki um málvernd, það snýst um landnám. Aðrar þjóðir hafa staðið í svipuðum sporum og brugðist við á einn veg; með því að fjárfesta í eigin móðurmáli, í þróaðri máltækni, talgervlum og alls kyns þýðingatólum sem opna móðurmál þeirra jafnt fyrir ensku sem og öðrum tungum. Það er í hendi okkar kynslóðar, þeirra sem nú sitja á þingi og bera ábyrgð á fé almennings, hvort okkur takist að gera íslenska tungu fleyga um himinhvolf tækninnar. Við höfum fimm ár. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera. Nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni skilaði mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð í lok síðasta árs sem birt er á vef ráðuneytisins. Þar eru verkefnin rakin, hve langan tíma þau taka ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Við þurfum að fjárfesta um hálfan annan milljarð til að gera íslenskuna fullfleyga í þessum nýja heimi. Það svarar um 300 milljónum á ári næstu fimm árin. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er lagt til að 30 milljónum verði varið í svokölluð máltækniverkefni. Nú spyr ég okkar ágætu þingmenn og ráðherra: höfum við efni á því gera ekki betur? Tíminn er að renna frá okkur. Höfum við efni á því að glata tungunni og þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún geymir? Það getur verið gæfumunur á 30 og 300 milljónum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun