Gæfumunurinn: 30 eða 300 milljónir? Guðrún Nordal skrifar 26. september 2015 07:00 Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga, ef við ætlum að gera íslenskunni kleift að spjara sig í þeirri tæknibyltingu sem við nú lifum. Úlfar Erlingsson frá Google talaði skorinort að þessu leyti í viðtali á Rás 2 í Helgarútgáfunni þann 13. september. Það gerðu einnig margir frummælendur um málið á ársfundi Árnastofnunar í maí síðastliðnum, eins og m.a. Ólafur Sólimann hjá Apple, og nú nýverið heyrði ég Orra Hauksson, forstjóra Símans, lýsa því yfir að breytingarnar gerðust á slíkum ógnarhraða að glugginn sem enn væri opinn fyrir íslenskuna til að smokra sér inn í framtíðina og nettengdu heimilistækin myndi einfaldlega lokast eftir um fimm ár. Þegar við ræðum íslenska tungu örlar stundum á verndarhyggju og oflæti. En ekkert er jafn fjarri sjálfu móðurmálinu. Íslenskan hefur aldrei dafnað innan verndarmúra; hún hefur breyst með okkur sjálfum og í samræðu við önnur tungumál. Hún er einfaldlega okkar daglega mál, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti svo vel í mánudagsgrein sinni þann 21. september. Þegar við lesum og notum orðin sem hafa slípast í okkar eigin munni tengjumst við sögu og minningu kynslóðanna, landinu sjálfu, veðrinu, gleði og sút – en hún flytur okkur ekki síður til annarra landa. Hún var í farangri vesturfaranna og á hverjum degi fangar hún sköpun okkar og reynslu. Nú lifum við hinsvegar alveg nýja tíma. Íslensk tunga þarf vængi til að fljúga inn í heim tækninnar. Sá heimur krefst þess að við tölum við snjallsímana, bílana okkar, ísskápa og kaffivélar – ekki síður en við hvert annað í tölvunum sjálfum; en hann opnar málinu líka ónumin lönd. Viljum við þá tala íslensku? Eða verður til ný stéttaskipting í þessu landi þegar þeir sem kunna ensku ekki nægilega vel verða málstola frammi fyrir heimilistækjunum sínum?Við höfum fimm ár Verkefnið sem við nú stöndum frammi fyrir snýst ekki um málvernd, það snýst um landnám. Aðrar þjóðir hafa staðið í svipuðum sporum og brugðist við á einn veg; með því að fjárfesta í eigin móðurmáli, í þróaðri máltækni, talgervlum og alls kyns þýðingatólum sem opna móðurmál þeirra jafnt fyrir ensku sem og öðrum tungum. Það er í hendi okkar kynslóðar, þeirra sem nú sitja á þingi og bera ábyrgð á fé almennings, hvort okkur takist að gera íslenska tungu fleyga um himinhvolf tækninnar. Við höfum fimm ár. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera. Nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni skilaði mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð í lok síðasta árs sem birt er á vef ráðuneytisins. Þar eru verkefnin rakin, hve langan tíma þau taka ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Við þurfum að fjárfesta um hálfan annan milljarð til að gera íslenskuna fullfleyga í þessum nýja heimi. Það svarar um 300 milljónum á ári næstu fimm árin. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er lagt til að 30 milljónum verði varið í svokölluð máltækniverkefni. Nú spyr ég okkar ágætu þingmenn og ráðherra: höfum við efni á því gera ekki betur? Tíminn er að renna frá okkur. Höfum við efni á því að glata tungunni og þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún geymir? Það getur verið gæfumunur á 30 og 300 milljónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga, ef við ætlum að gera íslenskunni kleift að spjara sig í þeirri tæknibyltingu sem við nú lifum. Úlfar Erlingsson frá Google talaði skorinort að þessu leyti í viðtali á Rás 2 í Helgarútgáfunni þann 13. september. Það gerðu einnig margir frummælendur um málið á ársfundi Árnastofnunar í maí síðastliðnum, eins og m.a. Ólafur Sólimann hjá Apple, og nú nýverið heyrði ég Orra Hauksson, forstjóra Símans, lýsa því yfir að breytingarnar gerðust á slíkum ógnarhraða að glugginn sem enn væri opinn fyrir íslenskuna til að smokra sér inn í framtíðina og nettengdu heimilistækin myndi einfaldlega lokast eftir um fimm ár. Þegar við ræðum íslenska tungu örlar stundum á verndarhyggju og oflæti. En ekkert er jafn fjarri sjálfu móðurmálinu. Íslenskan hefur aldrei dafnað innan verndarmúra; hún hefur breyst með okkur sjálfum og í samræðu við önnur tungumál. Hún er einfaldlega okkar daglega mál, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti svo vel í mánudagsgrein sinni þann 21. september. Þegar við lesum og notum orðin sem hafa slípast í okkar eigin munni tengjumst við sögu og minningu kynslóðanna, landinu sjálfu, veðrinu, gleði og sút – en hún flytur okkur ekki síður til annarra landa. Hún var í farangri vesturfaranna og á hverjum degi fangar hún sköpun okkar og reynslu. Nú lifum við hinsvegar alveg nýja tíma. Íslensk tunga þarf vængi til að fljúga inn í heim tækninnar. Sá heimur krefst þess að við tölum við snjallsímana, bílana okkar, ísskápa og kaffivélar – ekki síður en við hvert annað í tölvunum sjálfum; en hann opnar málinu líka ónumin lönd. Viljum við þá tala íslensku? Eða verður til ný stéttaskipting í þessu landi þegar þeir sem kunna ensku ekki nægilega vel verða málstola frammi fyrir heimilistækjunum sínum?Við höfum fimm ár Verkefnið sem við nú stöndum frammi fyrir snýst ekki um málvernd, það snýst um landnám. Aðrar þjóðir hafa staðið í svipuðum sporum og brugðist við á einn veg; með því að fjárfesta í eigin móðurmáli, í þróaðri máltækni, talgervlum og alls kyns þýðingatólum sem opna móðurmál þeirra jafnt fyrir ensku sem og öðrum tungum. Það er í hendi okkar kynslóðar, þeirra sem nú sitja á þingi og bera ábyrgð á fé almennings, hvort okkur takist að gera íslenska tungu fleyga um himinhvolf tækninnar. Við höfum fimm ár. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera. Nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni skilaði mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð í lok síðasta árs sem birt er á vef ráðuneytisins. Þar eru verkefnin rakin, hve langan tíma þau taka ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Við þurfum að fjárfesta um hálfan annan milljarð til að gera íslenskuna fullfleyga í þessum nýja heimi. Það svarar um 300 milljónum á ári næstu fimm árin. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er lagt til að 30 milljónum verði varið í svokölluð máltækniverkefni. Nú spyr ég okkar ágætu þingmenn og ráðherra: höfum við efni á því gera ekki betur? Tíminn er að renna frá okkur. Höfum við efni á því að glata tungunni og þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún geymir? Það getur verið gæfumunur á 30 og 300 milljónum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun