Skoda Octavia RS fær fjórhjóladrif Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2015 10:17 Skoda Octavia RS. Einn vinsælasti bíll síðari ára á Íslandi, Skoda Octavia, fæst einnig í kraftaútfærslu og ber þá stafina RS í endann. Octavia RS fæst bæði sem langbakur og stallbakur, bæði með bensínvél og dísilvél og bæði beinskiptur og með DSG sjálfskiptingu. Nú bætist þó einn kosturinn við, hann mun einnig fást fjórhjóladrifinn. Bensínvélin í Octavia RS er 230 hestafla fjögurra strokka vél með forþjöppu en dísilvélin er 184 hestafla og með 380 Nm tog. Þó svo bensínvélin sé öflugri en dísilvélin er hún spræk og kemur bílnum í 100 km hraða á 7,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 228 km/klst. Þó svo Skoda Octavia RS sé ekki algengur bíll á götunum hérlendis hefur Skoda selt 58.000 slíka bíla af núverandi kynslóð bílsins sem kom fyrst á markað árið 2013. Alls hefur Skoda selt 165.000 Octavia RS bíla, frá fyrstu kynslóð hans árið 2000 og til dagsins í dag. Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent
Einn vinsælasti bíll síðari ára á Íslandi, Skoda Octavia, fæst einnig í kraftaútfærslu og ber þá stafina RS í endann. Octavia RS fæst bæði sem langbakur og stallbakur, bæði með bensínvél og dísilvél og bæði beinskiptur og með DSG sjálfskiptingu. Nú bætist þó einn kosturinn við, hann mun einnig fást fjórhjóladrifinn. Bensínvélin í Octavia RS er 230 hestafla fjögurra strokka vél með forþjöppu en dísilvélin er 184 hestafla og með 380 Nm tog. Þó svo bensínvélin sé öflugri en dísilvélin er hún spræk og kemur bílnum í 100 km hraða á 7,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 228 km/klst. Þó svo Skoda Octavia RS sé ekki algengur bíll á götunum hérlendis hefur Skoda selt 58.000 slíka bíla af núverandi kynslóð bílsins sem kom fyrst á markað árið 2013. Alls hefur Skoda selt 165.000 Octavia RS bíla, frá fyrstu kynslóð hans árið 2000 og til dagsins í dag.
Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent