Lói bíður eftir að fá undanþágu frá höftum Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2015 11:15 Hilmar Sigurðsson hefur beðið í þrjá mánuði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum. Vísir/Ernir Áætlað er að íslenska teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn verði frumsýnd um jólin 2017. Gert er ráð fyrir að framleiðsla myndarinnar muni kosta 1.100 milljónir króna. Framleiðendur myndarinnar hafa beðið um undanþágu frá Seðlabankanum vegna fjármagnshaftanna, en biðin hefur tekið þrjá mánuði. „Við erum að framleiða teiknimynd í samstarfi við erlenda aðila. Þetta er alþjóðlegt verkefni. Við erum að biðja um undanþágu til þess að setja fjármagn hérna í gegn og hluta af því út aftur,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður. Á vef Seðlabankans kemur fram að afgreiðslutími slíkra beiðna sé að lágmarki átta vikur eins og er. Ef afla þarf frekari gagna eða upplýsinga frá umsækjanda til þess að unnt sé að afgreiða undanþágubeiðni megi búast við því að afgreiðslutíminn lengist sem því nemur. Afgreiðslutíminn sé lengri þegar um fordæmisgefandi mál er að ræða eða beiðnir sem varða töluverðar fjárhæðir. Á meðal verkefna sem Hilmar og Gunnar Karlsson, samstarfsmaður hans, hafa áður fengist við eru Thor, Anna og skapsveiflurnar og Litla lirfan ljóta. Hann segir að aðstæður við framleiðslu nýju myndarinnar séu öðruvísi en þær voru þegar fyrri myndirnar voru framleiddar. Sá hluti af Thor sem var framleiddur hér hafi verið gerður með innlendri fjármögnun.Lói heitir Ploey á ensku.„Núna erum við að gera þetta aðeins öðruvísi. Því við erum með mest erlent fjármagn. Og við þurfum að nota hluta af fjármagninu hérlendis en þurfum svo að senda hluta af því út aftur,“ segir Hilmar. En 40 prósent af framleiðslufénu verða nýtt hér heima. Lói – þú flýgur aldrei einn segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann verður að lifa af veturinn til að geta bjargað ástinni sinni frá því að lenda í klóm fálkans næsta vor. Friðrik Erlingsson skrifar handrit myndarinnar og Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. Hilmar og Haukur Sigurjónsson eru framleiðendur. Áætlað er að myndin verði frumsýnd hér um jólin 2017. „Það er búið er að forselja myndina til rúmlega 30 landa,“ segir Hilmar og kveðst ánægður með viðtökurnar. „Það er eftirspurn á markaði. Það er alveg hægt að segja það,“ bætir hann við. Það er þýska fyrirtækið Arri World Sales sem dreifir myndinni. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Áætlað er að íslenska teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn verði frumsýnd um jólin 2017. Gert er ráð fyrir að framleiðsla myndarinnar muni kosta 1.100 milljónir króna. Framleiðendur myndarinnar hafa beðið um undanþágu frá Seðlabankanum vegna fjármagnshaftanna, en biðin hefur tekið þrjá mánuði. „Við erum að framleiða teiknimynd í samstarfi við erlenda aðila. Þetta er alþjóðlegt verkefni. Við erum að biðja um undanþágu til þess að setja fjármagn hérna í gegn og hluta af því út aftur,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður. Á vef Seðlabankans kemur fram að afgreiðslutími slíkra beiðna sé að lágmarki átta vikur eins og er. Ef afla þarf frekari gagna eða upplýsinga frá umsækjanda til þess að unnt sé að afgreiða undanþágubeiðni megi búast við því að afgreiðslutíminn lengist sem því nemur. Afgreiðslutíminn sé lengri þegar um fordæmisgefandi mál er að ræða eða beiðnir sem varða töluverðar fjárhæðir. Á meðal verkefna sem Hilmar og Gunnar Karlsson, samstarfsmaður hans, hafa áður fengist við eru Thor, Anna og skapsveiflurnar og Litla lirfan ljóta. Hann segir að aðstæður við framleiðslu nýju myndarinnar séu öðruvísi en þær voru þegar fyrri myndirnar voru framleiddar. Sá hluti af Thor sem var framleiddur hér hafi verið gerður með innlendri fjármögnun.Lói heitir Ploey á ensku.„Núna erum við að gera þetta aðeins öðruvísi. Því við erum með mest erlent fjármagn. Og við þurfum að nota hluta af fjármagninu hérlendis en þurfum svo að senda hluta af því út aftur,“ segir Hilmar. En 40 prósent af framleiðslufénu verða nýtt hér heima. Lói – þú flýgur aldrei einn segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann verður að lifa af veturinn til að geta bjargað ástinni sinni frá því að lenda í klóm fálkans næsta vor. Friðrik Erlingsson skrifar handrit myndarinnar og Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. Hilmar og Haukur Sigurjónsson eru framleiðendur. Áætlað er að myndin verði frumsýnd hér um jólin 2017. „Það er búið er að forselja myndina til rúmlega 30 landa,“ segir Hilmar og kveðst ánægður með viðtökurnar. „Það er eftirspurn á markaði. Það er alveg hægt að segja það,“ bætir hann við. Það er þýska fyrirtækið Arri World Sales sem dreifir myndinni.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira