Lói bíður eftir að fá undanþágu frá höftum Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2015 11:15 Hilmar Sigurðsson hefur beðið í þrjá mánuði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum. Vísir/Ernir Áætlað er að íslenska teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn verði frumsýnd um jólin 2017. Gert er ráð fyrir að framleiðsla myndarinnar muni kosta 1.100 milljónir króna. Framleiðendur myndarinnar hafa beðið um undanþágu frá Seðlabankanum vegna fjármagnshaftanna, en biðin hefur tekið þrjá mánuði. „Við erum að framleiða teiknimynd í samstarfi við erlenda aðila. Þetta er alþjóðlegt verkefni. Við erum að biðja um undanþágu til þess að setja fjármagn hérna í gegn og hluta af því út aftur,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður. Á vef Seðlabankans kemur fram að afgreiðslutími slíkra beiðna sé að lágmarki átta vikur eins og er. Ef afla þarf frekari gagna eða upplýsinga frá umsækjanda til þess að unnt sé að afgreiða undanþágubeiðni megi búast við því að afgreiðslutíminn lengist sem því nemur. Afgreiðslutíminn sé lengri þegar um fordæmisgefandi mál er að ræða eða beiðnir sem varða töluverðar fjárhæðir. Á meðal verkefna sem Hilmar og Gunnar Karlsson, samstarfsmaður hans, hafa áður fengist við eru Thor, Anna og skapsveiflurnar og Litla lirfan ljóta. Hann segir að aðstæður við framleiðslu nýju myndarinnar séu öðruvísi en þær voru þegar fyrri myndirnar voru framleiddar. Sá hluti af Thor sem var framleiddur hér hafi verið gerður með innlendri fjármögnun.Lói heitir Ploey á ensku.„Núna erum við að gera þetta aðeins öðruvísi. Því við erum með mest erlent fjármagn. Og við þurfum að nota hluta af fjármagninu hérlendis en þurfum svo að senda hluta af því út aftur,“ segir Hilmar. En 40 prósent af framleiðslufénu verða nýtt hér heima. Lói – þú flýgur aldrei einn segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann verður að lifa af veturinn til að geta bjargað ástinni sinni frá því að lenda í klóm fálkans næsta vor. Friðrik Erlingsson skrifar handrit myndarinnar og Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. Hilmar og Haukur Sigurjónsson eru framleiðendur. Áætlað er að myndin verði frumsýnd hér um jólin 2017. „Það er búið er að forselja myndina til rúmlega 30 landa,“ segir Hilmar og kveðst ánægður með viðtökurnar. „Það er eftirspurn á markaði. Það er alveg hægt að segja það,“ bætir hann við. Það er þýska fyrirtækið Arri World Sales sem dreifir myndinni. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Áætlað er að íslenska teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn verði frumsýnd um jólin 2017. Gert er ráð fyrir að framleiðsla myndarinnar muni kosta 1.100 milljónir króna. Framleiðendur myndarinnar hafa beðið um undanþágu frá Seðlabankanum vegna fjármagnshaftanna, en biðin hefur tekið þrjá mánuði. „Við erum að framleiða teiknimynd í samstarfi við erlenda aðila. Þetta er alþjóðlegt verkefni. Við erum að biðja um undanþágu til þess að setja fjármagn hérna í gegn og hluta af því út aftur,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður. Á vef Seðlabankans kemur fram að afgreiðslutími slíkra beiðna sé að lágmarki átta vikur eins og er. Ef afla þarf frekari gagna eða upplýsinga frá umsækjanda til þess að unnt sé að afgreiða undanþágubeiðni megi búast við því að afgreiðslutíminn lengist sem því nemur. Afgreiðslutíminn sé lengri þegar um fordæmisgefandi mál er að ræða eða beiðnir sem varða töluverðar fjárhæðir. Á meðal verkefna sem Hilmar og Gunnar Karlsson, samstarfsmaður hans, hafa áður fengist við eru Thor, Anna og skapsveiflurnar og Litla lirfan ljóta. Hann segir að aðstæður við framleiðslu nýju myndarinnar séu öðruvísi en þær voru þegar fyrri myndirnar voru framleiddar. Sá hluti af Thor sem var framleiddur hér hafi verið gerður með innlendri fjármögnun.Lói heitir Ploey á ensku.„Núna erum við að gera þetta aðeins öðruvísi. Því við erum með mest erlent fjármagn. Og við þurfum að nota hluta af fjármagninu hérlendis en þurfum svo að senda hluta af því út aftur,“ segir Hilmar. En 40 prósent af framleiðslufénu verða nýtt hér heima. Lói – þú flýgur aldrei einn segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann verður að lifa af veturinn til að geta bjargað ástinni sinni frá því að lenda í klóm fálkans næsta vor. Friðrik Erlingsson skrifar handrit myndarinnar og Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. Hilmar og Haukur Sigurjónsson eru framleiðendur. Áætlað er að myndin verði frumsýnd hér um jólin 2017. „Það er búið er að forselja myndina til rúmlega 30 landa,“ segir Hilmar og kveðst ánægður með viðtökurnar. „Það er eftirspurn á markaði. Það er alveg hægt að segja það,“ bætir hann við. Það er þýska fyrirtækið Arri World Sales sem dreifir myndinni.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira