Lói bíður eftir að fá undanþágu frá höftum Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2015 11:15 Hilmar Sigurðsson hefur beðið í þrjá mánuði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum. Vísir/Ernir Áætlað er að íslenska teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn verði frumsýnd um jólin 2017. Gert er ráð fyrir að framleiðsla myndarinnar muni kosta 1.100 milljónir króna. Framleiðendur myndarinnar hafa beðið um undanþágu frá Seðlabankanum vegna fjármagnshaftanna, en biðin hefur tekið þrjá mánuði. „Við erum að framleiða teiknimynd í samstarfi við erlenda aðila. Þetta er alþjóðlegt verkefni. Við erum að biðja um undanþágu til þess að setja fjármagn hérna í gegn og hluta af því út aftur,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður. Á vef Seðlabankans kemur fram að afgreiðslutími slíkra beiðna sé að lágmarki átta vikur eins og er. Ef afla þarf frekari gagna eða upplýsinga frá umsækjanda til þess að unnt sé að afgreiða undanþágubeiðni megi búast við því að afgreiðslutíminn lengist sem því nemur. Afgreiðslutíminn sé lengri þegar um fordæmisgefandi mál er að ræða eða beiðnir sem varða töluverðar fjárhæðir. Á meðal verkefna sem Hilmar og Gunnar Karlsson, samstarfsmaður hans, hafa áður fengist við eru Thor, Anna og skapsveiflurnar og Litla lirfan ljóta. Hann segir að aðstæður við framleiðslu nýju myndarinnar séu öðruvísi en þær voru þegar fyrri myndirnar voru framleiddar. Sá hluti af Thor sem var framleiddur hér hafi verið gerður með innlendri fjármögnun.Lói heitir Ploey á ensku.„Núna erum við að gera þetta aðeins öðruvísi. Því við erum með mest erlent fjármagn. Og við þurfum að nota hluta af fjármagninu hérlendis en þurfum svo að senda hluta af því út aftur,“ segir Hilmar. En 40 prósent af framleiðslufénu verða nýtt hér heima. Lói – þú flýgur aldrei einn segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann verður að lifa af veturinn til að geta bjargað ástinni sinni frá því að lenda í klóm fálkans næsta vor. Friðrik Erlingsson skrifar handrit myndarinnar og Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. Hilmar og Haukur Sigurjónsson eru framleiðendur. Áætlað er að myndin verði frumsýnd hér um jólin 2017. „Það er búið er að forselja myndina til rúmlega 30 landa,“ segir Hilmar og kveðst ánægður með viðtökurnar. „Það er eftirspurn á markaði. Það er alveg hægt að segja það,“ bætir hann við. Það er þýska fyrirtækið Arri World Sales sem dreifir myndinni. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Sjá meira
Áætlað er að íslenska teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn verði frumsýnd um jólin 2017. Gert er ráð fyrir að framleiðsla myndarinnar muni kosta 1.100 milljónir króna. Framleiðendur myndarinnar hafa beðið um undanþágu frá Seðlabankanum vegna fjármagnshaftanna, en biðin hefur tekið þrjá mánuði. „Við erum að framleiða teiknimynd í samstarfi við erlenda aðila. Þetta er alþjóðlegt verkefni. Við erum að biðja um undanþágu til þess að setja fjármagn hérna í gegn og hluta af því út aftur,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður. Á vef Seðlabankans kemur fram að afgreiðslutími slíkra beiðna sé að lágmarki átta vikur eins og er. Ef afla þarf frekari gagna eða upplýsinga frá umsækjanda til þess að unnt sé að afgreiða undanþágubeiðni megi búast við því að afgreiðslutíminn lengist sem því nemur. Afgreiðslutíminn sé lengri þegar um fordæmisgefandi mál er að ræða eða beiðnir sem varða töluverðar fjárhæðir. Á meðal verkefna sem Hilmar og Gunnar Karlsson, samstarfsmaður hans, hafa áður fengist við eru Thor, Anna og skapsveiflurnar og Litla lirfan ljóta. Hann segir að aðstæður við framleiðslu nýju myndarinnar séu öðruvísi en þær voru þegar fyrri myndirnar voru framleiddar. Sá hluti af Thor sem var framleiddur hér hafi verið gerður með innlendri fjármögnun.Lói heitir Ploey á ensku.„Núna erum við að gera þetta aðeins öðruvísi. Því við erum með mest erlent fjármagn. Og við þurfum að nota hluta af fjármagninu hérlendis en þurfum svo að senda hluta af því út aftur,“ segir Hilmar. En 40 prósent af framleiðslufénu verða nýtt hér heima. Lói – þú flýgur aldrei einn segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann verður að lifa af veturinn til að geta bjargað ástinni sinni frá því að lenda í klóm fálkans næsta vor. Friðrik Erlingsson skrifar handrit myndarinnar og Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. Hilmar og Haukur Sigurjónsson eru framleiðendur. Áætlað er að myndin verði frumsýnd hér um jólin 2017. „Það er búið er að forselja myndina til rúmlega 30 landa,“ segir Hilmar og kveðst ánægður með viðtökurnar. „Það er eftirspurn á markaði. Það er alveg hægt að segja það,“ bætir hann við. Það er þýska fyrirtækið Arri World Sales sem dreifir myndinni.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Sjá meira