Lói bíður eftir að fá undanþágu frá höftum Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2015 11:15 Hilmar Sigurðsson hefur beðið í þrjá mánuði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum. Vísir/Ernir Áætlað er að íslenska teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn verði frumsýnd um jólin 2017. Gert er ráð fyrir að framleiðsla myndarinnar muni kosta 1.100 milljónir króna. Framleiðendur myndarinnar hafa beðið um undanþágu frá Seðlabankanum vegna fjármagnshaftanna, en biðin hefur tekið þrjá mánuði. „Við erum að framleiða teiknimynd í samstarfi við erlenda aðila. Þetta er alþjóðlegt verkefni. Við erum að biðja um undanþágu til þess að setja fjármagn hérna í gegn og hluta af því út aftur,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður. Á vef Seðlabankans kemur fram að afgreiðslutími slíkra beiðna sé að lágmarki átta vikur eins og er. Ef afla þarf frekari gagna eða upplýsinga frá umsækjanda til þess að unnt sé að afgreiða undanþágubeiðni megi búast við því að afgreiðslutíminn lengist sem því nemur. Afgreiðslutíminn sé lengri þegar um fordæmisgefandi mál er að ræða eða beiðnir sem varða töluverðar fjárhæðir. Á meðal verkefna sem Hilmar og Gunnar Karlsson, samstarfsmaður hans, hafa áður fengist við eru Thor, Anna og skapsveiflurnar og Litla lirfan ljóta. Hann segir að aðstæður við framleiðslu nýju myndarinnar séu öðruvísi en þær voru þegar fyrri myndirnar voru framleiddar. Sá hluti af Thor sem var framleiddur hér hafi verið gerður með innlendri fjármögnun.Lói heitir Ploey á ensku.„Núna erum við að gera þetta aðeins öðruvísi. Því við erum með mest erlent fjármagn. Og við þurfum að nota hluta af fjármagninu hérlendis en þurfum svo að senda hluta af því út aftur,“ segir Hilmar. En 40 prósent af framleiðslufénu verða nýtt hér heima. Lói – þú flýgur aldrei einn segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann verður að lifa af veturinn til að geta bjargað ástinni sinni frá því að lenda í klóm fálkans næsta vor. Friðrik Erlingsson skrifar handrit myndarinnar og Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. Hilmar og Haukur Sigurjónsson eru framleiðendur. Áætlað er að myndin verði frumsýnd hér um jólin 2017. „Það er búið er að forselja myndina til rúmlega 30 landa,“ segir Hilmar og kveðst ánægður með viðtökurnar. „Það er eftirspurn á markaði. Það er alveg hægt að segja það,“ bætir hann við. Það er þýska fyrirtækið Arri World Sales sem dreifir myndinni. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Áætlað er að íslenska teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn verði frumsýnd um jólin 2017. Gert er ráð fyrir að framleiðsla myndarinnar muni kosta 1.100 milljónir króna. Framleiðendur myndarinnar hafa beðið um undanþágu frá Seðlabankanum vegna fjármagnshaftanna, en biðin hefur tekið þrjá mánuði. „Við erum að framleiða teiknimynd í samstarfi við erlenda aðila. Þetta er alþjóðlegt verkefni. Við erum að biðja um undanþágu til þess að setja fjármagn hérna í gegn og hluta af því út aftur,“ segir Hilmar Sigurðsson kvikmyndagerðarmaður. Á vef Seðlabankans kemur fram að afgreiðslutími slíkra beiðna sé að lágmarki átta vikur eins og er. Ef afla þarf frekari gagna eða upplýsinga frá umsækjanda til þess að unnt sé að afgreiða undanþágubeiðni megi búast við því að afgreiðslutíminn lengist sem því nemur. Afgreiðslutíminn sé lengri þegar um fordæmisgefandi mál er að ræða eða beiðnir sem varða töluverðar fjárhæðir. Á meðal verkefna sem Hilmar og Gunnar Karlsson, samstarfsmaður hans, hafa áður fengist við eru Thor, Anna og skapsveiflurnar og Litla lirfan ljóta. Hann segir að aðstæður við framleiðslu nýju myndarinnar séu öðruvísi en þær voru þegar fyrri myndirnar voru framleiddar. Sá hluti af Thor sem var framleiddur hér hafi verið gerður með innlendri fjármögnun.Lói heitir Ploey á ensku.„Núna erum við að gera þetta aðeins öðruvísi. Því við erum með mest erlent fjármagn. Og við þurfum að nota hluta af fjármagninu hérlendis en þurfum svo að senda hluta af því út aftur,“ segir Hilmar. En 40 prósent af framleiðslufénu verða nýtt hér heima. Lói – þú flýgur aldrei einn segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti þegar farfuglarnir halda suður á bóginn. Hann verður að lifa af veturinn til að geta bjargað ástinni sinni frá því að lenda í klóm fálkans næsta vor. Friðrik Erlingsson skrifar handrit myndarinnar og Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni, sem jafnframt er höfundur útlits og persóna. Hilmar og Haukur Sigurjónsson eru framleiðendur. Áætlað er að myndin verði frumsýnd hér um jólin 2017. „Það er búið er að forselja myndina til rúmlega 30 landa,“ segir Hilmar og kveðst ánægður með viðtökurnar. „Það er eftirspurn á markaði. Það er alveg hægt að segja það,“ bætir hann við. Það er þýska fyrirtækið Arri World Sales sem dreifir myndinni.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira